Fylgist með reykspúandi Etnu út um hótelgluggann og hugsar heim til Þorbjarnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. janúar 2020 14:45 Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. Vísir/vilhelm Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir jarðhræringar á Reykjanesskaga síðustu daga ekki hafa komið sér á óvart. Þorvaldur lýsti því í viðtali við Vísi fyrir rúmu ári, þegar hann vann við rannsóknir á eldgosavá á Reykjanesi, að svæðið væri „komið á tíma“. Þá vill svo til að Þorvaldur, ásamt fjölda íslenskra jarðvísindamanna, er staddur á eldfjallaráðstefnu á Sikiley – einmitt þegar óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga. Sjá einnig: Reykjanesskagi „kominn á tíma“ og búast má við eldgosi hvenær sem er Óvissustigi almannavarna var lýst yfir á sunnudag. Óvenjuhratt landris hefur mælst við Þorbjörn í um átta daga og töluverð skjálftavirkni hefur verið á svæðinu, sem jarðvísindamenn hafa sagt að geti verið undanfari eldgoss. Heildarlandris nálgast nú fjóra sentimetra, samkvæmt nýjustu mælingum. Þá eru engin merki um að kvika sé komin nálægt yfirborði en talið er að hún safnist saman á um fjögurra til níu kílómetra dýpi. Þorbjörn við Grindavík hefur verið töluvert í umræðunni síðustu daga vegna mögulegs kvikuinnskots við fjallið.Vísir/Vilhelm Búinn að eiga von á þessu lengi Eins og áður segir ræddi Þorvaldur eldgosavá á Reykjanesi í ítarlegu viðtali við Vísi haustið 2018. Þar sagði hann m.a. að eldgos gæti orðið hvað úr hverju á Reykjanesskaga og svæðið væri „komið á tíma“. Þá benti hann á að öll byggðalög á Reykjanesi væru nokkuð berskjölduð gagnvart eldsumbrotum en benti sérstaklega á Grindavík í því samhengi. Það er því líklega óhætt að segja að óróinn á Reykjanesi nú hafi ekki komið aftan að Þorvaldi. „Nei, það er kannski ekki hægt að segja að þetta komi manni á óvart. Maður er búinn að eiga von á þessu dálítið lengi en aftur á móti vissi maður ekki hvenær þetta myndi skella á. En Reykjanesið er löngu komið á tíma,“ segir Þorvaldur í samtali við Vísi. „Það sem kom mér enn þá minna á óvart er staðsetningin. Hún fylgir alveg þeirri spá sem við vorum með út frá hættumatinu.“ Kort af vesturhluta Reykjanesskaga sem sýnir heit svæði (rauð) þar sem mestar líkur eru taldar á eldsuppkomu í náinni framtíð. Einnig eru sýndir helstu byggðarkjarnar svæðisins (Heimild: MS-ritgerð Þóru B. Andrésdóttur, 2018). Þegar Vísir ræddi við Þorvald árið 2018 var hann að vinna að gerð reiknilíkans og hættumats vegna jarðvár á Reykjanesi ásamt eldgosa- og náttúruvárhópi jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Sú vinna hafði þá staðið yfir í þrjú ár og matið lá fyrir árið 2018. „Þegar við vorum að meta hættuna á eldgosum á Reykjanesi, þá var þetta svæði þar sem óróinn er núna, þetta kvikuinnskot, það er inni á einu af þessum stærri, rauðu svæðum sem við töldum að væri mest hætta á að svona atburðir gætu skeð á,“ segir Þorvaldur. Inntur eftir því hvort reiknilíkan hópsins, og það sem Þorvaldur kallaði á sínum tíma „verkfærakistu“ til að bregðast við eldgosi, geti komið að góðum notum nú segir Þorvaldur ýmiss konar vinnu í gangi. „Sá þáttur sem er búinn í þessari vinnu er að reyna að meta hver séu líklegustu svæðin þar sem eldsuppkoma getur orðið. En við erum núna í verkefni sem kallast EVE og þar erum við að leggja lokahönd á að ganga frá verkfæraboxinu sjálfu,“ segir Þorvaldur. „Þegar það er komið í gagnið er hægt, á tiltölulega auðveldan hátt, að meta hraunflæði og annað. En við getum svo sem gert það, og erum að því, núna. Einn af okkar starfsmönnum er að „módelera“ hugsanlegt hraunflæði frá gosi á þessu svæði, gera líkan af því. Ekki til þess að sjá hvert hraunið fer eða hversu mikil útbreiðsla verður heldur að reyna að átta sig á því hversu mikinn viðbragðstíma fólk hefði miðað við mismunandi upptakastaði, bæði í kringum Bláa lónið og eins í Grindavík.“ Þá segir Þorvaldur að erfitt sé að segja til um framhaldið. Það mikilvægasta í stöðunni nú sé að fylgjast náið með þróun mála á Reykjanesi. „Þetta er náttúrulega viðkvæmt svæði að því leyti til að það er fólk sem býr þarna, og hinum megin við Þorbjörninn er vinsælasti ferðamannastaður landsins. Þannig að það er töluverður fjöldi af fólki þarna inni á þessu svæði á hverjum einasta degi. Eins og aðrir vísindamenn hafa sagt þá er mjög mikilvægt að fylgjast náið með framgangi mála og gera allt sem við getum gert til að sjá til þess að við getum varað fólk við eins fljótt og auðið er. En svo vonar maður auðvitað að þetta verði ekki að neinu.“ Hlaupa fram og til baka Svo vill til að þegar Vísir náði tali af Þorvaldi var hann staddur á Sikiley ásamt „góðum og frómum“ hópi íslenskra jarðvísindamanna. Ráðstefna undir merkjum EuroVolc var sett í byrjun vikunnar – einmitt þegar óvissustigi var lýst yfir vegna kvikusöfnunar við Þorbjörn. „Það er verið að bæta samskipti og samvinnu þeirra sem eru í rannsóknum og eftirliti á eldfjöllum í Evrópu. Þetta er samhæfingarverkefni og það þýðir það náttúrulega að hér eru margir Íslendingar sem venjulega eru þá að fylgjast með virkni á Íslandi,“ segir Þorvaldur, sem áætlar að íslenski hópurinn telji um fimmtán til tuttugu manns. Etna er eitt virkasta eldfjall heims, og stærsta, virka eldfjall Evrópu. Hér sést Etna í vetrarbúning.Vísir/Getty „Við vorum ekki fyrr lent á Sikiley en að við fengum þetta yfir okkur. En þetta gengur svona stundum. Aftur á móti fer ekkert að gjósa fyrr en við komum heim,“ segir Þorvaldur kíminn. Ráðstefnunni lýkur á morgun, föstudag, en íslensku sérfræðingarnir hafa margir hringt sig inn á Skype-fundi um stöðuna á Reykjanesi í vikunni. „Maður hleypur svona fram og til baka,“ segir Þorvaldur. Þá sé ákveðin sárabót fólgin í því að geta litið út um gluggann og virt fyrir sér eitt af virkustu eldfjöllum heims. „Ég fæ Etnu í staðinn. Hún er ekki alveg eins góð og íslensku eldfjöllin en við verðum að láta hana duga í bili, út þessa viku. Ég horfi á Etnu beint í gegnum hótelgluggann og hún sendir frá sér smá reyk.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Líklegt að fyrirvari á eldgosi verði nokkrar klukkustundir Kvikan sem er að valda landrisinu í Eldvörpum og Svartsengi er núna talin vera á þriggja til fjögurra kílómetra dýpi. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur líklegt að hægt verði að vara við eldgosi með nokkurra klukkustunda fyrirvara. 29. janúar 2020 11:57 Telja kvikuna vera á fjögurra til níu kílómetra dýpi Vestan við fjallið Þorbjörn hefur verið óvenju hratt landris í um átta daga eða um þrír til fjórir millimetrar á dag. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringanna. 30. janúar 2020 11:06 Reykjanesskagi „kominn á tíma“ og búast má við eldgosi hvenær sem er Eldgos gæti orðið hvað úr hverju á Reykjanesskaga, að sögn Þorvalds Þórðarsonar, eldfjallafræðings, sem rannsakað hefur náttúruvá á svæðinu undanfarin þrjú ár ásamt samstarfsfólki sínu. 5. október 2018 13:00 Lítil skjálftavirkni í grennd við Grindavík í nótt Lítil skjálftavirkni var í grennd við Grindavík í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 30. janúar 2020 07:56 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir jarðhræringar á Reykjanesskaga síðustu daga ekki hafa komið sér á óvart. Þorvaldur lýsti því í viðtali við Vísi fyrir rúmu ári, þegar hann vann við rannsóknir á eldgosavá á Reykjanesi, að svæðið væri „komið á tíma“. Þá vill svo til að Þorvaldur, ásamt fjölda íslenskra jarðvísindamanna, er staddur á eldfjallaráðstefnu á Sikiley – einmitt þegar óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga. Sjá einnig: Reykjanesskagi „kominn á tíma“ og búast má við eldgosi hvenær sem er Óvissustigi almannavarna var lýst yfir á sunnudag. Óvenjuhratt landris hefur mælst við Þorbjörn í um átta daga og töluverð skjálftavirkni hefur verið á svæðinu, sem jarðvísindamenn hafa sagt að geti verið undanfari eldgoss. Heildarlandris nálgast nú fjóra sentimetra, samkvæmt nýjustu mælingum. Þá eru engin merki um að kvika sé komin nálægt yfirborði en talið er að hún safnist saman á um fjögurra til níu kílómetra dýpi. Þorbjörn við Grindavík hefur verið töluvert í umræðunni síðustu daga vegna mögulegs kvikuinnskots við fjallið.Vísir/Vilhelm Búinn að eiga von á þessu lengi Eins og áður segir ræddi Þorvaldur eldgosavá á Reykjanesi í ítarlegu viðtali við Vísi haustið 2018. Þar sagði hann m.a. að eldgos gæti orðið hvað úr hverju á Reykjanesskaga og svæðið væri „komið á tíma“. Þá benti hann á að öll byggðalög á Reykjanesi væru nokkuð berskjölduð gagnvart eldsumbrotum en benti sérstaklega á Grindavík í því samhengi. Það er því líklega óhætt að segja að óróinn á Reykjanesi nú hafi ekki komið aftan að Þorvaldi. „Nei, það er kannski ekki hægt að segja að þetta komi manni á óvart. Maður er búinn að eiga von á þessu dálítið lengi en aftur á móti vissi maður ekki hvenær þetta myndi skella á. En Reykjanesið er löngu komið á tíma,“ segir Þorvaldur í samtali við Vísi. „Það sem kom mér enn þá minna á óvart er staðsetningin. Hún fylgir alveg þeirri spá sem við vorum með út frá hættumatinu.“ Kort af vesturhluta Reykjanesskaga sem sýnir heit svæði (rauð) þar sem mestar líkur eru taldar á eldsuppkomu í náinni framtíð. Einnig eru sýndir helstu byggðarkjarnar svæðisins (Heimild: MS-ritgerð Þóru B. Andrésdóttur, 2018). Þegar Vísir ræddi við Þorvald árið 2018 var hann að vinna að gerð reiknilíkans og hættumats vegna jarðvár á Reykjanesi ásamt eldgosa- og náttúruvárhópi jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Sú vinna hafði þá staðið yfir í þrjú ár og matið lá fyrir árið 2018. „Þegar við vorum að meta hættuna á eldgosum á Reykjanesi, þá var þetta svæði þar sem óróinn er núna, þetta kvikuinnskot, það er inni á einu af þessum stærri, rauðu svæðum sem við töldum að væri mest hætta á að svona atburðir gætu skeð á,“ segir Þorvaldur. Inntur eftir því hvort reiknilíkan hópsins, og það sem Þorvaldur kallaði á sínum tíma „verkfærakistu“ til að bregðast við eldgosi, geti komið að góðum notum nú segir Þorvaldur ýmiss konar vinnu í gangi. „Sá þáttur sem er búinn í þessari vinnu er að reyna að meta hver séu líklegustu svæðin þar sem eldsuppkoma getur orðið. En við erum núna í verkefni sem kallast EVE og þar erum við að leggja lokahönd á að ganga frá verkfæraboxinu sjálfu,“ segir Þorvaldur. „Þegar það er komið í gagnið er hægt, á tiltölulega auðveldan hátt, að meta hraunflæði og annað. En við getum svo sem gert það, og erum að því, núna. Einn af okkar starfsmönnum er að „módelera“ hugsanlegt hraunflæði frá gosi á þessu svæði, gera líkan af því. Ekki til þess að sjá hvert hraunið fer eða hversu mikil útbreiðsla verður heldur að reyna að átta sig á því hversu mikinn viðbragðstíma fólk hefði miðað við mismunandi upptakastaði, bæði í kringum Bláa lónið og eins í Grindavík.“ Þá segir Þorvaldur að erfitt sé að segja til um framhaldið. Það mikilvægasta í stöðunni nú sé að fylgjast náið með þróun mála á Reykjanesi. „Þetta er náttúrulega viðkvæmt svæði að því leyti til að það er fólk sem býr þarna, og hinum megin við Þorbjörninn er vinsælasti ferðamannastaður landsins. Þannig að það er töluverður fjöldi af fólki þarna inni á þessu svæði á hverjum einasta degi. Eins og aðrir vísindamenn hafa sagt þá er mjög mikilvægt að fylgjast náið með framgangi mála og gera allt sem við getum gert til að sjá til þess að við getum varað fólk við eins fljótt og auðið er. En svo vonar maður auðvitað að þetta verði ekki að neinu.“ Hlaupa fram og til baka Svo vill til að þegar Vísir náði tali af Þorvaldi var hann staddur á Sikiley ásamt „góðum og frómum“ hópi íslenskra jarðvísindamanna. Ráðstefna undir merkjum EuroVolc var sett í byrjun vikunnar – einmitt þegar óvissustigi var lýst yfir vegna kvikusöfnunar við Þorbjörn. „Það er verið að bæta samskipti og samvinnu þeirra sem eru í rannsóknum og eftirliti á eldfjöllum í Evrópu. Þetta er samhæfingarverkefni og það þýðir það náttúrulega að hér eru margir Íslendingar sem venjulega eru þá að fylgjast með virkni á Íslandi,“ segir Þorvaldur, sem áætlar að íslenski hópurinn telji um fimmtán til tuttugu manns. Etna er eitt virkasta eldfjall heims, og stærsta, virka eldfjall Evrópu. Hér sést Etna í vetrarbúning.Vísir/Getty „Við vorum ekki fyrr lent á Sikiley en að við fengum þetta yfir okkur. En þetta gengur svona stundum. Aftur á móti fer ekkert að gjósa fyrr en við komum heim,“ segir Þorvaldur kíminn. Ráðstefnunni lýkur á morgun, föstudag, en íslensku sérfræðingarnir hafa margir hringt sig inn á Skype-fundi um stöðuna á Reykjanesi í vikunni. „Maður hleypur svona fram og til baka,“ segir Þorvaldur. Þá sé ákveðin sárabót fólgin í því að geta litið út um gluggann og virt fyrir sér eitt af virkustu eldfjöllum heims. „Ég fæ Etnu í staðinn. Hún er ekki alveg eins góð og íslensku eldfjöllin en við verðum að láta hana duga í bili, út þessa viku. Ég horfi á Etnu beint í gegnum hótelgluggann og hún sendir frá sér smá reyk.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Líklegt að fyrirvari á eldgosi verði nokkrar klukkustundir Kvikan sem er að valda landrisinu í Eldvörpum og Svartsengi er núna talin vera á þriggja til fjögurra kílómetra dýpi. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur líklegt að hægt verði að vara við eldgosi með nokkurra klukkustunda fyrirvara. 29. janúar 2020 11:57 Telja kvikuna vera á fjögurra til níu kílómetra dýpi Vestan við fjallið Þorbjörn hefur verið óvenju hratt landris í um átta daga eða um þrír til fjórir millimetrar á dag. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringanna. 30. janúar 2020 11:06 Reykjanesskagi „kominn á tíma“ og búast má við eldgosi hvenær sem er Eldgos gæti orðið hvað úr hverju á Reykjanesskaga, að sögn Þorvalds Þórðarsonar, eldfjallafræðings, sem rannsakað hefur náttúruvá á svæðinu undanfarin þrjú ár ásamt samstarfsfólki sínu. 5. október 2018 13:00 Lítil skjálftavirkni í grennd við Grindavík í nótt Lítil skjálftavirkni var í grennd við Grindavík í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 30. janúar 2020 07:56 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Líklegt að fyrirvari á eldgosi verði nokkrar klukkustundir Kvikan sem er að valda landrisinu í Eldvörpum og Svartsengi er núna talin vera á þriggja til fjögurra kílómetra dýpi. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur líklegt að hægt verði að vara við eldgosi með nokkurra klukkustunda fyrirvara. 29. janúar 2020 11:57
Telja kvikuna vera á fjögurra til níu kílómetra dýpi Vestan við fjallið Þorbjörn hefur verið óvenju hratt landris í um átta daga eða um þrír til fjórir millimetrar á dag. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringanna. 30. janúar 2020 11:06
Reykjanesskagi „kominn á tíma“ og búast má við eldgosi hvenær sem er Eldgos gæti orðið hvað úr hverju á Reykjanesskaga, að sögn Þorvalds Þórðarsonar, eldfjallafræðings, sem rannsakað hefur náttúruvá á svæðinu undanfarin þrjú ár ásamt samstarfsfólki sínu. 5. október 2018 13:00
Lítil skjálftavirkni í grennd við Grindavík í nótt Lítil skjálftavirkni var í grennd við Grindavík í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 30. janúar 2020 07:56