Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Sylvía Hall skrifar 26. janúar 2020 18:33 Magnús Tumi Guðmundsson. Vísir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. Ekki sé hægt að útilokað annað á þessu stigi málsins en í versta falli yrði hraungos sem yrði þó töluvert minna en gosið í Holuhrauni og Eyjafjallajökli. „Fyrir fimm dögum byrjar landris. Þetta er mjög hratt landsris. Það er með miðju rétt fyrir vestan Þorbjörn þarna við Svartsengi og er búið að rísa um tvo sentimetra,“ sagði Magnús Tumi í Kvöldfréttum Stöðvar 2.Sjá einnig: Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Að sögn Magnúsar er líklegt að landrisið hætti áður en eitthvað meira gerist ef um er að ræða landris vegna kvikuinnskots. Þó gæti myndast gangur sem gæti valdið skemmdum á vegum, lögnum og öðrum innviðum. Hann segir versta tilfellið vera ef það yrði eldgos á sprungu sem gæti þá orðið allt að tíu kílómetrar að lengd. Miðað við undanfarin árþúsund yrði um hraungos að ræða. Það yrði þó töluvert minna gos en í Holuhrauni og ekki sambærilegt gosum í Kötlu og Eyjafjallajökli. Ekki sé hægt að útiloka það að landlyftingin framkalli stærri jarðskjálfta á svæðinu en hafa verið undanfarna áratugi að sögn Magnúsar. Þó það sé ekki ástæða til að hafa áhyggjur af húsum sé tilefni til þess að hafa varann á þar sem landrisið sé nálægt byggð og mannvirkjum. Rögnvaldur Ólafsson aðalvarðstjóri segir rýmingaráætlanir hafa verið skoðaðar og farið hafi verið yfir verkferla í dag. Boðað hefur verið til íbúafundar á morgun þar sem farið verður yfir stöðuna en tæplega 3500 manns búa í Grindavík. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16 Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26. janúar 2020 18:13 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. Ekki sé hægt að útilokað annað á þessu stigi málsins en í versta falli yrði hraungos sem yrði þó töluvert minna en gosið í Holuhrauni og Eyjafjallajökli. „Fyrir fimm dögum byrjar landris. Þetta er mjög hratt landsris. Það er með miðju rétt fyrir vestan Þorbjörn þarna við Svartsengi og er búið að rísa um tvo sentimetra,“ sagði Magnús Tumi í Kvöldfréttum Stöðvar 2.Sjá einnig: Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Að sögn Magnúsar er líklegt að landrisið hætti áður en eitthvað meira gerist ef um er að ræða landris vegna kvikuinnskots. Þó gæti myndast gangur sem gæti valdið skemmdum á vegum, lögnum og öðrum innviðum. Hann segir versta tilfellið vera ef það yrði eldgos á sprungu sem gæti þá orðið allt að tíu kílómetrar að lengd. Miðað við undanfarin árþúsund yrði um hraungos að ræða. Það yrði þó töluvert minna gos en í Holuhrauni og ekki sambærilegt gosum í Kötlu og Eyjafjallajökli. Ekki sé hægt að útiloka það að landlyftingin framkalli stærri jarðskjálfta á svæðinu en hafa verið undanfarna áratugi að sögn Magnúsar. Þó það sé ekki ástæða til að hafa áhyggjur af húsum sé tilefni til þess að hafa varann á þar sem landrisið sé nálægt byggð og mannvirkjum. Rögnvaldur Ólafsson aðalvarðstjóri segir rýmingaráætlanir hafa verið skoðaðar og farið hafi verið yfir verkferla í dag. Boðað hefur verið til íbúafundar á morgun þar sem farið verður yfir stöðuna en tæplega 3500 manns búa í Grindavík.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16 Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26. janúar 2020 18:13 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16
Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26. janúar 2020 18:13