Þjónusta verði ekki skert þrátt fyrir framúrkeyrslu Vegagerðarinnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. janúar 2020 15:15 Mikillar vetrarþjónustu hefur verið þörf í vetur. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, hefur beðið Vegagerðina um að skoða hvernig best verði brugðist við hallarekstri á vetrarþjónustu stofnunarinnar. Þrátt fyrir framúrkeyrslu á fjárheimildum sé ótækt að skera niður, í ljósi erfiðs vetrar sem gengið hefur yfir landið. Arna Lára Jónsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, lagði fram fyrirspurn um málið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Fyrirspurnin sneri að fréttum um að Vegagerðin yrði að skera vetrarþjónustu sína niður um 10 prósent, en halda uppi sömu þjónustu og hefur verið boðið upp á hingað til. Í upphafi árs var halli á rekstri vetrarþjónustu Vegagerðarinnar um einn milljarður króna. Kostnaður við þjónustuna hefur á síðustu fimm árum verið 3-4 milljarðar ár hvert. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Þá var áætlaður kostnaður fyrir síðasta ár þrír milljarðar, auk þess sem 180 milljónum var veitt í viðbótarkostnað vegna ofsaveðursins sem gekk yfir landið í desember síðastliðnum. „Það er ekkert óeðlilegt að á öllum hliðum hjá hinu opinbera sé einhvers konar aðhald þannig að menn fari vel með fé. En hins vegar er ég sammála hv. Þingmanni [Örnu Láru] að við núverandi aðstæður, eins og veturinn hefur verið í vetur, getum við ekki farið að skerða þjónustu á þessum tíma. Ég hef beðið Vegagerðina að fara vel yfir þessa hluti en auðvitað þarf Vegagerðin eins og allar aðrar stofnanir ríkisins að standast fjárlög“ sagði Sigurður Ingi á Alþingi í dag. Ráðuneyti hans muni nú taka til skoðunar hvort hægt verði að brúa bilið með því að sækja fjármuni af viðhaldi eða nýframkvæmdum eða óska eftir hærri upphæðum til málaflokksins við Alþingi, í þágu samgangna í landinu. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.Vísir/Vihelm Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Samgöngur Veður Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Fleiri fréttir Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, hefur beðið Vegagerðina um að skoða hvernig best verði brugðist við hallarekstri á vetrarþjónustu stofnunarinnar. Þrátt fyrir framúrkeyrslu á fjárheimildum sé ótækt að skera niður, í ljósi erfiðs vetrar sem gengið hefur yfir landið. Arna Lára Jónsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, lagði fram fyrirspurn um málið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Fyrirspurnin sneri að fréttum um að Vegagerðin yrði að skera vetrarþjónustu sína niður um 10 prósent, en halda uppi sömu þjónustu og hefur verið boðið upp á hingað til. Í upphafi árs var halli á rekstri vetrarþjónustu Vegagerðarinnar um einn milljarður króna. Kostnaður við þjónustuna hefur á síðustu fimm árum verið 3-4 milljarðar ár hvert. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Þá var áætlaður kostnaður fyrir síðasta ár þrír milljarðar, auk þess sem 180 milljónum var veitt í viðbótarkostnað vegna ofsaveðursins sem gekk yfir landið í desember síðastliðnum. „Það er ekkert óeðlilegt að á öllum hliðum hjá hinu opinbera sé einhvers konar aðhald þannig að menn fari vel með fé. En hins vegar er ég sammála hv. Þingmanni [Örnu Láru] að við núverandi aðstæður, eins og veturinn hefur verið í vetur, getum við ekki farið að skerða þjónustu á þessum tíma. Ég hef beðið Vegagerðina að fara vel yfir þessa hluti en auðvitað þarf Vegagerðin eins og allar aðrar stofnanir ríkisins að standast fjárlög“ sagði Sigurður Ingi á Alþingi í dag. Ráðuneyti hans muni nú taka til skoðunar hvort hægt verði að brúa bilið með því að sækja fjármuni af viðhaldi eða nýframkvæmdum eða óska eftir hærri upphæðum til málaflokksins við Alþingi, í þágu samgangna í landinu. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.Vísir/Vihelm
Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Samgöngur Veður Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Fleiri fréttir Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Sjá meira