Manndrápsmál verður tekið fyrir í Hæstarétti Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 07:45 Frá vettvangi brunans að Kirkjuvegi á Selfossi. Vísir/EGill Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni Vigfúsar Ólafssonar, sem dæmdur var í fjórtán ára fangelsi í Landsrétti fyrir manndráp með því að hafa orðið tveimur að bana með íkveikju í húsi á Kirkjuvegi á Selfossi í október 2018. Vigfús var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi í Héraðsdómi Suðurlands. Ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum úr héraði og var dómur kveðinn upp í Landsrétti í desember 2019. Héraðssaksóknari hafði farið fram á átján ára fangelsi yfir Vigfúsi. Vigfús leitaði leyfis til að áfrýja dómi Landsréttar skömmu eftir að dómurinn féll í desember. Í úrskurði Hæstaréttar kemur fram að lögmaður hans hafi m.a. borið því fyrir sig að skera þyrfti úr um mörk ásetnings og gáleysis í málinu, auk þess sem niðurstaða Landsréttar um ásetning Vigfúsar til manndráps hafi verið á skjön við réttarframkvæmd og skrif fræðimanna. Dómur Landsréttar sé jafnframt bersýnilega rangur að efni til.Vigfús við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands.Vísir/MHHHæstiréttur féllst á umsókn Vigfúss á þeim grundvelli að úrlausn um mörk ásetnings og gáleysis í máli af þeim toga sem hér um ræðir myndi hafa verulega almenna þýðingu, auk þess sem mikilvægt væri að fá úrlausn Hæstaréttar um ákvörðun refsingar. Fólkið sem lést í eldsvoðanum var á efri hæð hússins þegar eldurinn kom upp. Eldurinn breiddist hratt um húsið sem varð fljótt alelda. Slökkvistarf gekk erfiðlega vegna mikils hita og elds og gátu reykkafarar til að mynda ekki kannað efri hæð hússins og komist þannig að fólkinu sem þar var. Sama dag og eldurinn kom upp voru Vigfús og kona handtekin vegna gruns um að þau tengdust eldsvoðanum. Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Tengdar fréttir Áfrýja dómnum yfir Vigfúsi til Landsréttar Vigfús var í upphafi mánaðarins dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi og brennu. Ríkissaksóknari vill að hann verði sakfelldur fyrir manndráp. 18. júlí 2019 12:22 Ósannað að Vigfús hafi ætlað að drepa fólkið Héraðsdómur Suðurlands segir að ekkert hafi fram komið í sakamáli á hendur Vigfúsi Ólafssyni sem bendi til þess að beinn ásetningur Vigfúsar hafi staðið til að bana þeim. 9. júlí 2019 15:53 Fjórtán ára fangelsisdómur fyrir manndráp í brunanum á Selfossi Landsréttur hefur þyngt fangelsisdóm yfir Vigfúsi Ólafssyni úr fimm árum í fjórtán. 13. desember 2019 15:00 Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni Vigfúsar Ólafssonar, sem dæmdur var í fjórtán ára fangelsi í Landsrétti fyrir manndráp með því að hafa orðið tveimur að bana með íkveikju í húsi á Kirkjuvegi á Selfossi í október 2018. Vigfús var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi í Héraðsdómi Suðurlands. Ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum úr héraði og var dómur kveðinn upp í Landsrétti í desember 2019. Héraðssaksóknari hafði farið fram á átján ára fangelsi yfir Vigfúsi. Vigfús leitaði leyfis til að áfrýja dómi Landsréttar skömmu eftir að dómurinn féll í desember. Í úrskurði Hæstaréttar kemur fram að lögmaður hans hafi m.a. borið því fyrir sig að skera þyrfti úr um mörk ásetnings og gáleysis í málinu, auk þess sem niðurstaða Landsréttar um ásetning Vigfúsar til manndráps hafi verið á skjön við réttarframkvæmd og skrif fræðimanna. Dómur Landsréttar sé jafnframt bersýnilega rangur að efni til.Vigfús við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands.Vísir/MHHHæstiréttur féllst á umsókn Vigfúss á þeim grundvelli að úrlausn um mörk ásetnings og gáleysis í máli af þeim toga sem hér um ræðir myndi hafa verulega almenna þýðingu, auk þess sem mikilvægt væri að fá úrlausn Hæstaréttar um ákvörðun refsingar. Fólkið sem lést í eldsvoðanum var á efri hæð hússins þegar eldurinn kom upp. Eldurinn breiddist hratt um húsið sem varð fljótt alelda. Slökkvistarf gekk erfiðlega vegna mikils hita og elds og gátu reykkafarar til að mynda ekki kannað efri hæð hússins og komist þannig að fólkinu sem þar var. Sama dag og eldurinn kom upp voru Vigfús og kona handtekin vegna gruns um að þau tengdust eldsvoðanum.
Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Tengdar fréttir Áfrýja dómnum yfir Vigfúsi til Landsréttar Vigfús var í upphafi mánaðarins dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi og brennu. Ríkissaksóknari vill að hann verði sakfelldur fyrir manndráp. 18. júlí 2019 12:22 Ósannað að Vigfús hafi ætlað að drepa fólkið Héraðsdómur Suðurlands segir að ekkert hafi fram komið í sakamáli á hendur Vigfúsi Ólafssyni sem bendi til þess að beinn ásetningur Vigfúsar hafi staðið til að bana þeim. 9. júlí 2019 15:53 Fjórtán ára fangelsisdómur fyrir manndráp í brunanum á Selfossi Landsréttur hefur þyngt fangelsisdóm yfir Vigfúsi Ólafssyni úr fimm árum í fjórtán. 13. desember 2019 15:00 Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Áfrýja dómnum yfir Vigfúsi til Landsréttar Vigfús var í upphafi mánaðarins dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi og brennu. Ríkissaksóknari vill að hann verði sakfelldur fyrir manndráp. 18. júlí 2019 12:22
Ósannað að Vigfús hafi ætlað að drepa fólkið Héraðsdómur Suðurlands segir að ekkert hafi fram komið í sakamáli á hendur Vigfúsi Ólafssyni sem bendi til þess að beinn ásetningur Vigfúsar hafi staðið til að bana þeim. 9. júlí 2019 15:53
Fjórtán ára fangelsisdómur fyrir manndráp í brunanum á Selfossi Landsréttur hefur þyngt fangelsisdóm yfir Vigfúsi Ólafssyni úr fimm árum í fjórtán. 13. desember 2019 15:00