Kyrkti sléttuúlf sem réðst á barn hans Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2020 09:53 Ian O'Reilly var á göngu með eiginkonu sinni og þremur börnum þegar sléttuúlfurinn beit í jakka tveggja ára sonar hans og reif hann í jörðina. Bandarískur maður hefur verið hylltur fyrir að kyrkja óðan sléttuúlf með berum höndum. Það gerði hann eftir að dýrið réðst á barn hans, þar sem hann var í göngutúr með fjölskyldu sinni. Lögreglan í Kensington í New Hampshire í Bandaríkjunum fékk á mánudagsmorgun tilkynningu um að sléttuúlfur hefði reynt að ráðast á fólk í bíl. Skömmu seinna barst önnur tilkynning þar sem sami sléttuúlfur réðst að konu fyrir utan heimili hennar. Dýrið rak tvo hunda hennar á brott og reyndi að komast inn í hús konunnar. Þegar hún reyndi að halda sléttuúlfinum úti beit hann hana og fór svo á brott. Tveimur tímum seinna, eða um klukkan ellefu, barst svo þriðja tilkynningin. Þá hafði sléttuúlfur ráðist á fjölskyldu í göngutúr. Ian O‘Reilly var á göngu með eiginkonu sinni og þremur börnum þegar sléttuúlfurinn beit í jakka tveggja ára sonar hans og reif hann í jörðina. Foreldrarnir reyndu að reka dýrið á brott en án árangurs. Að ending tókst O‘Reilly að ná sléttuúlfinum niður í jörðina og kyrkti hann dýrið með berum höndum. O‘Reilly sagði frá atvikinu í viðtali við WMUR9. O‘Reilly sagði eðlishvötina hafa tekið völdin. Það hafi verið ljóst að dýrið myndi ekki hörfa. Að endingu var sléttuúlfurinn dauður en dýrið beit O‘Reilly í handlegginn og í bringuna. Það tók um tíu mínútur að kyrkja dýrið og O‘Reilly segir leiðinlegt hvað það hafi tekið langan tíma. Drenginn sakaði ekki. Hræið var fært til rannsóknar svo hægt væri að sannreyna hvort það sléttuúlfurinn væri með hundaæði. Bæði konan sem dýrið beit og O‘Reilly hafa þegar fengið fyrsta skammt mótefnis gegn hundaæði. Líklegast þykir að um sama dýrið sé að ræða í öllum þremur tilfellum en það hefur ekki verið staðfest. Í frétt Washington Post segir að sjaldgæft sé að menn komist í tæri við sléttuúlfa. Þeir séu að mestu á ferli á nóttinni og forðist menn. Bandaríkin Dýr Tengdar fréttir Fjallaljónið sem hlaupari kyrkti var munaðarlaus hvolpur Krufning leiddi í ljós að fjallaljónið var fjögurra til fimm mánaða gamalt. Hlaupari drap það með því að stíga á hálsinn á því. 3. mars 2019 07:41 Hlaupari kyrkti fjallaljón Maðurinn hlaut alvarleg sár á andliti og höndum en á einhvern hátt tókst honum að verja sig og kyrkja fjallaljónið, sem var þó ungt og karlkyns. 6. febrúar 2019 08:47 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira
Bandarískur maður hefur verið hylltur fyrir að kyrkja óðan sléttuúlf með berum höndum. Það gerði hann eftir að dýrið réðst á barn hans, þar sem hann var í göngutúr með fjölskyldu sinni. Lögreglan í Kensington í New Hampshire í Bandaríkjunum fékk á mánudagsmorgun tilkynningu um að sléttuúlfur hefði reynt að ráðast á fólk í bíl. Skömmu seinna barst önnur tilkynning þar sem sami sléttuúlfur réðst að konu fyrir utan heimili hennar. Dýrið rak tvo hunda hennar á brott og reyndi að komast inn í hús konunnar. Þegar hún reyndi að halda sléttuúlfinum úti beit hann hana og fór svo á brott. Tveimur tímum seinna, eða um klukkan ellefu, barst svo þriðja tilkynningin. Þá hafði sléttuúlfur ráðist á fjölskyldu í göngutúr. Ian O‘Reilly var á göngu með eiginkonu sinni og þremur börnum þegar sléttuúlfurinn beit í jakka tveggja ára sonar hans og reif hann í jörðina. Foreldrarnir reyndu að reka dýrið á brott en án árangurs. Að ending tókst O‘Reilly að ná sléttuúlfinum niður í jörðina og kyrkti hann dýrið með berum höndum. O‘Reilly sagði frá atvikinu í viðtali við WMUR9. O‘Reilly sagði eðlishvötina hafa tekið völdin. Það hafi verið ljóst að dýrið myndi ekki hörfa. Að endingu var sléttuúlfurinn dauður en dýrið beit O‘Reilly í handlegginn og í bringuna. Það tók um tíu mínútur að kyrkja dýrið og O‘Reilly segir leiðinlegt hvað það hafi tekið langan tíma. Drenginn sakaði ekki. Hræið var fært til rannsóknar svo hægt væri að sannreyna hvort það sléttuúlfurinn væri með hundaæði. Bæði konan sem dýrið beit og O‘Reilly hafa þegar fengið fyrsta skammt mótefnis gegn hundaæði. Líklegast þykir að um sama dýrið sé að ræða í öllum þremur tilfellum en það hefur ekki verið staðfest. Í frétt Washington Post segir að sjaldgæft sé að menn komist í tæri við sléttuúlfa. Þeir séu að mestu á ferli á nóttinni og forðist menn.
Bandaríkin Dýr Tengdar fréttir Fjallaljónið sem hlaupari kyrkti var munaðarlaus hvolpur Krufning leiddi í ljós að fjallaljónið var fjögurra til fimm mánaða gamalt. Hlaupari drap það með því að stíga á hálsinn á því. 3. mars 2019 07:41 Hlaupari kyrkti fjallaljón Maðurinn hlaut alvarleg sár á andliti og höndum en á einhvern hátt tókst honum að verja sig og kyrkja fjallaljónið, sem var þó ungt og karlkyns. 6. febrúar 2019 08:47 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira
Fjallaljónið sem hlaupari kyrkti var munaðarlaus hvolpur Krufning leiddi í ljós að fjallaljónið var fjögurra til fimm mánaða gamalt. Hlaupari drap það með því að stíga á hálsinn á því. 3. mars 2019 07:41
Hlaupari kyrkti fjallaljón Maðurinn hlaut alvarleg sár á andliti og höndum en á einhvern hátt tókst honum að verja sig og kyrkja fjallaljónið, sem var þó ungt og karlkyns. 6. febrúar 2019 08:47