Segir tal um skýrslu til þess fallið að „afvegaleiða áhorfendur“ Sylvía Hall skrifar 15. ágúst 2020 12:26 Helgi Áss Grétarsson hefur fjallað um fiskveiðistjórnunarkerfið í skrifum sínum og var áður dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Kristinn Ingvarsson Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og fyrrum dósent við Háskóla Íslands, segir skipta höfuðmáli að það gagn frá Verðlagsstofu skiptaverðs sem umfjöllun Kastljóss byggði á árið 2012 hafi ekki verið skýrsla. Mikilvægt sé að gera greinarmun á skýrslum og öðrum vinnuskjölum í stjórnsýslunni og það sé alvarlegt að Ríkisútvarpið hafi talað um skýrslu í þessu samhengi. Þetta segir Helgi í skoðanagrein sem birt var á Vísi í dag. Helgi starfaði áður sem dósent við lagadeild Háskóla Íslands í sjö ár, þar áður starfaði hann hjá Lagastofnun og hefur meðal annars rannsakað íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið í störfum sínum. Hann segir dapurlegt að „sanngjarnari og málefnalegri umfjöllun“ sé ekki um sjávarútveginn hjá Ríkisútvarpinu og telur umræðuna almennt fasta í pólitískum skotgröfum. „Aðalatriðið er að nú er komið á daginn að helsta heimildarskjal Kastljóss, við vinnslu þáttar þar sem settar voru fram alvarlegar ásakanir á hendur nafngreindu útvegsfyrirtæki, var ekki skýrsla heldur excel-skjal sem ekki hafði verið lagt efnislagt mat á innan viðeigandi stjórnsýslustofnunar,“ skrifar Helgi. Tölurnar teknar saman Mikil umræða hefur verið um umrætt excel-skjal eftir að Samherji birti myndband á YouTube í vikunni þar sem Helgi Seljan, fréttamaður Ríkisútvarpsins, var sakaður um að hafa „átt við“ skjalið og bar myndbandið titilinn: Skýrslan sem aldrei var gerð. Í kjölfarið stigu tveir fyrrverandi fulltrúar sjómanna í úrskurðarnefnd útvegsmanna og sjómanna fram og sögðust eiga sömu gögn og voru til umfjöllunar í Kastljósi. Báðir furðuðu þeir sig á framgangi Samherja sagði Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambands Íslands, það ekki skipta neinu máli hvort skjalið væri skýrsla eða minnisblað – upplýsingarnar væru til. Helgi er á öðru máli og segir vísanir í skjal Verðlagsstofu aðeins vera „leik fjölmiðlamannsins að hráum tölum“ sem séu ekki settar í samhengi við markaðsaðstæður og gæði afla svo eitthvað sé nefnt. Framsetningin hafi þannig verið villandi þar sem hann hafi gefið til kynna að sérfræðingar hefðu unnið úr gögnunum með því að kalla skjalið skýrslu. „Engu að síður gerði Kastljós heilan þátt sem byggði á „skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs“ og var ítrekað vísað til skjalsins með þessum hætti í þættinum. Það verður að teljast býsna alvarlegt enda til þess fallið að afvegaleiða áhorfendur,“ skrifar Helgi. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur tekið sama pól í hæðina og sagði Verðlagsstofu hafa staðfest að enginn skýrsla hefði verið unninn. Hann kallaði þó eftir því að Ríkisútvarpið myndi birta gögnin, en í yfirlýsingu Verðlagsstofu kom skýrt fram að þau séu trúnaðargögn samkvæmt lögum og tekur Helgi undir það í sinni grein. Hann virðist þó alls ekki sáttur við fréttaflutning Ríkisútvarpsins sem snýr að sjávarútvegi. „Umfjöllun um sjávarútveg á Ríkisútvarpinu er hins vegar efni í aðra grein og lengri.“ Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Helgi segir ásakanir Samherja um falsanir gagna alrangar Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan segir að ásakanir sem fram koma í vefþætti Samherja um að hann hafi falsað gögn til þess að styðja við fréttaflutning sinn séu alrangar. 11. ágúst 2020 13:14 Segir „alveg á hreinu“ að gögnin sem Samherji segir fölsuð hafi verið til Fyrrverandi formaður Sjómannasambandsins segir ómerkilegt hvernig Samherji ræðst að fréttamanni Ríkisútvarpsins í myndbandi á Youtube. 12. ágúst 2020 12:26 Verðlagsstofan segist ekki hafa skrifað sérstaka skýrslu en tekið saman Excel-skjal Verðlagsstofa skiptaverðs segist ekki hafa gert sérstaka skýrslu um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011, hins vegar hafi starfsmaður stofnunarinnar tekið saman upplýsingar um slíkan útflutning og sent úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna í byrjun árs 2012, án þess að efnislegt mat hafi verið lagt á þær upplýsingar 12. ágúst 2020 15:15 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Sjá meira
Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og fyrrum dósent við Háskóla Íslands, segir skipta höfuðmáli að það gagn frá Verðlagsstofu skiptaverðs sem umfjöllun Kastljóss byggði á árið 2012 hafi ekki verið skýrsla. Mikilvægt sé að gera greinarmun á skýrslum og öðrum vinnuskjölum í stjórnsýslunni og það sé alvarlegt að Ríkisútvarpið hafi talað um skýrslu í þessu samhengi. Þetta segir Helgi í skoðanagrein sem birt var á Vísi í dag. Helgi starfaði áður sem dósent við lagadeild Háskóla Íslands í sjö ár, þar áður starfaði hann hjá Lagastofnun og hefur meðal annars rannsakað íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið í störfum sínum. Hann segir dapurlegt að „sanngjarnari og málefnalegri umfjöllun“ sé ekki um sjávarútveginn hjá Ríkisútvarpinu og telur umræðuna almennt fasta í pólitískum skotgröfum. „Aðalatriðið er að nú er komið á daginn að helsta heimildarskjal Kastljóss, við vinnslu þáttar þar sem settar voru fram alvarlegar ásakanir á hendur nafngreindu útvegsfyrirtæki, var ekki skýrsla heldur excel-skjal sem ekki hafði verið lagt efnislagt mat á innan viðeigandi stjórnsýslustofnunar,“ skrifar Helgi. Tölurnar teknar saman Mikil umræða hefur verið um umrætt excel-skjal eftir að Samherji birti myndband á YouTube í vikunni þar sem Helgi Seljan, fréttamaður Ríkisútvarpsins, var sakaður um að hafa „átt við“ skjalið og bar myndbandið titilinn: Skýrslan sem aldrei var gerð. Í kjölfarið stigu tveir fyrrverandi fulltrúar sjómanna í úrskurðarnefnd útvegsmanna og sjómanna fram og sögðust eiga sömu gögn og voru til umfjöllunar í Kastljósi. Báðir furðuðu þeir sig á framgangi Samherja sagði Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambands Íslands, það ekki skipta neinu máli hvort skjalið væri skýrsla eða minnisblað – upplýsingarnar væru til. Helgi er á öðru máli og segir vísanir í skjal Verðlagsstofu aðeins vera „leik fjölmiðlamannsins að hráum tölum“ sem séu ekki settar í samhengi við markaðsaðstæður og gæði afla svo eitthvað sé nefnt. Framsetningin hafi þannig verið villandi þar sem hann hafi gefið til kynna að sérfræðingar hefðu unnið úr gögnunum með því að kalla skjalið skýrslu. „Engu að síður gerði Kastljós heilan þátt sem byggði á „skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs“ og var ítrekað vísað til skjalsins með þessum hætti í þættinum. Það verður að teljast býsna alvarlegt enda til þess fallið að afvegaleiða áhorfendur,“ skrifar Helgi. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur tekið sama pól í hæðina og sagði Verðlagsstofu hafa staðfest að enginn skýrsla hefði verið unninn. Hann kallaði þó eftir því að Ríkisútvarpið myndi birta gögnin, en í yfirlýsingu Verðlagsstofu kom skýrt fram að þau séu trúnaðargögn samkvæmt lögum og tekur Helgi undir það í sinni grein. Hann virðist þó alls ekki sáttur við fréttaflutning Ríkisútvarpsins sem snýr að sjávarútvegi. „Umfjöllun um sjávarútveg á Ríkisútvarpinu er hins vegar efni í aðra grein og lengri.“
Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Helgi segir ásakanir Samherja um falsanir gagna alrangar Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan segir að ásakanir sem fram koma í vefþætti Samherja um að hann hafi falsað gögn til þess að styðja við fréttaflutning sinn séu alrangar. 11. ágúst 2020 13:14 Segir „alveg á hreinu“ að gögnin sem Samherji segir fölsuð hafi verið til Fyrrverandi formaður Sjómannasambandsins segir ómerkilegt hvernig Samherji ræðst að fréttamanni Ríkisútvarpsins í myndbandi á Youtube. 12. ágúst 2020 12:26 Verðlagsstofan segist ekki hafa skrifað sérstaka skýrslu en tekið saman Excel-skjal Verðlagsstofa skiptaverðs segist ekki hafa gert sérstaka skýrslu um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011, hins vegar hafi starfsmaður stofnunarinnar tekið saman upplýsingar um slíkan útflutning og sent úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna í byrjun árs 2012, án þess að efnislegt mat hafi verið lagt á þær upplýsingar 12. ágúst 2020 15:15 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Sjá meira
Helgi segir ásakanir Samherja um falsanir gagna alrangar Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan segir að ásakanir sem fram koma í vefþætti Samherja um að hann hafi falsað gögn til þess að styðja við fréttaflutning sinn séu alrangar. 11. ágúst 2020 13:14
Segir „alveg á hreinu“ að gögnin sem Samherji segir fölsuð hafi verið til Fyrrverandi formaður Sjómannasambandsins segir ómerkilegt hvernig Samherji ræðst að fréttamanni Ríkisútvarpsins í myndbandi á Youtube. 12. ágúst 2020 12:26
Verðlagsstofan segist ekki hafa skrifað sérstaka skýrslu en tekið saman Excel-skjal Verðlagsstofa skiptaverðs segist ekki hafa gert sérstaka skýrslu um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011, hins vegar hafi starfsmaður stofnunarinnar tekið saman upplýsingar um slíkan útflutning og sent úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna í byrjun árs 2012, án þess að efnislegt mat hafi verið lagt á þær upplýsingar 12. ágúst 2020 15:15