Hetja Shrewsbury: Hefði verið betra ef ég hefði skorað þrennu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. janúar 2020 19:30 Jason Cummings sá til þess að Shrewsbury er að fara mæta Liverpool á Anfield. Vísir/Getty Leikmenn Shrewsbury voru eðlilega yfir sig ánægðir í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, eftir ótrúlegt 2-2 jafntefli gegn Evrópumeisturum Liverpool í 5. umferð FA bikarsins í dag. Jafnteflið þýðir að liðin þurfa að mætast aftur á Anfield en Liverpool komst í 2-0 í upphafi síðari hálfleiks. Hetja Shrewsbury, Jason Cummings, gerði nákvæmlega það sem Ian Wright, fyrrum framherji Arsenal og Crystal Palace, spáði því að hann myndi gera. Cummings var að sjálfsögðu dreginn í viðtal eftir leik.„Ég hefði getað skorað þrennu,“ sagði Cummings kíminn aðspurður hvort það gerðist betra en að koma inn á gegn ríkjandi Evrópumeisturum og skora tvívegis. Cummings hefur verið að glíma við meiðsli og þjálfari hans, Sam Ricketts, sagði að hann hefði ekki getað beðið lengur með að setja framherjann inn á en staðan var orðin 2-0 fyrir Liverpool þegar Cummings loks steig fæti inn á völlinn.„Hann er markaskorari. Hann kom inn á og nýtti tækifærið. Við erum að reyna að koma honum í eins gott form og við getum því hann er okkar helsti markaskorari,“ sagði Ricketts eftir leik áður en hann ræddi aðeins þá staðreynd að Shrewsbury væri á leiðinni á Anfield.„Að fara á Anfield er stórkostlegt. Ég sagð við strákana eftir leik að við hefðum geta unnið þetta en eftir á að hyggja þá langaði ykkur kannski bara öllum a Anfield. Það er frábært fyrir stuðningsmennina, stjórnarformanninn og okkur að fara á Anfield. Fjármagnið sem skilar sér til okkar í gegnum þann leik gæti hjálpað okkur að bæta aðstöðuna eða kaupa leikmenn til félagsins,“ sagði Ricketts að lokum. Í viðtalinu eftir leik var Cummings bent á það að Ian Wright hefði sagt í hálfleik að Shrewsbury þyrfti að halda sér í leiknum og koma Cummings inn á völlinn sem fyrst. Viðbrögð þessa skemmtilega framherja má sjá hér að neðan. "Ian Wright, he knows his stuff!" #FACuppic.twitter.com/itt3RMVaGZ— Match of the Day (@BBCMOTD) January 26, 2020 Enski boltinn Tengdar fréttir United þurfti að víkja fyrir dansstjörnum Hótelið sem Manchester United dvelur oftast á fyrir leiki var uppbókað. 26. janúar 2020 09:54 Maguire maður leiksins er Man Utd valtaði yfir Tranmere Harry Maguire, miðvörður Manchester United, var besti leikmaður vallarins er liðið vann Tranmere Rovers örugglega 6-0 á útivelli í FA bikarnum í dag. Maguire gerði sér lítið fyrir og skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið með þrumuskoti fyrir utan teig. 26. janúar 2020 18:15 Jesus skoraði tvö og fiskaði víti þegar bikarmeistararnir flugu áfram Manchester City átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Fulham að velli. 26. janúar 2020 14:45 Manchester United pakkaði Tranmere Rovers saman | Sjáðu mörkin Tranmere Rovers, sem sló Watford nokkuð óvænt út úr FA bikarnum í miðri viku, mátti þola stórtap gegn Manchester United á heimavelli sínum Prenton Park í dag. Lokatölur 6-0 fyrir úrvalsdeildarfélaginu. 26. janúar 2020 17:00 Shrewsbury Town kom til baka og tryggði sér leik á Anfield | Sjáðu mörkin Shrewsbury Town tókst á einhvern ótrúlegan hátt að ná í 2-2 jafntefli gegn Evrópumeisturum Liverpool eftir að hafa lent 2-0 undir í dag. Lokatölur 2-2 og ljóst að liðin þurfa að mætast aftur á Anfield. 26. janúar 2020 19:00 Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Fleiri fréttir Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Sjá meira
Leikmenn Shrewsbury voru eðlilega yfir sig ánægðir í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, eftir ótrúlegt 2-2 jafntefli gegn Evrópumeisturum Liverpool í 5. umferð FA bikarsins í dag. Jafnteflið þýðir að liðin þurfa að mætast aftur á Anfield en Liverpool komst í 2-0 í upphafi síðari hálfleiks. Hetja Shrewsbury, Jason Cummings, gerði nákvæmlega það sem Ian Wright, fyrrum framherji Arsenal og Crystal Palace, spáði því að hann myndi gera. Cummings var að sjálfsögðu dreginn í viðtal eftir leik.„Ég hefði getað skorað þrennu,“ sagði Cummings kíminn aðspurður hvort það gerðist betra en að koma inn á gegn ríkjandi Evrópumeisturum og skora tvívegis. Cummings hefur verið að glíma við meiðsli og þjálfari hans, Sam Ricketts, sagði að hann hefði ekki getað beðið lengur með að setja framherjann inn á en staðan var orðin 2-0 fyrir Liverpool þegar Cummings loks steig fæti inn á völlinn.„Hann er markaskorari. Hann kom inn á og nýtti tækifærið. Við erum að reyna að koma honum í eins gott form og við getum því hann er okkar helsti markaskorari,“ sagði Ricketts eftir leik áður en hann ræddi aðeins þá staðreynd að Shrewsbury væri á leiðinni á Anfield.„Að fara á Anfield er stórkostlegt. Ég sagð við strákana eftir leik að við hefðum geta unnið þetta en eftir á að hyggja þá langaði ykkur kannski bara öllum a Anfield. Það er frábært fyrir stuðningsmennina, stjórnarformanninn og okkur að fara á Anfield. Fjármagnið sem skilar sér til okkar í gegnum þann leik gæti hjálpað okkur að bæta aðstöðuna eða kaupa leikmenn til félagsins,“ sagði Ricketts að lokum. Í viðtalinu eftir leik var Cummings bent á það að Ian Wright hefði sagt í hálfleik að Shrewsbury þyrfti að halda sér í leiknum og koma Cummings inn á völlinn sem fyrst. Viðbrögð þessa skemmtilega framherja má sjá hér að neðan. "Ian Wright, he knows his stuff!" #FACuppic.twitter.com/itt3RMVaGZ— Match of the Day (@BBCMOTD) January 26, 2020
Enski boltinn Tengdar fréttir United þurfti að víkja fyrir dansstjörnum Hótelið sem Manchester United dvelur oftast á fyrir leiki var uppbókað. 26. janúar 2020 09:54 Maguire maður leiksins er Man Utd valtaði yfir Tranmere Harry Maguire, miðvörður Manchester United, var besti leikmaður vallarins er liðið vann Tranmere Rovers örugglega 6-0 á útivelli í FA bikarnum í dag. Maguire gerði sér lítið fyrir og skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið með þrumuskoti fyrir utan teig. 26. janúar 2020 18:15 Jesus skoraði tvö og fiskaði víti þegar bikarmeistararnir flugu áfram Manchester City átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Fulham að velli. 26. janúar 2020 14:45 Manchester United pakkaði Tranmere Rovers saman | Sjáðu mörkin Tranmere Rovers, sem sló Watford nokkuð óvænt út úr FA bikarnum í miðri viku, mátti þola stórtap gegn Manchester United á heimavelli sínum Prenton Park í dag. Lokatölur 6-0 fyrir úrvalsdeildarfélaginu. 26. janúar 2020 17:00 Shrewsbury Town kom til baka og tryggði sér leik á Anfield | Sjáðu mörkin Shrewsbury Town tókst á einhvern ótrúlegan hátt að ná í 2-2 jafntefli gegn Evrópumeisturum Liverpool eftir að hafa lent 2-0 undir í dag. Lokatölur 2-2 og ljóst að liðin þurfa að mætast aftur á Anfield. 26. janúar 2020 19:00 Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Fleiri fréttir Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Sjá meira
United þurfti að víkja fyrir dansstjörnum Hótelið sem Manchester United dvelur oftast á fyrir leiki var uppbókað. 26. janúar 2020 09:54
Maguire maður leiksins er Man Utd valtaði yfir Tranmere Harry Maguire, miðvörður Manchester United, var besti leikmaður vallarins er liðið vann Tranmere Rovers örugglega 6-0 á útivelli í FA bikarnum í dag. Maguire gerði sér lítið fyrir og skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið með þrumuskoti fyrir utan teig. 26. janúar 2020 18:15
Jesus skoraði tvö og fiskaði víti þegar bikarmeistararnir flugu áfram Manchester City átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Fulham að velli. 26. janúar 2020 14:45
Manchester United pakkaði Tranmere Rovers saman | Sjáðu mörkin Tranmere Rovers, sem sló Watford nokkuð óvænt út úr FA bikarnum í miðri viku, mátti þola stórtap gegn Manchester United á heimavelli sínum Prenton Park í dag. Lokatölur 6-0 fyrir úrvalsdeildarfélaginu. 26. janúar 2020 17:00
Shrewsbury Town kom til baka og tryggði sér leik á Anfield | Sjáðu mörkin Shrewsbury Town tókst á einhvern ótrúlegan hátt að ná í 2-2 jafntefli gegn Evrópumeisturum Liverpool eftir að hafa lent 2-0 undir í dag. Lokatölur 2-2 og ljóst að liðin þurfa að mætast aftur á Anfield. 26. janúar 2020 19:00
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti