Innlent

SGS vísar kjaradeilu við ríkið til sáttasemjara

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins.
Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Vísir/Vilhelm

Viðræðunefnd Starfsgreinasambands Íslands (SGS) hefur vísað kjaradeilu sinni við ríkið til ríkissáttasemjara.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá SGS en sambandið er í viðræðunum fyrir hönd átján aðildarfélaga.

Að því er segir í fréttatilkynningu er þessi ákvörðun tekin í framhaldi af samningafundi í gær og ganginum í viðræðum undanfarna mánuði. Kjarasamningur SGS við ríkið rann út þann 31. mars í fyrra.

„Jafnframt var farið fram á það við sáttasemjara að hann boði til fundar eins skjótt og auðið er, enda algerlega óásættanlegt að launafólk bíði mánuðum saman eftir því að sest sé að samningaborðinu af alvöru,“ segir í tilkynningu SGS sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan:

Viðræðunefnd Starfsgreinasambands Íslands, vegna kjarasamninga við Fjármálaráðherra f.h. Ríkissjóðs,  samþykkti á fundi í dag, fyrir hönd 18 aðildarfélaga,  að vísa kjaradeilunni til Ríkissáttasemjara.

Þessi ákvörðun var tekin í framhaldi af samningafundi í gær og ganginum í viðræðum undanfarna mánuði, en kjarasamingurinn rann út 31. mars 2019.

Jafnframt var farið fram á það við sáttasemjara að hann boði til fundar eins skjótt og auðið er, enda algerlega óásættanlegt að launafólk bíði mánuðum saman eftir því að sest sé að samningaborðinu af alvöru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×