Innlent

Ógnaði öðrum með keðju

Samúel Karl Ólason skrifar
Nokkur útköll voru vegna hávaða frá samkvæmum og voru þau öll afgreidd á vettvangi.
Nokkur útköll voru vegna hávaða frá samkvæmum og voru þau öll afgreidd á vettvangi. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í gærkvöldi tilkynningu um mann sem ógnaði öðrum og var sveiflandi keðju. Lögregluþjónar færðu manninn á lögreglustöð og var honum sleppt að lokinni skýrslutöku, samkvæmt dagbók lögreglunnar. Þar segir einnig að skömmu fyrir tíu hafi borist tilkynning um vinnuslys við Reykjavíkurhöfn. Maður hafi orðið fyrir lyftara og mögulega fótbrotnað. Sá var fluttur á sjúkrahús.

Nokkur tilvik þar sem þjófnaður átti sér stað rötuðu einnig á borð lögreglu. Í einu tilviki var grilli stolið úr garði í Skerjafirði og er ekki vitað hver framdi þann glæp. Þá var kona í annarlegu ástandi handtekin um klukkan tvö í nótt vegna þjófnaðar. Hún var vistuð í fangageymslu sökum ástands.

Nokkur útköll voru vegna hávaða frá samkvæmum og voru þau öll afgreidd á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×