Vantar allt að fjörutíu leiguíbúðir í Vík í Mýrdal Kristín Ólafsdóttir og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 25. janúar 2020 13:48 Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Stöð 2/Einar Árnason. Mikill skortur er á húsnæði í Vík í Mýrdal, ekki síst leiguhúsnæði. Fólki hefur fjölgað mikið í þorpinu vegna mikilla umsvifa í ferðaþjónustu. Tæpur helmingur íbúa sveitarfélagsins er af erlendu bergi brotinn. Í Mýrdalshreppi búa rúmlega 700 manns og þar af eru 44% íbúa af erlendu bergi brotnir. Fjölmennasti aldursflokkurinn er á bilinu 25 til 34 ára. Tvö ár í röð hefur sveitarfélagið verið með hvað mesta hlutfallslega fjölgun íbúa á landsvísu. Það dylst engum að drifkrafturinn í þessari fjölgun er ferðamannaþjónusta sem hefur blómstrað síðustu ár. Þessari íbúafjölgun og umbreytingu sveitarfélagsins úr bændasamfélagi í ferðaþjónustusamfélag fylgja töluverðir vaxtarverkir. Á sama tíma og störfum fjölgar eykst þörfin á búsetuúrræði fyrir íbúana en mikill húsnæðisskortur er í Vík um þessar mundir. Það kemur glöggt fram í nýrri húsnæðisskýrslu, sem sveitarstjórn Mýrdalshrepps lét vinna fyrir sig. Þorbjörg Gísladóttir er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Það er bara þannig að okkur vantar leiguhúsnæði og okkur vantar fyrst og fremst minni, litlar og meðalstórar íbúðir inn á makraðinn. Bæði til kaups og svo til leigu.“ Séð yfir Vík í Mýrdal.Stöð 2/Einar Árnason. Þorbjörg segir að það vanti nú þegar 20 til 40 leiguíbúðir, 20 þriggja herbergja íbúðir og 10 stærri íbúðir í Vík. „Það eru í dag í byggingu 15 íbúðir en það dugar bara ekki til.“ Er ekki gaman að vera svona vinsælt sveitarfélag? „Jú, það er rosalega gaman en við myndum gjarnan vilja sjá fleiri börn og fleiri unglinga. Það kannski vantar hjá okkur en það kemur kannski. Það er vísbending um það að það verði fleiri börn þegar svona stór hópur fólks er á barneignaaldri.“ Getið þið ekki skellt í ástarviku? „Það hefur alveg komið til umræðu og hver veit.“ Hæsta hlutfall erlendra ríkisborgara á Íslandi er í Mýrdalshreppi en alls eru 44% íbúa hreppsins með erlent ríkisfang. „Við bara fögnum því. Það er fjölbreytileikinn sem drífur okkur áfram og þetta hjálpar okkur við að fá fólk í þau störf sem vantar. Margir eru að læra íslensku. Ég hef til dæmis sagt frá því áður að á skrifstofunni hjá mér, þar sem við störfum fimm, þar eru tveir starfsmenn af erlendu bergi brotnir sem eru mjög góðir í íslensku og hafa fengið tækifæri samkvæmt því. Þannig er það í Mýrdalnum, við gefum fólki tækifæri ef það hefur áhuga á því og leggur sig fram.“ Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mýrdalshreppur Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Sjá meira
Mikill skortur er á húsnæði í Vík í Mýrdal, ekki síst leiguhúsnæði. Fólki hefur fjölgað mikið í þorpinu vegna mikilla umsvifa í ferðaþjónustu. Tæpur helmingur íbúa sveitarfélagsins er af erlendu bergi brotinn. Í Mýrdalshreppi búa rúmlega 700 manns og þar af eru 44% íbúa af erlendu bergi brotnir. Fjölmennasti aldursflokkurinn er á bilinu 25 til 34 ára. Tvö ár í röð hefur sveitarfélagið verið með hvað mesta hlutfallslega fjölgun íbúa á landsvísu. Það dylst engum að drifkrafturinn í þessari fjölgun er ferðamannaþjónusta sem hefur blómstrað síðustu ár. Þessari íbúafjölgun og umbreytingu sveitarfélagsins úr bændasamfélagi í ferðaþjónustusamfélag fylgja töluverðir vaxtarverkir. Á sama tíma og störfum fjölgar eykst þörfin á búsetuúrræði fyrir íbúana en mikill húsnæðisskortur er í Vík um þessar mundir. Það kemur glöggt fram í nýrri húsnæðisskýrslu, sem sveitarstjórn Mýrdalshrepps lét vinna fyrir sig. Þorbjörg Gísladóttir er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Það er bara þannig að okkur vantar leiguhúsnæði og okkur vantar fyrst og fremst minni, litlar og meðalstórar íbúðir inn á makraðinn. Bæði til kaups og svo til leigu.“ Séð yfir Vík í Mýrdal.Stöð 2/Einar Árnason. Þorbjörg segir að það vanti nú þegar 20 til 40 leiguíbúðir, 20 þriggja herbergja íbúðir og 10 stærri íbúðir í Vík. „Það eru í dag í byggingu 15 íbúðir en það dugar bara ekki til.“ Er ekki gaman að vera svona vinsælt sveitarfélag? „Jú, það er rosalega gaman en við myndum gjarnan vilja sjá fleiri börn og fleiri unglinga. Það kannski vantar hjá okkur en það kemur kannski. Það er vísbending um það að það verði fleiri börn þegar svona stór hópur fólks er á barneignaaldri.“ Getið þið ekki skellt í ástarviku? „Það hefur alveg komið til umræðu og hver veit.“ Hæsta hlutfall erlendra ríkisborgara á Íslandi er í Mýrdalshreppi en alls eru 44% íbúa hreppsins með erlent ríkisfang. „Við bara fögnum því. Það er fjölbreytileikinn sem drífur okkur áfram og þetta hjálpar okkur við að fá fólk í þau störf sem vantar. Margir eru að læra íslensku. Ég hef til dæmis sagt frá því áður að á skrifstofunni hjá mér, þar sem við störfum fimm, þar eru tveir starfsmenn af erlendu bergi brotnir sem eru mjög góðir í íslensku og hafa fengið tækifæri samkvæmt því. Þannig er það í Mýrdalnum, við gefum fólki tækifæri ef það hefur áhuga á því og leggur sig fram.“
Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mýrdalshreppur Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Sjá meira