Deildu um lögþvingun Erla Björg Gunnarsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 30. janúar 2020 20:49 Sveitarstjórnarráðherra segir suma þingmenn misskilja þingsályktunartillögu um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga. Ekki sé um lögþvingun að ræða enda hafi tillagan verið unnin í náinni samvinnu við sveitarfélög og þau hafi tíma til að aðlaga sig. Í gær var þingsályktunartillaga um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga samþykkt á Alþingi. Þingmenn Flokks fólksins, Pírata og Miðflokksins greiddu atkvæði gegn tillögunni ásamt þremur stjórnarþingmönnum. Í dag setti Inga Sæland málið á dagskrá í óundirbúnum fyrirspurnum. Sagði hún ólýðræðislegt að sveitarfélög fái ekki að stjórna sameiningu sjálf, að hver og einni íbúi eigi að hafa sitt um málið að segja eins og í lýðræðisríki sæmi. Spurði hún ráðherra hvort honum þætti sjálfsagt að lögþvinga sveitarfélag í sameiningu, á þeirri forsendu að þau séu ekki sjálfbær. „En nú þekkjum við lítil sveitarfélög sem eru sjálfbær og geta rekið sig sjálf og kæra sig ekki um sameiningu. Á sama tíma og við erum að horfast í augu við það hér, að það eigi í rauninni að lögþvinga þau í slíka aðgerð,“ sagði Inga Sæland. Sigurður Ingi sagði þingmenn hafa misskilið málið eins og komið hafi fram í afstöðu þeirra og atkvæðaskýringum í gær. Tillagan sé unnin í nánu samráði við sveitarfélögin og yfir langan tíma. Stór og afgerandi hluti sveitarfélaga hafi stutt tillöguna. Mikilvægt sé að sveitarstjórnarstigið sé öflugt og geti tekist á við verkefnin sem löggjafinn feli þeim. „Ég tel að þetta sé ekki lögþvingað. Menn hafa talsverðan tíma til þess að koma til móts við þetta og svo í frumvarpssmíðinni verður tekið tillit til þeirra athugasemda sem koma fram hjá þinginu og birtust í gær,“ sagði Sigurður Ingi. Alþingi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Sveitarstjórnarráðherra segir suma þingmenn misskilja þingsályktunartillögu um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga. Ekki sé um lögþvingun að ræða enda hafi tillagan verið unnin í náinni samvinnu við sveitarfélög og þau hafi tíma til að aðlaga sig. Í gær var þingsályktunartillaga um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga samþykkt á Alþingi. Þingmenn Flokks fólksins, Pírata og Miðflokksins greiddu atkvæði gegn tillögunni ásamt þremur stjórnarþingmönnum. Í dag setti Inga Sæland málið á dagskrá í óundirbúnum fyrirspurnum. Sagði hún ólýðræðislegt að sveitarfélög fái ekki að stjórna sameiningu sjálf, að hver og einni íbúi eigi að hafa sitt um málið að segja eins og í lýðræðisríki sæmi. Spurði hún ráðherra hvort honum þætti sjálfsagt að lögþvinga sveitarfélag í sameiningu, á þeirri forsendu að þau séu ekki sjálfbær. „En nú þekkjum við lítil sveitarfélög sem eru sjálfbær og geta rekið sig sjálf og kæra sig ekki um sameiningu. Á sama tíma og við erum að horfast í augu við það hér, að það eigi í rauninni að lögþvinga þau í slíka aðgerð,“ sagði Inga Sæland. Sigurður Ingi sagði þingmenn hafa misskilið málið eins og komið hafi fram í afstöðu þeirra og atkvæðaskýringum í gær. Tillagan sé unnin í nánu samráði við sveitarfélögin og yfir langan tíma. Stór og afgerandi hluti sveitarfélaga hafi stutt tillöguna. Mikilvægt sé að sveitarstjórnarstigið sé öflugt og geti tekist á við verkefnin sem löggjafinn feli þeim. „Ég tel að þetta sé ekki lögþvingað. Menn hafa talsverðan tíma til þess að koma til móts við þetta og svo í frumvarpssmíðinni verður tekið tillit til þeirra athugasemda sem koma fram hjá þinginu og birtust í gær,“ sagði Sigurður Ingi.
Alþingi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira