Brad Pitt og Jennifer Aniston verðlaunuð í nótt Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. janúar 2020 08:02 Brad Pitt og Jennifer Aniston heilsast hér á SAG-verðlaunahátíðinni í nótt. Getty/Emma McIntyre Hin suðurkóreska Parasite var talin skarta besta leikarahópnum á SAG-verðlaunahátíðinni (Screen Actors Guild) sem fram fór í Los Angeles í nótt. The Crown þótti best mannaða þáttaröðin auk þess sem Joaquin Phoenix bætti við enn einni viðurkenningunni fyrir frammistöðu sína sem Jókerinn í samnefndri kvikmynd. Gula pressan vestanhafs hefur jafnframt gert sér mat úr því að Brad Pitt og Jennifer Aniston, fyrrverandi stjörnupar allra stjörnupara, voru bæði verðlaunuð í nótt. Screen Actors Guild er stéttarfélag bandarískra leikara en þetta var 26 árlega hátíð félagsins. Eftir pólítísk Golden Globe-verðlaun héldu kynnar og verðlaunahafar næturinnar sig á persónulegu nótunum, að frátöldum Robert de Niro sem verðlaunaður var fyrir ævistarf sitt í kvikmyndum. Hann sagðist hafa fullan rétt á því að tjá sig um menn og pólítisk málefni, eins og allir aðrir bandarískir borgarar. Hann beindi orðum sínum að Donald Trump Bandaríkjaforseta þegar hann talaði um muninn á réttu og röngu, almennri skynsemi og valdníðslu. Eftir dræmar viðtökur áhorfenda tókst síðustu þáttaröð Game of Thrones að næla sér í tvenn verðlaun. Þau féllu í skaut Peter Dinklage, sem talinn var besti leikarinn í dramaþáttaröð fyrir túlkun sína á Tyrion Lannister, auk þess sem áhættuleikarar þáttanna þóttu eiga viðurkenningu skilið. Leikarahópurinn í The Marvelous Mrs. Maisel þótti bestur í hópi grínmynda og leikararnir í The Crown í hópi dramaþátta. Renée Zellwegger varð heiðruð sem besta leikkonan í kvikmynd og fyrrnefndur Joaquin Phoenix þótti besti leikarinn. Þá hlaut Brad Pitt verðlaun sem besti aukaleikarinn fyrir frammistöðu sína í Once Upon a Time … in Hollywood. Jennifer Aniston þótti besta leikkonan í sjónvarpsþáttaröð, en hún fer með hlutverk Alex Levy í The Morning Show. Þakkarræða Aniston var af mörgum talin sú eftirtektarverðasta, en hana má sjá hér að neðan. Lista yfir sigurvegara kvöldsins má nálgast hér. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Hin suðurkóreska Parasite var talin skarta besta leikarahópnum á SAG-verðlaunahátíðinni (Screen Actors Guild) sem fram fór í Los Angeles í nótt. The Crown þótti best mannaða þáttaröðin auk þess sem Joaquin Phoenix bætti við enn einni viðurkenningunni fyrir frammistöðu sína sem Jókerinn í samnefndri kvikmynd. Gula pressan vestanhafs hefur jafnframt gert sér mat úr því að Brad Pitt og Jennifer Aniston, fyrrverandi stjörnupar allra stjörnupara, voru bæði verðlaunuð í nótt. Screen Actors Guild er stéttarfélag bandarískra leikara en þetta var 26 árlega hátíð félagsins. Eftir pólítísk Golden Globe-verðlaun héldu kynnar og verðlaunahafar næturinnar sig á persónulegu nótunum, að frátöldum Robert de Niro sem verðlaunaður var fyrir ævistarf sitt í kvikmyndum. Hann sagðist hafa fullan rétt á því að tjá sig um menn og pólítisk málefni, eins og allir aðrir bandarískir borgarar. Hann beindi orðum sínum að Donald Trump Bandaríkjaforseta þegar hann talaði um muninn á réttu og röngu, almennri skynsemi og valdníðslu. Eftir dræmar viðtökur áhorfenda tókst síðustu þáttaröð Game of Thrones að næla sér í tvenn verðlaun. Þau féllu í skaut Peter Dinklage, sem talinn var besti leikarinn í dramaþáttaröð fyrir túlkun sína á Tyrion Lannister, auk þess sem áhættuleikarar þáttanna þóttu eiga viðurkenningu skilið. Leikarahópurinn í The Marvelous Mrs. Maisel þótti bestur í hópi grínmynda og leikararnir í The Crown í hópi dramaþátta. Renée Zellwegger varð heiðruð sem besta leikkonan í kvikmynd og fyrrnefndur Joaquin Phoenix þótti besti leikarinn. Þá hlaut Brad Pitt verðlaun sem besti aukaleikarinn fyrir frammistöðu sína í Once Upon a Time … in Hollywood. Jennifer Aniston þótti besta leikkonan í sjónvarpsþáttaröð, en hún fer með hlutverk Alex Levy í The Morning Show. Þakkarræða Aniston var af mörgum talin sú eftirtektarverðasta, en hana má sjá hér að neðan. Lista yfir sigurvegara kvöldsins má nálgast hér.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”