Stjórnin tókst á um Stefán eða Kolbrúnu Jakob Bjarnar og Stefán Ó. Jónsson skrifa 29. janúar 2020 11:33 Stjórnin skiptist í tvö horn, fjórir vildu Kolbrúnu Halldórsdóttur en fjórir Stefán Eiríksson. Oddaatkvæði formanns réði úrslitum og stjórn sammæltist um að koma fram einhuga varðandi valið. Samkvæmt heimildum Vísis var stjórn Ríkisútvarpsins ohf. klofin í afstöðu sinni til tveggja umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra. Valið stóð á milli Stefáns Eiríkssonar og Kolbrúnar Halldórsdóttur. Oddaatkvæði formanns stjórnarinnar, Kára Jónassonar, réði úrslitum. Á seinni stigum kom stjórnin sér saman um að koma fram út á við svo að sem einhugur hafi verið um val á Stefáni. Að þannig sé hagur stofnunarinnar best tryggður að valið hafi verið óumdeilt. Atkvæði féllu fjögur gegn fjórum Gunnar Smári Egilsson blaðamaður heldur því fram á sinni Facebooksíðu að atkvæðin hafi fallið þannig að Kolbrúnu völdu fulltrúar VG (Jón Ólafsson og Elísabet Indra Ragnarsdóttir), fulltrúi Samfylkingar (Mörður Árnason) og fulltrúi Pírata (Lára Hanna Einarsdóttir). Stefán vildu hins vegar fulltrúar Sjálfstæðisflokksins (Jón Jónsson (varamaður Ragnheiðar Ríkharðsdóttur) og Brynjólfur Stefánsson), fulltrúi ráðherra (Kári Jónasson) og fulltrúi Viðreisnar (Birna Þórarinsdóttir). Þetta rímar við heimildir Vísis. Eftir því sem Vísir kemst næst sat Guðlaugur G. Sverrisson, fulltrúi Miðflokksins, hjá en hann mun ekki vera sáttur við valið á Stefáni, afstöðu sem meðal annars má rekja til ágreinings sem borgarfulltrúi Miðflokksins, Vigdís Hauksdóttir átti við Stefán og hóp starfsmanna Ráðhússins. Atkvæði féllu þannig jöfn 4/4. Valgeir Vilhjálmsson situr í stjórn sem fulltrúi stofnunarinnar en samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið ohf. hefur hann ekki atkvæðisrétt. Ragnheiður tengdist nokkrum umsækjenda Ragnheiður Ríkharðsdóttir, varaformaður stjórnar Ríkisútvarpsins, sagði sig frá ráðningarferlinu. Í samtali við Vísi sagðist hún hafa gert það um leið og listi umsækjenda lá fyrir í ljósi þess að hún taldi sig vera í of nánum tengslum við nokkra umsækjendur. Um sé að ræða fólk sem hún hefur starfað með á vettvangi stjórnmálanna, sem og annars staðar. „Persónuleg tengsl mín gerðu það að verkum að ég leit svo á að hæfisreglur stjórnsýslunnar segðu: „Þú getur ekki tekið þátt í þessu ferli,“ segir Ragnheiður. Því hafi hún sagt sig frá því, fyrrnefndur Jón Jónsson komið inn í hennar stað og hún ekki heyrt af ráðningu Stefáns fyrr en í fjölmiðlum í gær. „Þegar maður segir sig frá einhverju eða víkur sæti - þá gerir maður það 100%,“ undirstrikar Ragnheiður. Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Stjórnsýsla Tengdar fréttir Telur óskynsamlegt að taka RÚV af auglýsingamarkaði Stefán Eiríksson, sem í dag var tilkynnt um að hefði verið ráðinn í stöðu útvarpsstjóra, segir að í sínum huga sé hlutverk Ríkisútvarpsins að miðla til íslensku þjóðarinnar gæðaefni sem kallað er eftir hverju sinni. Hann telur ekki að RÚV eigi að hverfa af auglýsingamarkaði. 28. janúar 2020 18:11 Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri Borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri kominn í Efstaleitið. 28. janúar 2020 14:30 Frumkvöðlastarf á Facebook kom Stefáni í Efstaleitið Frumkvöðlastarf Stefáns Eiríkssonar á sviði upplýsingagjafar lögreglu um sjálfa sig, sem miðaði að því að bæta ímynd hennar, var eitt af því sem vó þungt í afstöðu stjórnar Ríkisútvarpsins til umsóknar hans 28. janúar 2020 16:45 Skiptar skoðanir á ráðningu nýs útvarpsstjóra Stefán Eiríksson, borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri í Reykjavík, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri. Tilkynnt var um ráðningu hans á fjórða tímanum í dag. 28. janúar 2020 16:18 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis var stjórn Ríkisútvarpsins ohf. klofin í afstöðu sinni til tveggja umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra. Valið stóð á milli Stefáns Eiríkssonar og Kolbrúnar Halldórsdóttur. Oddaatkvæði formanns stjórnarinnar, Kára Jónassonar, réði úrslitum. Á seinni stigum kom stjórnin sér saman um að koma fram út á við svo að sem einhugur hafi verið um val á Stefáni. Að þannig sé hagur stofnunarinnar best tryggður að valið hafi verið óumdeilt. Atkvæði féllu fjögur gegn fjórum Gunnar Smári Egilsson blaðamaður heldur því fram á sinni Facebooksíðu að atkvæðin hafi fallið þannig að Kolbrúnu völdu fulltrúar VG (Jón Ólafsson og Elísabet Indra Ragnarsdóttir), fulltrúi Samfylkingar (Mörður Árnason) og fulltrúi Pírata (Lára Hanna Einarsdóttir). Stefán vildu hins vegar fulltrúar Sjálfstæðisflokksins (Jón Jónsson (varamaður Ragnheiðar Ríkharðsdóttur) og Brynjólfur Stefánsson), fulltrúi ráðherra (Kári Jónasson) og fulltrúi Viðreisnar (Birna Þórarinsdóttir). Þetta rímar við heimildir Vísis. Eftir því sem Vísir kemst næst sat Guðlaugur G. Sverrisson, fulltrúi Miðflokksins, hjá en hann mun ekki vera sáttur við valið á Stefáni, afstöðu sem meðal annars má rekja til ágreinings sem borgarfulltrúi Miðflokksins, Vigdís Hauksdóttir átti við Stefán og hóp starfsmanna Ráðhússins. Atkvæði féllu þannig jöfn 4/4. Valgeir Vilhjálmsson situr í stjórn sem fulltrúi stofnunarinnar en samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið ohf. hefur hann ekki atkvæðisrétt. Ragnheiður tengdist nokkrum umsækjenda Ragnheiður Ríkharðsdóttir, varaformaður stjórnar Ríkisútvarpsins, sagði sig frá ráðningarferlinu. Í samtali við Vísi sagðist hún hafa gert það um leið og listi umsækjenda lá fyrir í ljósi þess að hún taldi sig vera í of nánum tengslum við nokkra umsækjendur. Um sé að ræða fólk sem hún hefur starfað með á vettvangi stjórnmálanna, sem og annars staðar. „Persónuleg tengsl mín gerðu það að verkum að ég leit svo á að hæfisreglur stjórnsýslunnar segðu: „Þú getur ekki tekið þátt í þessu ferli,“ segir Ragnheiður. Því hafi hún sagt sig frá því, fyrrnefndur Jón Jónsson komið inn í hennar stað og hún ekki heyrt af ráðningu Stefáns fyrr en í fjölmiðlum í gær. „Þegar maður segir sig frá einhverju eða víkur sæti - þá gerir maður það 100%,“ undirstrikar Ragnheiður.
Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Stjórnsýsla Tengdar fréttir Telur óskynsamlegt að taka RÚV af auglýsingamarkaði Stefán Eiríksson, sem í dag var tilkynnt um að hefði verið ráðinn í stöðu útvarpsstjóra, segir að í sínum huga sé hlutverk Ríkisútvarpsins að miðla til íslensku þjóðarinnar gæðaefni sem kallað er eftir hverju sinni. Hann telur ekki að RÚV eigi að hverfa af auglýsingamarkaði. 28. janúar 2020 18:11 Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri Borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri kominn í Efstaleitið. 28. janúar 2020 14:30 Frumkvöðlastarf á Facebook kom Stefáni í Efstaleitið Frumkvöðlastarf Stefáns Eiríkssonar á sviði upplýsingagjafar lögreglu um sjálfa sig, sem miðaði að því að bæta ímynd hennar, var eitt af því sem vó þungt í afstöðu stjórnar Ríkisútvarpsins til umsóknar hans 28. janúar 2020 16:45 Skiptar skoðanir á ráðningu nýs útvarpsstjóra Stefán Eiríksson, borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri í Reykjavík, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri. Tilkynnt var um ráðningu hans á fjórða tímanum í dag. 28. janúar 2020 16:18 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Sjá meira
Telur óskynsamlegt að taka RÚV af auglýsingamarkaði Stefán Eiríksson, sem í dag var tilkynnt um að hefði verið ráðinn í stöðu útvarpsstjóra, segir að í sínum huga sé hlutverk Ríkisútvarpsins að miðla til íslensku þjóðarinnar gæðaefni sem kallað er eftir hverju sinni. Hann telur ekki að RÚV eigi að hverfa af auglýsingamarkaði. 28. janúar 2020 18:11
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri Borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri kominn í Efstaleitið. 28. janúar 2020 14:30
Frumkvöðlastarf á Facebook kom Stefáni í Efstaleitið Frumkvöðlastarf Stefáns Eiríkssonar á sviði upplýsingagjafar lögreglu um sjálfa sig, sem miðaði að því að bæta ímynd hennar, var eitt af því sem vó þungt í afstöðu stjórnar Ríkisútvarpsins til umsóknar hans 28. janúar 2020 16:45
Skiptar skoðanir á ráðningu nýs útvarpsstjóra Stefán Eiríksson, borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri í Reykjavík, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri. Tilkynnt var um ráðningu hans á fjórða tímanum í dag. 28. janúar 2020 16:18
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent