Réttarhöld Bandaríkjaþings yfir Trump hafin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. janúar 2020 00:01 Mitch McConnell, leiðtogi meirihlutans, í ræðustól í dag. Vísir/Getty Réttarhöld öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta hófust í kvöld. Þingmenn hafa í kvöld tekist á um reglur réttarhaldanna og hvort þingið eigi að krefja Hvíta húsið um gögn í málinu sem það hefur fram að þessu neitað að afhenda. Fulltrúar flokkanna gerðu grein fyrir málatilbúnaði sínum við upphaf réttarhaldanna yfir Trump. Fulltrúadeildin kærði Trump fyrir embættisbrot vegna þrýstings sem hann setti á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. Forsetinn er sakaður um að hafa misnotað vald sitt og hindrað rannsókn þingsins. Repúblikanar eru sagðir vilja drífa réttarhöldin yfir Trump af og sýkna forsetann. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana, hefur þannig lýst því yfir að hann vilji koma í veg fyrir hvers konar vitnaleiðslur eða gagnaöflun í réttarhöldunum. Adam Schiff, sem fer fyrir saksókn þingsins á hendur Trump fyrir hönd fulltrúadeildarinnar og demókrata, hefur lýst vanþóknun sinni á því sjónarmiði McConnell. „Fæstir Bandaríkjamenn trúa því að réttarhöldin verði sanngjörn. Þeir trúa því ekki að öldungadeildin verði hlutlæg. Þeir telja að niðurstaðan sé fyrir fram ákveðin,“ sagði Schiff í kvöld. Hann hefur sagt McConnell vilja að réttarhöldin „hyrfu sem allra fyrst.“ „Þessu er snúið algjörlega á haus. Réttarhöld á undan sönnunargögnum.“ McConnell var talinn ætla að leggja til að fulltrúar ákæranda og verjanda í málinu fengju alls sólarhring hvor til þess að gera grein fyrir máli sínu, og að þeim tíma yrði dreift yfir tveggja daga tímabil. Hann lagði hins vegar til að þrír dagar yrðu teknir undir málflutninginn hvors málsaðila undir þrýstingi frá hófsamari þingmönnum repúblikana. Tillaga Chucks Schumer, leiðtoga minnihluta demókrata, um að stefna skuli Hvíta húsinu um skjöl tengd samskiptum Trump við úkraínsk stjórnvöld var felld eftir flokkslínum í kvöld. Demókratar hafa jafnframt krafist þess að vitni sem Hvíta húsið kom í veg fyrir að gæfu fulltrúadeild þingsins skýrslu verði leidd fyrir öldungadeildina í réttarhöldum næstu daga. Trump er gefið að sök að hafa misnotað vald sitt með því að biðja úkraínsk stjórnvöld um að rannsaka Demókratann Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, en hann er meðal þeirra sem þykja sigurstranglegust í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fram fara í nóvember. Eins er Trump gefið að sök að hafa reynt að hindra Bandaríkjaþing í að rannsaka þær ásakanir á hendur honum. Forsetinn hefur ítrekað og ákaft neitað öllum ásökunum á hendur sér. Verði Trump sakfelldur í öldungadeild þingsins yrði honum í kjölfarið vikið úr embætti forseta, en til þess þarf atkvæði 67 þingmanna af hundrað. Repúblikanaflokkurinn, flokkur forsetans, er þó með 53 þingmenn í deildinni gegn 47 demókrata og óháðra, og því telja sérfræðingar ólíklegt að forsetinn verði sakfelldur. Allir þingmenn öldungadeildarinnar hafa nú svarið eið, þar sem þeir heita því að starfa sem hlutlægir kviðdómendur. Réttarhöldin munu fara fram í sex tíma á dag, sex daga vikunnar, þar til þingið hefur kveðið upp úrskurð sinn. John Roberts, forseti hæstaréttar Bandaríkjanna, fer með yfirumsjón réttarhaldanna. Fjallað verður nánar um réttarhöld þingsins yfir Trump á næstu dögum. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Réttarhöld öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta hófust í kvöld. Þingmenn hafa í kvöld tekist á um reglur réttarhaldanna og hvort þingið eigi að krefja Hvíta húsið um gögn í málinu sem það hefur fram að þessu neitað að afhenda. Fulltrúar flokkanna gerðu grein fyrir málatilbúnaði sínum við upphaf réttarhaldanna yfir Trump. Fulltrúadeildin kærði Trump fyrir embættisbrot vegna þrýstings sem hann setti á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. Forsetinn er sakaður um að hafa misnotað vald sitt og hindrað rannsókn þingsins. Repúblikanar eru sagðir vilja drífa réttarhöldin yfir Trump af og sýkna forsetann. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana, hefur þannig lýst því yfir að hann vilji koma í veg fyrir hvers konar vitnaleiðslur eða gagnaöflun í réttarhöldunum. Adam Schiff, sem fer fyrir saksókn þingsins á hendur Trump fyrir hönd fulltrúadeildarinnar og demókrata, hefur lýst vanþóknun sinni á því sjónarmiði McConnell. „Fæstir Bandaríkjamenn trúa því að réttarhöldin verði sanngjörn. Þeir trúa því ekki að öldungadeildin verði hlutlæg. Þeir telja að niðurstaðan sé fyrir fram ákveðin,“ sagði Schiff í kvöld. Hann hefur sagt McConnell vilja að réttarhöldin „hyrfu sem allra fyrst.“ „Þessu er snúið algjörlega á haus. Réttarhöld á undan sönnunargögnum.“ McConnell var talinn ætla að leggja til að fulltrúar ákæranda og verjanda í málinu fengju alls sólarhring hvor til þess að gera grein fyrir máli sínu, og að þeim tíma yrði dreift yfir tveggja daga tímabil. Hann lagði hins vegar til að þrír dagar yrðu teknir undir málflutninginn hvors málsaðila undir þrýstingi frá hófsamari þingmönnum repúblikana. Tillaga Chucks Schumer, leiðtoga minnihluta demókrata, um að stefna skuli Hvíta húsinu um skjöl tengd samskiptum Trump við úkraínsk stjórnvöld var felld eftir flokkslínum í kvöld. Demókratar hafa jafnframt krafist þess að vitni sem Hvíta húsið kom í veg fyrir að gæfu fulltrúadeild þingsins skýrslu verði leidd fyrir öldungadeildina í réttarhöldum næstu daga. Trump er gefið að sök að hafa misnotað vald sitt með því að biðja úkraínsk stjórnvöld um að rannsaka Demókratann Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, en hann er meðal þeirra sem þykja sigurstranglegust í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fram fara í nóvember. Eins er Trump gefið að sök að hafa reynt að hindra Bandaríkjaþing í að rannsaka þær ásakanir á hendur honum. Forsetinn hefur ítrekað og ákaft neitað öllum ásökunum á hendur sér. Verði Trump sakfelldur í öldungadeild þingsins yrði honum í kjölfarið vikið úr embætti forseta, en til þess þarf atkvæði 67 þingmanna af hundrað. Repúblikanaflokkurinn, flokkur forsetans, er þó með 53 þingmenn í deildinni gegn 47 demókrata og óháðra, og því telja sérfræðingar ólíklegt að forsetinn verði sakfelldur. Allir þingmenn öldungadeildarinnar hafa nú svarið eið, þar sem þeir heita því að starfa sem hlutlægir kviðdómendur. Réttarhöldin munu fara fram í sex tíma á dag, sex daga vikunnar, þar til þingið hefur kveðið upp úrskurð sinn. John Roberts, forseti hæstaréttar Bandaríkjanna, fer með yfirumsjón réttarhaldanna. Fjallað verður nánar um réttarhöld þingsins yfir Trump á næstu dögum.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent