Heldur ekki fullum launum út kjörtímabilið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. janúar 2020 21:45 Guðmundur Gunnarsson lætur þegar af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Vísir/Egill Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að hann komi ekki til með að halda fullum launum út kjörtímabilið. Starfslokasamningur hans bíður nú samþykktar bæjarstjórnar. Þetta kemur fram í samtali Guðmundar við mbl. Þar segist hann þó ekki vilja tjá sig nánar um efni samningsins. Í gær var tilkynnt um að Guðmundur léti af störfum sem bæjarstjóri, en í yfirlýsingu frá Ísafjarðarbæ segir að ástæða starfslokanna sé ólík sýn á verkefni á vettvangi sveitarfélagsins. Þá hefur Fréttablaðið greint frá því að Guðmundi og Daníel Jakobssyni, oddvita Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, hafi lent saman eftir bæjarstjórnarfund. Arna Lára Jónsdóttir hafi þá þurft að ganga á milli þeirra. Það hefur þó ekki fengist staðfest. Haft er eftir Örnu Láru á vef Bæjarins besta að augljóst sé að það hafi verið samskiptaörðugleikar sem leiddu til starfsloka Guðmundar. Hún telji að framsóknarmenn í Ísafjarðarbæ hljóti að vera hugsi yfir stöðu sinni í bæjarmeirihlutanum. „Það var að þeirra undirlagi og kosningaloforð að það var auglýst eftir bæjarstjóra og ég hef litið svo á Guðmundur hafi verið þeirra maður, ef hægt er að segja svo. Það er ekkert launungarmál að Sjálfstæðisflokkurinn tefldi Daníel Jakobssyni fram sem bæjarstjóra en féllust svo á að auglýsa,“ segir hún. Þá segir hún Guðmund einnig hafa verið vel liðinn í bænum og að margir bæjarbúar hafi verið ósáttir við málalok. Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Uppnám í Ísafjarðarbæ tveimur vikum eftir snjóflóðin Guðmundur Gunnarsson, sem lætur í dag af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir aðdragandann að starfslokunum hafa verið stuttan. 27. janúar 2020 10:59 Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að hann komi ekki til með að halda fullum launum út kjörtímabilið. Starfslokasamningur hans bíður nú samþykktar bæjarstjórnar. Þetta kemur fram í samtali Guðmundar við mbl. Þar segist hann þó ekki vilja tjá sig nánar um efni samningsins. Í gær var tilkynnt um að Guðmundur léti af störfum sem bæjarstjóri, en í yfirlýsingu frá Ísafjarðarbæ segir að ástæða starfslokanna sé ólík sýn á verkefni á vettvangi sveitarfélagsins. Þá hefur Fréttablaðið greint frá því að Guðmundi og Daníel Jakobssyni, oddvita Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, hafi lent saman eftir bæjarstjórnarfund. Arna Lára Jónsdóttir hafi þá þurft að ganga á milli þeirra. Það hefur þó ekki fengist staðfest. Haft er eftir Örnu Láru á vef Bæjarins besta að augljóst sé að það hafi verið samskiptaörðugleikar sem leiddu til starfsloka Guðmundar. Hún telji að framsóknarmenn í Ísafjarðarbæ hljóti að vera hugsi yfir stöðu sinni í bæjarmeirihlutanum. „Það var að þeirra undirlagi og kosningaloforð að það var auglýst eftir bæjarstjóra og ég hef litið svo á Guðmundur hafi verið þeirra maður, ef hægt er að segja svo. Það er ekkert launungarmál að Sjálfstæðisflokkurinn tefldi Daníel Jakobssyni fram sem bæjarstjóra en féllust svo á að auglýsa,“ segir hún. Þá segir hún Guðmund einnig hafa verið vel liðinn í bænum og að margir bæjarbúar hafi verið ósáttir við málalok.
Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Uppnám í Ísafjarðarbæ tveimur vikum eftir snjóflóðin Guðmundur Gunnarsson, sem lætur í dag af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir aðdragandann að starfslokunum hafa verið stuttan. 27. janúar 2020 10:59 Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Uppnám í Ísafjarðarbæ tveimur vikum eftir snjóflóðin Guðmundur Gunnarsson, sem lætur í dag af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir aðdragandann að starfslokunum hafa verið stuttan. 27. janúar 2020 10:59
Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36