Fólk í sóttkví má fara á rúntinn en ekki stoppa í bílalúgu Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 17:00 Fólk sem þarf að undirgangast sóttkví er hvatt til að fá vini og vandamenn til að aðstoða við aðföng eða styðjast við heimsendingarþjónustu. Þá sé mikilvægt að skilja mat og aðrar vistir eftir fyrir utan. Getty/kmatija Landlæknir hefur sent frá sér leiðbeiningar um hvernig skal standa að sóttkví í heimahúsum vegna útbreiðslu nýju kórónaveirunnar 2019-nCov. Þar segir til útskýringar að sóttkví sé notuð þegar einstaklingur hefur mögulega smitast af sjúkdómi en er ekki ennþá veikur sjálfur. Sóttkví vegna kórónaveirunnar sé 14 dagar frá síðustu mögulegu smitum eða þar til einkenni koma fram. Þetta á til dæmis við um Stefán Úlfarsson og fjölskyldu sem Vísir fjallaði um fyrr í dag.Leiðbeiningar landlæknis telja þrjár síður og voru birtar í dag. Í leiðbeiningunum segir að einstaklingar sem hafa heimsótt Kína á undanförnum tveimur vikum, eða hafa umgengist einhvern smitaðan af hinni svokölluðu Wuhan-kórónaveiru, þurfi að setja í sóttkví. Þeim er gert að halda sig heima og halda beinum samskiptum sínum við einstaklinga í lágmarki. Í fyrirmælum landlæknis er útlistað hvaða hegðun telst æskileg meðan á sóttkvínni stendur. Til að mynda má einstaklingur í sóttkví ekki: Fara út af heimili nema brýna nauðsyn beri til, eins og að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu Nota almenningssamgöngur eða leigubíla. Fara í vinnu eða skóla Ekki fara á mannamót; eins og vinnufundi, samkomur vinnufélaga, samkomur stéttarfélaga, fermingar, jarðarfarir, saumaklúbba, kóræfingar eða tónleika. Fara á staði þar sem margir koma saman; t.d. líkamsræktarstöðvar, apótek, matvöruverslanir, pósthús, banka, sundlaugar, leikhús, kvikmyndahús eða verslunarmiðstöðvar. Dvelja í sameiginlegum rýmum fjölbýlishúsa, s.s. stigagöngum, þvottahúsum eða sameiginlegum görðum/útivistarsvæðum Taka á móti gestum. Hins vegar mega einstaklingar í sóttkví: Fara út á svalir eða í garð við heimilið. Ef aðrir eru þar líka þarf sá sem er í sóttkví hins vegar að halda sig í a.m.k. 1 metra fjarlægð. Fara í gönguferðir, en þarf að halda sig í a.m.k. 1 metra fjarlægð frá öðrum vegfarendum. Fara í bíltúr en má ekki eiga samskipti við aðra í návígi, eins og í bílalúgu. Fara út með ruslið. Þá þarf hins vegar að huga vel að hreinlæti „og gjarnan strjúka yfir handföng með 70% spritti eða öðru sótthreinsandi efni eftir snertingu.“ Sem fyrr segir er sóttkví vegna 2019-nCoV 14 dagar frá síðustu mögulegu smitun eða þar til einkenni koma fram. Ef einkenni koma fram og sýking verið staðfest með sýnatöku er viðkomandi í einangrun þar til 10 dögum eftir að hiti hverfur.Leiðbeiningar landlæknis má nálgast í heild hér. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjórtán daga sóttkví fyrir Íslendinga sem koma frá Kína Almannavarnir hvetja fyrirtæki og stofnanir til að uppfæra viðbragðsáætlanir til að reikna með allt að helmings afföllum starfsmanna vegna Wuhan-kórónaveirunnar. 5. febrúar 2020 14:00 Íslensk fjölskylda súr í sóttkví meðan kínverskir ferðamenn valsa vandkvæðalaust um Íslensk kínversk fjölskylda er á öðrum degi í sóttkví hér á landi eftir komuna til Íslands frá Kína. Ástæðan er tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar hér á landi. 6. febrúar 2020 14:45 Wuhan-veiran: Kínverskir ferðamenn þurfa ekki sóttkví á Íslandi Ferðamenn frá Kína þurfa ekki að fara í einangrun vegna Wuhan-veirunnar, við komu hingað til lands. Íslendingar sem ferðast hafa til Kína, og koma heim, eru hins vegar beðnir að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu til að hindra möguleg smit. 5. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Landlæknir hefur sent frá sér leiðbeiningar um hvernig skal standa að sóttkví í heimahúsum vegna útbreiðslu nýju kórónaveirunnar 2019-nCov. Þar segir til útskýringar að sóttkví sé notuð þegar einstaklingur hefur mögulega smitast af sjúkdómi en er ekki ennþá veikur sjálfur. Sóttkví vegna kórónaveirunnar sé 14 dagar frá síðustu mögulegu smitum eða þar til einkenni koma fram. Þetta á til dæmis við um Stefán Úlfarsson og fjölskyldu sem Vísir fjallaði um fyrr í dag.Leiðbeiningar landlæknis telja þrjár síður og voru birtar í dag. Í leiðbeiningunum segir að einstaklingar sem hafa heimsótt Kína á undanförnum tveimur vikum, eða hafa umgengist einhvern smitaðan af hinni svokölluðu Wuhan-kórónaveiru, þurfi að setja í sóttkví. Þeim er gert að halda sig heima og halda beinum samskiptum sínum við einstaklinga í lágmarki. Í fyrirmælum landlæknis er útlistað hvaða hegðun telst æskileg meðan á sóttkvínni stendur. Til að mynda má einstaklingur í sóttkví ekki: Fara út af heimili nema brýna nauðsyn beri til, eins og að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu Nota almenningssamgöngur eða leigubíla. Fara í vinnu eða skóla Ekki fara á mannamót; eins og vinnufundi, samkomur vinnufélaga, samkomur stéttarfélaga, fermingar, jarðarfarir, saumaklúbba, kóræfingar eða tónleika. Fara á staði þar sem margir koma saman; t.d. líkamsræktarstöðvar, apótek, matvöruverslanir, pósthús, banka, sundlaugar, leikhús, kvikmyndahús eða verslunarmiðstöðvar. Dvelja í sameiginlegum rýmum fjölbýlishúsa, s.s. stigagöngum, þvottahúsum eða sameiginlegum görðum/útivistarsvæðum Taka á móti gestum. Hins vegar mega einstaklingar í sóttkví: Fara út á svalir eða í garð við heimilið. Ef aðrir eru þar líka þarf sá sem er í sóttkví hins vegar að halda sig í a.m.k. 1 metra fjarlægð. Fara í gönguferðir, en þarf að halda sig í a.m.k. 1 metra fjarlægð frá öðrum vegfarendum. Fara í bíltúr en má ekki eiga samskipti við aðra í návígi, eins og í bílalúgu. Fara út með ruslið. Þá þarf hins vegar að huga vel að hreinlæti „og gjarnan strjúka yfir handföng með 70% spritti eða öðru sótthreinsandi efni eftir snertingu.“ Sem fyrr segir er sóttkví vegna 2019-nCoV 14 dagar frá síðustu mögulegu smitun eða þar til einkenni koma fram. Ef einkenni koma fram og sýking verið staðfest með sýnatöku er viðkomandi í einangrun þar til 10 dögum eftir að hiti hverfur.Leiðbeiningar landlæknis má nálgast í heild hér.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjórtán daga sóttkví fyrir Íslendinga sem koma frá Kína Almannavarnir hvetja fyrirtæki og stofnanir til að uppfæra viðbragðsáætlanir til að reikna með allt að helmings afföllum starfsmanna vegna Wuhan-kórónaveirunnar. 5. febrúar 2020 14:00 Íslensk fjölskylda súr í sóttkví meðan kínverskir ferðamenn valsa vandkvæðalaust um Íslensk kínversk fjölskylda er á öðrum degi í sóttkví hér á landi eftir komuna til Íslands frá Kína. Ástæðan er tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar hér á landi. 6. febrúar 2020 14:45 Wuhan-veiran: Kínverskir ferðamenn þurfa ekki sóttkví á Íslandi Ferðamenn frá Kína þurfa ekki að fara í einangrun vegna Wuhan-veirunnar, við komu hingað til lands. Íslendingar sem ferðast hafa til Kína, og koma heim, eru hins vegar beðnir að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu til að hindra möguleg smit. 5. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Fjórtán daga sóttkví fyrir Íslendinga sem koma frá Kína Almannavarnir hvetja fyrirtæki og stofnanir til að uppfæra viðbragðsáætlanir til að reikna með allt að helmings afföllum starfsmanna vegna Wuhan-kórónaveirunnar. 5. febrúar 2020 14:00
Íslensk fjölskylda súr í sóttkví meðan kínverskir ferðamenn valsa vandkvæðalaust um Íslensk kínversk fjölskylda er á öðrum degi í sóttkví hér á landi eftir komuna til Íslands frá Kína. Ástæðan er tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar hér á landi. 6. febrúar 2020 14:45
Wuhan-veiran: Kínverskir ferðamenn þurfa ekki sóttkví á Íslandi Ferðamenn frá Kína þurfa ekki að fara í einangrun vegna Wuhan-veirunnar, við komu hingað til lands. Íslendingar sem ferðast hafa til Kína, og koma heim, eru hins vegar beðnir að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu til að hindra möguleg smit. 5. febrúar 2020 18:30