Bæjarstjórinn telur Skagamenn grátt leikna af Heimavöllum Jakob Bjarnar skrifar 27. janúar 2020 11:00 Þegar til kom varðandi húsnæðisöryggi á Skaganum var lítt á leigufyrirtækið Heimavelli að stóla. Það hriktir í húsnæðismálum á Skaga. visir/Vilhelm Veruleg óánægja er uppi á Akranesi vegna brasks með leiguhúsnæði í bæjarfélaginu. Heimavellir leigufélag keypti 18 íbúðir á sínum tíma af Íbúðalánasjóði. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri segir að þessar íbúðir hafi félagið fengið á sérkjörum vegna frómra fyrirheita þess efnis að kaupin væru liður í að skapa tryggan leigumarkað á Akranesi. Nú hafa Heimavellir selt þessari íbúðir og eru leigjendur að missa húsnæði sitt á næstu mánuðum. Mikil óánægja er vegna málsins. Það var þungt hljóðið í Sævari Frey þegar Bítið ræddi við hann í morgun. Bæjarstjórinn sagði það vissulega svo að svona væri markaðurinn, eignir gangi kaupum og sölum. „Þarna er um að ræða að það fara í einu vettvangi ansi stór hluti íbúða sem eru á leigumarkaði á Akranesi. Heimavellir hafa verið að draga sig af þessum markaði örfáum árum eftir að þeir fengu að kaupa þessar íbúðir á sérkjörum einmitt til að búa til tryggan leigumarkað.“ Sævar Freyr segir framkvæmdastjóra Heimavalla hefur upplýst að þeir telji sig hafa uppfyllt öll skilyrði. „Þannig að ekki hafa þau verið ströng. Auðvitað umhugsunarvert og þessar 18 eignir er það skref sem við erum að sjá núna en fleiri eignir hafa verið að fara af leigumarkaði hjá Heimavöllum. Ég hefði viljað fá betri svör hvers vegna fyrirtækið er að draga sig af markaði, er viðskiptamódel þeirra ekki að ganga upp; hvað kallar á að þeir taka þessar ákvarðanir og skilja fólk eftir með þessum hætti?“ Fjöldi fólks á götunni Heimavellir er félag skráð á markaði og vandséð að það teljist óhagnaðardrifið leigufélag í ljósi þess. „Hins vegar voru þessar eignir allar inni í Íbúðalánasjóði, sem nú heitir húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Seldar á sérkjörum einmitt til að búa til þetta úrræði að fólk gæti fengið öruggt húsnæði á leigumarkaði. Þannig var þetta kynnt á sínum tíma og það var fyrir örfáum árum síðan.“ Sævar Freyr bæjarstjóri segir að Heimavellir hafi á sínum tíma fengið íbúðirnar á sérkjörum með því fororði að fyrirtækið myndi stuðla að tryggu húsnæði fyrir leigjendur. Það gekk ekki eftir.visir/egill Það stefnir því í að fjöldi fólks sé að missa leiguíbúðir sínar, innan örfárra mánaða því leigusamningar eru að renna út. Strax í mars og apríl þurfa þeir að rýma húsnæðið. Og þannig verður gangurinn á því næstu 12 mánuði eða svo að sögn bæjarstjórans. Hin ríkisdrifna Bríet til bjargar „Heimavellir hafa selt eignina og fjárfestirinn sem kaupir í staðinn, sem við berum á engan hátt kala til, er að stunda hefðbundin viðskipti.“ Hann kaupir íbúðir til að selja þær á hærra verði og græða. „Já, það er ekki við hann að sakast.“ En, þið eruð súrir út í Heimavelli? „Já, en hvað getum við gert? Þetta eru almennir leigjendur á markaði,“ segir Sævar Freyr. Bæjaryfirvöld eiga fund með forstjóra húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og þar verður skoðað hvort leigufélagið Bríet, opinbert leigufélag í eigu ríks, geti komið til aðstoðar. Akranes Húsnæðismál Tengdar fréttir Matthías keypti blokk á Akranesi af Heimavöllum hf. Fjárfestirinn Matthías Imsland keypti nýlega fjórtán íbúða blokk á Akranesi af leigurisanum. Hann fjármagnaði kaupin með lánum til 50 ára frá Íbúðalánasjóði sem aðeins eru ætluð óhagnaðardrifnum leigufélögum. Slík félög þurfa að uppfylla ströng skilyrði en meðal annars eru arðgreiðslur bannaðar. 16. september 2019 06:45 Kauphöllin hafnar beiðni Heimavalla um skráningu af markaði Kauphöllin hefur hafnað beiðni Heimavalla hf. um töku hlutabréfa úr viðskiptum á aðalmarkaði Kauphallarinnar. Telur Kauphöllin að slíkt geti haft neikvæð áhrif á trúverðugleika markaðarins og afskráning sé til þess fallin að valda fjárfestum verulegu tjóni. 17. apríl 2019 16:07 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Veruleg óánægja er uppi á Akranesi vegna brasks með leiguhúsnæði í bæjarfélaginu. Heimavellir leigufélag keypti 18 íbúðir á sínum tíma af Íbúðalánasjóði. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri segir að þessar íbúðir hafi félagið fengið á sérkjörum vegna frómra fyrirheita þess efnis að kaupin væru liður í að skapa tryggan leigumarkað á Akranesi. Nú hafa Heimavellir selt þessari íbúðir og eru leigjendur að missa húsnæði sitt á næstu mánuðum. Mikil óánægja er vegna málsins. Það var þungt hljóðið í Sævari Frey þegar Bítið ræddi við hann í morgun. Bæjarstjórinn sagði það vissulega svo að svona væri markaðurinn, eignir gangi kaupum og sölum. „Þarna er um að ræða að það fara í einu vettvangi ansi stór hluti íbúða sem eru á leigumarkaði á Akranesi. Heimavellir hafa verið að draga sig af þessum markaði örfáum árum eftir að þeir fengu að kaupa þessar íbúðir á sérkjörum einmitt til að búa til tryggan leigumarkað.“ Sævar Freyr segir framkvæmdastjóra Heimavalla hefur upplýst að þeir telji sig hafa uppfyllt öll skilyrði. „Þannig að ekki hafa þau verið ströng. Auðvitað umhugsunarvert og þessar 18 eignir er það skref sem við erum að sjá núna en fleiri eignir hafa verið að fara af leigumarkaði hjá Heimavöllum. Ég hefði viljað fá betri svör hvers vegna fyrirtækið er að draga sig af markaði, er viðskiptamódel þeirra ekki að ganga upp; hvað kallar á að þeir taka þessar ákvarðanir og skilja fólk eftir með þessum hætti?“ Fjöldi fólks á götunni Heimavellir er félag skráð á markaði og vandséð að það teljist óhagnaðardrifið leigufélag í ljósi þess. „Hins vegar voru þessar eignir allar inni í Íbúðalánasjóði, sem nú heitir húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Seldar á sérkjörum einmitt til að búa til þetta úrræði að fólk gæti fengið öruggt húsnæði á leigumarkaði. Þannig var þetta kynnt á sínum tíma og það var fyrir örfáum árum síðan.“ Sævar Freyr bæjarstjóri segir að Heimavellir hafi á sínum tíma fengið íbúðirnar á sérkjörum með því fororði að fyrirtækið myndi stuðla að tryggu húsnæði fyrir leigjendur. Það gekk ekki eftir.visir/egill Það stefnir því í að fjöldi fólks sé að missa leiguíbúðir sínar, innan örfárra mánaða því leigusamningar eru að renna út. Strax í mars og apríl þurfa þeir að rýma húsnæðið. Og þannig verður gangurinn á því næstu 12 mánuði eða svo að sögn bæjarstjórans. Hin ríkisdrifna Bríet til bjargar „Heimavellir hafa selt eignina og fjárfestirinn sem kaupir í staðinn, sem við berum á engan hátt kala til, er að stunda hefðbundin viðskipti.“ Hann kaupir íbúðir til að selja þær á hærra verði og græða. „Já, það er ekki við hann að sakast.“ En, þið eruð súrir út í Heimavelli? „Já, en hvað getum við gert? Þetta eru almennir leigjendur á markaði,“ segir Sævar Freyr. Bæjaryfirvöld eiga fund með forstjóra húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og þar verður skoðað hvort leigufélagið Bríet, opinbert leigufélag í eigu ríks, geti komið til aðstoðar.
Akranes Húsnæðismál Tengdar fréttir Matthías keypti blokk á Akranesi af Heimavöllum hf. Fjárfestirinn Matthías Imsland keypti nýlega fjórtán íbúða blokk á Akranesi af leigurisanum. Hann fjármagnaði kaupin með lánum til 50 ára frá Íbúðalánasjóði sem aðeins eru ætluð óhagnaðardrifnum leigufélögum. Slík félög þurfa að uppfylla ströng skilyrði en meðal annars eru arðgreiðslur bannaðar. 16. september 2019 06:45 Kauphöllin hafnar beiðni Heimavalla um skráningu af markaði Kauphöllin hefur hafnað beiðni Heimavalla hf. um töku hlutabréfa úr viðskiptum á aðalmarkaði Kauphallarinnar. Telur Kauphöllin að slíkt geti haft neikvæð áhrif á trúverðugleika markaðarins og afskráning sé til þess fallin að valda fjárfestum verulegu tjóni. 17. apríl 2019 16:07 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Matthías keypti blokk á Akranesi af Heimavöllum hf. Fjárfestirinn Matthías Imsland keypti nýlega fjórtán íbúða blokk á Akranesi af leigurisanum. Hann fjármagnaði kaupin með lánum til 50 ára frá Íbúðalánasjóði sem aðeins eru ætluð óhagnaðardrifnum leigufélögum. Slík félög þurfa að uppfylla ströng skilyrði en meðal annars eru arðgreiðslur bannaðar. 16. september 2019 06:45
Kauphöllin hafnar beiðni Heimavalla um skráningu af markaði Kauphöllin hefur hafnað beiðni Heimavalla hf. um töku hlutabréfa úr viðskiptum á aðalmarkaði Kauphallarinnar. Telur Kauphöllin að slíkt geti haft neikvæð áhrif á trúverðugleika markaðarins og afskráning sé til þess fallin að valda fjárfestum verulegu tjóni. 17. apríl 2019 16:07