Arngrímur játaði ólöglegar veiðar í Namibíu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. janúar 2020 16:42 Arngrímur Brynjólfsson skipstjóri þegar hann var leiddur fyrir dómara í nóvember. Namibian Broadcasting Corporation Arngrímur Brynjólfsson, íslensku skipstjóri sem siglt hefur fyrir Samherja í Namibíu um árabil, játaði í dag að hafa staðið að ólöglegum veiðum á skipinu Heinaste fyrir dómstóli í Namibíu. New Era Newspaper í Namibíu greinir frá og þar segir að refsing Arngríms verði ákveðin á miðvikudaginn. Arngrímur gengur laus gegn tryggingu sem hljóðar upp á 830 þúsund íslenskar krónur. Honum hefur verið skylt að tilkynna sig til lögreglu ytra á þriggja vikna fresti á meðan rannsókn hefur staðið. Skipið Heineste er í eigu namibísks félags sem íslenska útgerðarfélagið Samherji er stór hluthafi í. Arngrímur var handtekinn þann 20. nóvember síðastliðinn ásamt rússneskum skipstjóra. Voru þeir grunaðir um ólöglegar veiðar á hrygningarsvæðum undan ströndum Namibíu. Handtakan kom í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar tengd Samherja en Arngrímur sigldi um árabil skipum fyrir sjávarútvegsfyrirtækið. „Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum,“ sagði Arngrímur í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlun eftir handtökuna. Icelandic captain Arngrimur Brynjolfsonn of Samherji’s impounded Heinaste vessel has pleaded guilty to charges of illegal fishing in the Walvis Bay Magistrate’s Court today. He will be sentenced on Wednesday. Brynjolfsonn (67) is currently out on bail of N$100 000. pic.twitter.com/8se7uPF9OI— New Era Newspaper (@NewEraNewspaper) January 31, 2020 Í yfirlýsingu Arngríms á sínum tíma sagði hann að eftir að Heinaste hafði klárað löndun var hann boðaður til fundar við Fiskistofu Namibíu sem stýrir veiðum í landinu. Þar voru bornar ásakanir á hendur Arngrími um að skipið hefði farið inn á lokað svæði til veiða. „Ég vil taka fram að á mínum 49 ára ferli til sjós, þar af 34 ár sem skipstjóri, hef ég aldrei verið sakaður um að hafa brotið af mér í starfi á neinn hátt. Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum og eru það mér mikil vonbrigði að verða fyrir þessum ásökunum nú,“ segir Arngrímur. Reiknar með sektargreiðslu Ásökunin kæmi honum á óvart því þess væri gætt af kostgæfni að veiða aldrei á þeim svæðum sem eru lokuð hverju sinni. Hann benti jafnframt á að þegar skip væri sakað um að hafa veitt innan lokaðs svæðis í lögsögu Namibíu væri skipstjóri leiddur fyrir dómara og sleppt samdægurs. Arngrímur sagðist vonast eftir því að málið tæki ekki langan tíma að leiða til lykta. Eftir því sem hann kæmist næst hefði öllum málum af þessu tagi verið lokið með sektargreiðslu teldist það sannað að skip hefði í raun stundað veiðar innan lokaðs svæðis. Namibía Samherjaskjölin Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Arngrímur Brynjólfsson, íslensku skipstjóri sem siglt hefur fyrir Samherja í Namibíu um árabil, játaði í dag að hafa staðið að ólöglegum veiðum á skipinu Heinaste fyrir dómstóli í Namibíu. New Era Newspaper í Namibíu greinir frá og þar segir að refsing Arngríms verði ákveðin á miðvikudaginn. Arngrímur gengur laus gegn tryggingu sem hljóðar upp á 830 þúsund íslenskar krónur. Honum hefur verið skylt að tilkynna sig til lögreglu ytra á þriggja vikna fresti á meðan rannsókn hefur staðið. Skipið Heineste er í eigu namibísks félags sem íslenska útgerðarfélagið Samherji er stór hluthafi í. Arngrímur var handtekinn þann 20. nóvember síðastliðinn ásamt rússneskum skipstjóra. Voru þeir grunaðir um ólöglegar veiðar á hrygningarsvæðum undan ströndum Namibíu. Handtakan kom í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar tengd Samherja en Arngrímur sigldi um árabil skipum fyrir sjávarútvegsfyrirtækið. „Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum,“ sagði Arngrímur í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlun eftir handtökuna. Icelandic captain Arngrimur Brynjolfsonn of Samherji’s impounded Heinaste vessel has pleaded guilty to charges of illegal fishing in the Walvis Bay Magistrate’s Court today. He will be sentenced on Wednesday. Brynjolfsonn (67) is currently out on bail of N$100 000. pic.twitter.com/8se7uPF9OI— New Era Newspaper (@NewEraNewspaper) January 31, 2020 Í yfirlýsingu Arngríms á sínum tíma sagði hann að eftir að Heinaste hafði klárað löndun var hann boðaður til fundar við Fiskistofu Namibíu sem stýrir veiðum í landinu. Þar voru bornar ásakanir á hendur Arngrími um að skipið hefði farið inn á lokað svæði til veiða. „Ég vil taka fram að á mínum 49 ára ferli til sjós, þar af 34 ár sem skipstjóri, hef ég aldrei verið sakaður um að hafa brotið af mér í starfi á neinn hátt. Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum og eru það mér mikil vonbrigði að verða fyrir þessum ásökunum nú,“ segir Arngrímur. Reiknar með sektargreiðslu Ásökunin kæmi honum á óvart því þess væri gætt af kostgæfni að veiða aldrei á þeim svæðum sem eru lokuð hverju sinni. Hann benti jafnframt á að þegar skip væri sakað um að hafa veitt innan lokaðs svæðis í lögsögu Namibíu væri skipstjóri leiddur fyrir dómara og sleppt samdægurs. Arngrímur sagðist vonast eftir því að málið tæki ekki langan tíma að leiða til lykta. Eftir því sem hann kæmist næst hefði öllum málum af þessu tagi verið lokið með sektargreiðslu teldist það sannað að skip hefði í raun stundað veiðar innan lokaðs svæðis.
Namibía Samherjaskjölin Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira