Wuhan-veiran: Hægt verður að greina sýni hér á landi eftir nokkra daga Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. janúar 2020 14:29 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/baldur Ekkert Wuhan-kórónaveirusmit hefur verið staðfest á Íslandi enn sem komið er. Sóttvarnalæknir mælir með að ferðamenn sleppi „ónauðsynlegum ferðalögum“ til svæða þar sem faraldur veirunnar er í gangi. Þá er gert ráð fyrir því að eftir nokkra daga verði hægt að greina sýni hér á landi, að því er fram kemur í stöðuskýrslu almannavarna vegna kórónaveirunnar. Ríkislögreglustjóri lýsti yfir óvissustigi almannavarna vegna veirunnar þann 27. janúar 2020 í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis. Í stöðuskýrslu almannvarna segir að sóttvarnalæknir geri ráð fyrir að veiran berist til Íslands og því mikilvægt að grípa til ráðstafanna til að hefta útbreiðslu hennar sem mest hér á landi. „Engar aðgerðir munu hins vegar tryggja að veiran berist ekki hingað til lands,“ segir í skýrslunni. Almenningur og ferðamenn á Íslandi sem telja sig hafa sýkst af veirunni eru hvattir til að hringja í síma 1700, eða +354 5444113 fyrir erlend númer, varðandi nánari upplýsingar. Þeir eru sérstaklega beðnir um að mæta ekki á bráðamóttöku eða heilsugæslustöðvar nema að fengnum ráðleggingum í síma. Þá verða aðeins tekin sýni úr einstaklingum sem eru með einkenni veikinda. Ekki eru tekin sýni frá einkennalausum einstaklingum. Gert er ráð fyrir því að eftir nokkra daga verði hægt að greina sýni hér á landi. Þá gera viðbragsáætlanir ráð fyrir að ef upp komi sýking hér á landi verði einstaklingur í einangrun í tíu daga eftir að hann er hitalaus. Sýking af völdum veirunnar hefur verið staðfest hjá 4587 einstaklingum, langflest í Kína, og um 106 hafa látist. Þá hafa einnig fengist upplýsingar um alvarleg veikindi hjá fjölda einstaklinga. Fyrirhugaður er fundur almannavarna á morgun með starfsfólki Keflavíkurflugvallar. Upplýsingum verður komið áfram til annarra flugvalla. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20 Loka á lestar- og ferjusamgöngur milli Hong Kong og meginlandsins Stjörnvöld í Hong Kong hafa ákveðið að grípa til aðgerða til að reyna að hefta útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 28. janúar 2020 10:20 Íslendingarnir á Alicante ekki með Wuhan-veiru Greint var frá því í gær að grunur væri um að fólkið hefði smitast af Wuhan-kórónaveiru. 28. janúar 2020 09:36 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Ekkert Wuhan-kórónaveirusmit hefur verið staðfest á Íslandi enn sem komið er. Sóttvarnalæknir mælir með að ferðamenn sleppi „ónauðsynlegum ferðalögum“ til svæða þar sem faraldur veirunnar er í gangi. Þá er gert ráð fyrir því að eftir nokkra daga verði hægt að greina sýni hér á landi, að því er fram kemur í stöðuskýrslu almannavarna vegna kórónaveirunnar. Ríkislögreglustjóri lýsti yfir óvissustigi almannavarna vegna veirunnar þann 27. janúar 2020 í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis. Í stöðuskýrslu almannvarna segir að sóttvarnalæknir geri ráð fyrir að veiran berist til Íslands og því mikilvægt að grípa til ráðstafanna til að hefta útbreiðslu hennar sem mest hér á landi. „Engar aðgerðir munu hins vegar tryggja að veiran berist ekki hingað til lands,“ segir í skýrslunni. Almenningur og ferðamenn á Íslandi sem telja sig hafa sýkst af veirunni eru hvattir til að hringja í síma 1700, eða +354 5444113 fyrir erlend númer, varðandi nánari upplýsingar. Þeir eru sérstaklega beðnir um að mæta ekki á bráðamóttöku eða heilsugæslustöðvar nema að fengnum ráðleggingum í síma. Þá verða aðeins tekin sýni úr einstaklingum sem eru með einkenni veikinda. Ekki eru tekin sýni frá einkennalausum einstaklingum. Gert er ráð fyrir því að eftir nokkra daga verði hægt að greina sýni hér á landi. Þá gera viðbragsáætlanir ráð fyrir að ef upp komi sýking hér á landi verði einstaklingur í einangrun í tíu daga eftir að hann er hitalaus. Sýking af völdum veirunnar hefur verið staðfest hjá 4587 einstaklingum, langflest í Kína, og um 106 hafa látist. Þá hafa einnig fengist upplýsingar um alvarleg veikindi hjá fjölda einstaklinga. Fyrirhugaður er fundur almannavarna á morgun með starfsfólki Keflavíkurflugvallar. Upplýsingum verður komið áfram til annarra flugvalla.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20 Loka á lestar- og ferjusamgöngur milli Hong Kong og meginlandsins Stjörnvöld í Hong Kong hafa ákveðið að grípa til aðgerða til að reyna að hefta útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 28. janúar 2020 10:20 Íslendingarnir á Alicante ekki með Wuhan-veiru Greint var frá því í gær að grunur væri um að fólkið hefði smitast af Wuhan-kórónaveiru. 28. janúar 2020 09:36 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20
Loka á lestar- og ferjusamgöngur milli Hong Kong og meginlandsins Stjörnvöld í Hong Kong hafa ákveðið að grípa til aðgerða til að reyna að hefta útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 28. janúar 2020 10:20
Íslendingarnir á Alicante ekki með Wuhan-veiru Greint var frá því í gær að grunur væri um að fólkið hefði smitast af Wuhan-kórónaveiru. 28. janúar 2020 09:36