Heldur ekki fullum launum út kjörtímabilið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. janúar 2020 21:45 Guðmundur Gunnarsson lætur þegar af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Vísir/Egill Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að hann komi ekki til með að halda fullum launum út kjörtímabilið. Starfslokasamningur hans bíður nú samþykktar bæjarstjórnar. Þetta kemur fram í samtali Guðmundar við mbl. Þar segist hann þó ekki vilja tjá sig nánar um efni samningsins. Í gær var tilkynnt um að Guðmundur léti af störfum sem bæjarstjóri, en í yfirlýsingu frá Ísafjarðarbæ segir að ástæða starfslokanna sé ólík sýn á verkefni á vettvangi sveitarfélagsins. Þá hefur Fréttablaðið greint frá því að Guðmundi og Daníel Jakobssyni, oddvita Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, hafi lent saman eftir bæjarstjórnarfund. Arna Lára Jónsdóttir hafi þá þurft að ganga á milli þeirra. Það hefur þó ekki fengist staðfest. Haft er eftir Örnu Láru á vef Bæjarins besta að augljóst sé að það hafi verið samskiptaörðugleikar sem leiddu til starfsloka Guðmundar. Hún telji að framsóknarmenn í Ísafjarðarbæ hljóti að vera hugsi yfir stöðu sinni í bæjarmeirihlutanum. „Það var að þeirra undirlagi og kosningaloforð að það var auglýst eftir bæjarstjóra og ég hef litið svo á Guðmundur hafi verið þeirra maður, ef hægt er að segja svo. Það er ekkert launungarmál að Sjálfstæðisflokkurinn tefldi Daníel Jakobssyni fram sem bæjarstjóra en féllust svo á að auglýsa,“ segir hún. Þá segir hún Guðmund einnig hafa verið vel liðinn í bænum og að margir bæjarbúar hafi verið ósáttir við málalok. Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Uppnám í Ísafjarðarbæ tveimur vikum eftir snjóflóðin Guðmundur Gunnarsson, sem lætur í dag af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir aðdragandann að starfslokunum hafa verið stuttan. 27. janúar 2020 10:59 Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að hann komi ekki til með að halda fullum launum út kjörtímabilið. Starfslokasamningur hans bíður nú samþykktar bæjarstjórnar. Þetta kemur fram í samtali Guðmundar við mbl. Þar segist hann þó ekki vilja tjá sig nánar um efni samningsins. Í gær var tilkynnt um að Guðmundur léti af störfum sem bæjarstjóri, en í yfirlýsingu frá Ísafjarðarbæ segir að ástæða starfslokanna sé ólík sýn á verkefni á vettvangi sveitarfélagsins. Þá hefur Fréttablaðið greint frá því að Guðmundi og Daníel Jakobssyni, oddvita Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, hafi lent saman eftir bæjarstjórnarfund. Arna Lára Jónsdóttir hafi þá þurft að ganga á milli þeirra. Það hefur þó ekki fengist staðfest. Haft er eftir Örnu Láru á vef Bæjarins besta að augljóst sé að það hafi verið samskiptaörðugleikar sem leiddu til starfsloka Guðmundar. Hún telji að framsóknarmenn í Ísafjarðarbæ hljóti að vera hugsi yfir stöðu sinni í bæjarmeirihlutanum. „Það var að þeirra undirlagi og kosningaloforð að það var auglýst eftir bæjarstjóra og ég hef litið svo á Guðmundur hafi verið þeirra maður, ef hægt er að segja svo. Það er ekkert launungarmál að Sjálfstæðisflokkurinn tefldi Daníel Jakobssyni fram sem bæjarstjóra en féllust svo á að auglýsa,“ segir hún. Þá segir hún Guðmund einnig hafa verið vel liðinn í bænum og að margir bæjarbúar hafi verið ósáttir við málalok.
Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Uppnám í Ísafjarðarbæ tveimur vikum eftir snjóflóðin Guðmundur Gunnarsson, sem lætur í dag af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir aðdragandann að starfslokunum hafa verið stuttan. 27. janúar 2020 10:59 Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Uppnám í Ísafjarðarbæ tveimur vikum eftir snjóflóðin Guðmundur Gunnarsson, sem lætur í dag af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir aðdragandann að starfslokunum hafa verið stuttan. 27. janúar 2020 10:59
Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36