Neitar að sitja undir því að mega heita morðingi og raðfréttafalsari Jakob Bjarnar skrifar 21. janúar 2020 15:25 Seint verður sagt að kært sé með þeim Reyni og Arnþrúði en þau mætast í dómsal í vikunni í máli Reynis á hendur útvarpsstjóranum. Reynir Traustason blaðamaður og rithöfundur telur það kúnstugt að Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sé verjandi Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra. „Gríðarlega gaman að hann skuli vera þarna. Hann kallaði okkur á sínum tíma síbrotamenn á sviði ærumeiðinga,“ segir Reynir í samtali við Vísi. Ávallt sýknaður í meiðyrðamálum Á fimmtudaginn verður aðalmeðferð í máli Reynis á hendur Arnþrúði Karlsdóttur. Reynir vill ekki una því að sitja undir ummælum sem Arnþrúður lét falla í símatíma á Útvarpi Sögu: „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á samviskunni, bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar?“ var meðal þess sem haft var eftir Arnþrúði um Reyni. Gunnar Ingi og Vilhjálmur eru með þeim sjóaðari innan lögmannastéttarinnar í að fást við meiðyrðamál. Vilhjálmur lögmaður hefur talsverða reynslu í að sækja ærumeiðingamál á hendur Reyni en er nú í vörninni. Lögmaður Reynis er hins vegar Gunnar Ingi Jóhannsson en bæði hann og Vilhjálmur hljóta að teljast helstu sérfræðingar landsins á þessu sviði, í því sem snýr að ærumeiðingum og málum tengdum fjölmiðlum. Reynir segir hins vegar að greinargerð Arnþrúðar hljóti að teljast siðanefndamál fyrir Lögmannafélagið. „Í öllum siðuðum samfélögum er það svo að þegar menn eru sýknaðir í málum er þeim ekki velt uppúr því. En í greinagerð Arnþrúðar er tíundað að ég hafi margsinnis verið dreginn fyrir dóm fyrir ærumeiðingar þess látið ógetið að ég hef alltaf verið sýknaður; í hverju einasta tilviki.“ Sagður framleiða falsfréttir á færibandi Reynir segist vera slakur. Þetta fari fyrir dóm og vonandi fái málið réttláta málsmeðferð. „Í mínum huga er enginn vafi, þessi orð voru sögð og þau verða rekin til baka. Hún sagði að ég hafi falsað fréttir. Svo sagði hún að ég hafi kostað mörg mannslíf fyrir utan allan trega sem ég beri ábyrgð á. Það þýðir bara tvennt að ég sé manndrápari eða morðingi og svo að hafa falsað fréttir til að valda fólki harmi. Ég þekki engin dæmi um slíkt,“ segir Reynir. Arnþrúður og Pétur Gunnlaugsson ráða ríkjum á Útvarpi Sögu en símatími stöðvarinnar er afar umdeildur og hefur valdið usla. Hann segir þetta eins alvarlegt og það geti orðið, að fá að sitja undir því að hafa drepið fólki og svo sem blaðamaður að hafa framleitt falsfréttir á færibandi. Og engin rök færð fyrir þeim staðhæfingum eða dæmi nefnd. Neitar að sitja undir öðru eins „Hvað veldur því að konan talar svona? Og ekki minnsta tilraun gerð til að biðja fólk afsökunar eða jafna málið út. Ég er seinþreyttur til vandræða, er litið fyrir að fara með mál fyrir dómsstóla en þetta er of alvarlegt til að hægt sé að sitja undir því. Jafnvel þó það sé Arnþrúður Karlsdóttir sem segir þetta.“ Reynir segist ekki muna hver miskabótakrafan sé. Aðalatriðið í hans huga er að orð Arnþrúðar verði dæmd dauð og ómerk. „Og það verður þá bara þannig að eftir megi hún heita ómerkingur. Annað hvort verður það staðfest að ég sé morðingi eða hún dæmdur ómerkingur,“ segir Reynir og að ekkert sé þar á milli. Dómsmál Fjölmiðlar Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Reynir Traustason blaðamaður og rithöfundur telur það kúnstugt að Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sé verjandi Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra. „Gríðarlega gaman að hann skuli vera þarna. Hann kallaði okkur á sínum tíma síbrotamenn á sviði ærumeiðinga,“ segir Reynir í samtali við Vísi. Ávallt sýknaður í meiðyrðamálum Á fimmtudaginn verður aðalmeðferð í máli Reynis á hendur Arnþrúði Karlsdóttur. Reynir vill ekki una því að sitja undir ummælum sem Arnþrúður lét falla í símatíma á Útvarpi Sögu: „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á samviskunni, bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar?“ var meðal þess sem haft var eftir Arnþrúði um Reyni. Gunnar Ingi og Vilhjálmur eru með þeim sjóaðari innan lögmannastéttarinnar í að fást við meiðyrðamál. Vilhjálmur lögmaður hefur talsverða reynslu í að sækja ærumeiðingamál á hendur Reyni en er nú í vörninni. Lögmaður Reynis er hins vegar Gunnar Ingi Jóhannsson en bæði hann og Vilhjálmur hljóta að teljast helstu sérfræðingar landsins á þessu sviði, í því sem snýr að ærumeiðingum og málum tengdum fjölmiðlum. Reynir segir hins vegar að greinargerð Arnþrúðar hljóti að teljast siðanefndamál fyrir Lögmannafélagið. „Í öllum siðuðum samfélögum er það svo að þegar menn eru sýknaðir í málum er þeim ekki velt uppúr því. En í greinagerð Arnþrúðar er tíundað að ég hafi margsinnis verið dreginn fyrir dóm fyrir ærumeiðingar þess látið ógetið að ég hef alltaf verið sýknaður; í hverju einasta tilviki.“ Sagður framleiða falsfréttir á færibandi Reynir segist vera slakur. Þetta fari fyrir dóm og vonandi fái málið réttláta málsmeðferð. „Í mínum huga er enginn vafi, þessi orð voru sögð og þau verða rekin til baka. Hún sagði að ég hafi falsað fréttir. Svo sagði hún að ég hafi kostað mörg mannslíf fyrir utan allan trega sem ég beri ábyrgð á. Það þýðir bara tvennt að ég sé manndrápari eða morðingi og svo að hafa falsað fréttir til að valda fólki harmi. Ég þekki engin dæmi um slíkt,“ segir Reynir. Arnþrúður og Pétur Gunnlaugsson ráða ríkjum á Útvarpi Sögu en símatími stöðvarinnar er afar umdeildur og hefur valdið usla. Hann segir þetta eins alvarlegt og það geti orðið, að fá að sitja undir því að hafa drepið fólki og svo sem blaðamaður að hafa framleitt falsfréttir á færibandi. Og engin rök færð fyrir þeim staðhæfingum eða dæmi nefnd. Neitar að sitja undir öðru eins „Hvað veldur því að konan talar svona? Og ekki minnsta tilraun gerð til að biðja fólk afsökunar eða jafna málið út. Ég er seinþreyttur til vandræða, er litið fyrir að fara með mál fyrir dómsstóla en þetta er of alvarlegt til að hægt sé að sitja undir því. Jafnvel þó það sé Arnþrúður Karlsdóttir sem segir þetta.“ Reynir segist ekki muna hver miskabótakrafan sé. Aðalatriðið í hans huga er að orð Arnþrúðar verði dæmd dauð og ómerk. „Og það verður þá bara þannig að eftir megi hún heita ómerkingur. Annað hvort verður það staðfest að ég sé morðingi eða hún dæmdur ómerkingur,“ segir Reynir og að ekkert sé þar á milli.
Dómsmál Fjölmiðlar Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira