Keppanda í sænsku undankeppni Eurovision óvænt vikið úr keppni vegna dómsmáls Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 11:50 Thorsten Flinck fær ekki að taka þátt í Melodifestivalen. Vísir/Getty Sænska leikaranum Thorsten Flinck, sem ætlaði að taka þátt í sænsku undankeppni Eurovision, var um síðustu helgi vikið úr keppni vegna kæru á hendur honum um hótanir og skemmdarverk. Um er að ræða nær ársgamalt mál en sænska ríkissjónvarpið kveðst ekki hafa verið meðvitað um það fyrr en nú. Flinck er landsþekktur leikari, söngvari og listamaður í Svíþjóð. Hann hugðist stíga á stokk í Melodifestivalen, sænsku undankeppninni fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, í Gautaborg næsta laugardag og flytja lagið Miraklernas tid, eða Tími kraftaverkanna upp á íslensku. Draumar Flinck um að verða fulltrúi Svíþjóðar í Eurovision urðu hins vegar að engu um helgina þegar Sænska ríkissjónvarpið, sem heldur undankeppnina, tilkynnti að honum hefði verið vikið úr keppni. DV greindi fyrst íslenskra miðla frá málinu. Í yfirlýsingu frá SVT segir að skipuleggjendur hafi ekki verið meðvitaðir um að dómsmál væri nú rekið á hendur Flinck fyrr en þeim var bent á það um síðustu helgi. Segir konuna hafa flautað tíu sinnum Kona stefndi Flinck í fyrra og sakaði hann um að hafa hótað sér og unnið skemmdarverk á bíl hennar í miðbæ Varberg í maí síðastliðnum. Hún heldur því fram að bíll, í hverjum Flinck var farþegi, hafi tekið fram úr henni þar sem hún ók eftir þröngri götu. Hún hafi flautað á bílinn og Flinck hafi þá rokið út, lamið fast í vélarhlíf á bílnum hennar svo skemmdir urðu á honum og haft í hótunum við hana. Finck hefur gengist við því að hafa valdið tjóni á bíl konunnar. Hann heldur því þó fram að konan hafi flautað tíu sinnum á sig og samferðamann sinn, auk þess sem hún og maður sem hún var með hafi verið afar ókurteis. Hann á yfir höfði sér sekt verði hann fundinn sekur í málinu. Flinck ræddi málið við sænska dagblaðið Expressen í vikunni og kvaðst hafa verið afar vonsvikin með ákvörðun SVT. Hann hefði varið miklum tíma í æfingar á laginu og sá fram á að skila af sér flottu atriði í Melodifestivalen á laugardag. Strax á mánudag var nýr flytjandi fenginn til að flytja lag Flinck, Miraklernas tid, í undankeppninni. Sá útvaldi er Jan Johansen, tónlistarmaður og gömul Eurovisionkempa. Hann hefur alls tekið fjórum sinnum þátt í undankeppninni og var valinn fulltrúi Svíþjóðar í aðalkeppninni árið 1995 með lagið Look at Me. Hann hafnaði í þriðja sæti, á eftir framlagi Noregs og Spánar. Vefsíðan Eurovision World er ekki bjartsýn á gott gengi Johansen í Melodifestivalen og spáir honum 23. sæti af alls 25 framlögum. Eurovision Svíþjóð Tónlist Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira
Sænska leikaranum Thorsten Flinck, sem ætlaði að taka þátt í sænsku undankeppni Eurovision, var um síðustu helgi vikið úr keppni vegna kæru á hendur honum um hótanir og skemmdarverk. Um er að ræða nær ársgamalt mál en sænska ríkissjónvarpið kveðst ekki hafa verið meðvitað um það fyrr en nú. Flinck er landsþekktur leikari, söngvari og listamaður í Svíþjóð. Hann hugðist stíga á stokk í Melodifestivalen, sænsku undankeppninni fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, í Gautaborg næsta laugardag og flytja lagið Miraklernas tid, eða Tími kraftaverkanna upp á íslensku. Draumar Flinck um að verða fulltrúi Svíþjóðar í Eurovision urðu hins vegar að engu um helgina þegar Sænska ríkissjónvarpið, sem heldur undankeppnina, tilkynnti að honum hefði verið vikið úr keppni. DV greindi fyrst íslenskra miðla frá málinu. Í yfirlýsingu frá SVT segir að skipuleggjendur hafi ekki verið meðvitaðir um að dómsmál væri nú rekið á hendur Flinck fyrr en þeim var bent á það um síðustu helgi. Segir konuna hafa flautað tíu sinnum Kona stefndi Flinck í fyrra og sakaði hann um að hafa hótað sér og unnið skemmdarverk á bíl hennar í miðbæ Varberg í maí síðastliðnum. Hún heldur því fram að bíll, í hverjum Flinck var farþegi, hafi tekið fram úr henni þar sem hún ók eftir þröngri götu. Hún hafi flautað á bílinn og Flinck hafi þá rokið út, lamið fast í vélarhlíf á bílnum hennar svo skemmdir urðu á honum og haft í hótunum við hana. Finck hefur gengist við því að hafa valdið tjóni á bíl konunnar. Hann heldur því þó fram að konan hafi flautað tíu sinnum á sig og samferðamann sinn, auk þess sem hún og maður sem hún var með hafi verið afar ókurteis. Hann á yfir höfði sér sekt verði hann fundinn sekur í málinu. Flinck ræddi málið við sænska dagblaðið Expressen í vikunni og kvaðst hafa verið afar vonsvikin með ákvörðun SVT. Hann hefði varið miklum tíma í æfingar á laginu og sá fram á að skila af sér flottu atriði í Melodifestivalen á laugardag. Strax á mánudag var nýr flytjandi fenginn til að flytja lag Flinck, Miraklernas tid, í undankeppninni. Sá útvaldi er Jan Johansen, tónlistarmaður og gömul Eurovisionkempa. Hann hefur alls tekið fjórum sinnum þátt í undankeppninni og var valinn fulltrúi Svíþjóðar í aðalkeppninni árið 1995 með lagið Look at Me. Hann hafnaði í þriðja sæti, á eftir framlagi Noregs og Spánar. Vefsíðan Eurovision World er ekki bjartsýn á gott gengi Johansen í Melodifestivalen og spáir honum 23. sæti af alls 25 framlögum.
Eurovision Svíþjóð Tónlist Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira