Hvatti forseta til að „sparka í rassinn á þessum ráðherralufsum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. janúar 2020 16:06 Ágúst Ólafur sparaði ekki stóru orðin um ríkisstjórnina á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sparaði ekki stóru orðin undir liðnum um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag. Sá forseti þingsins ástæðu til að beina þeim tilmælum til þingmannsins að vanda orðavalið. Ágúst lýsti yfir óánægju sinni með það, að líkt og fyrir jól, séu það fyrst og fremst þingmannamál sem beri uppi dagskrá þingsins. Mál ríkisstjórnarinnar komi bæði seint og illa inn til þingsins. „Ég hefði haldið að ríkisstjórn sem telur sig hafa eitthvað erindi myndi mæta nokkuð keik til leiks með fullt af nýjum þingmálum,“ sagði Ágúst Ólafur. Það sé hins vegar alls ekki raunin. Sagði hann að á að giska væru þingmannamálin líklega um þrír fjórðu hlutar þeirra mála sem komist hafa á dagskrá þingsins. „Þetta væri kannski allt í lagi ef planið væri að afgreiða þessi góðu þingmannamál en svo er auðvitað ekki raunin. Herra forseti, samkvæmt nýendurskoðaðri þingmálaskrá eru ráðherrarnir nú að seinka yfir 40 málum,“ sagði Ágúst Ólafur um leið og hann hvatti þingforseta til að „góðlátlega sparka í rassinn á þessum ráðherralufsum í þessari skrýtnu ríkisstjórn.“ Að mati Ágústs virðist ríkisstjórnin halda að þingið sé „einhver tilgangslítill stimpilpúði fyrir málin sín sem koma fram bæði seint og illa,“ eins og hann orðaði það. Þegar hann hafði lokið máli sínu sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, Ágústi Ólafi að gæta orða sinna. „Forseti hvetur þingmenn til að gæta hófs í orðavali,“ sagði Steingrímur. Alþingi Samfylkingin Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sparaði ekki stóru orðin undir liðnum um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag. Sá forseti þingsins ástæðu til að beina þeim tilmælum til þingmannsins að vanda orðavalið. Ágúst lýsti yfir óánægju sinni með það, að líkt og fyrir jól, séu það fyrst og fremst þingmannamál sem beri uppi dagskrá þingsins. Mál ríkisstjórnarinnar komi bæði seint og illa inn til þingsins. „Ég hefði haldið að ríkisstjórn sem telur sig hafa eitthvað erindi myndi mæta nokkuð keik til leiks með fullt af nýjum þingmálum,“ sagði Ágúst Ólafur. Það sé hins vegar alls ekki raunin. Sagði hann að á að giska væru þingmannamálin líklega um þrír fjórðu hlutar þeirra mála sem komist hafa á dagskrá þingsins. „Þetta væri kannski allt í lagi ef planið væri að afgreiða þessi góðu þingmannamál en svo er auðvitað ekki raunin. Herra forseti, samkvæmt nýendurskoðaðri þingmálaskrá eru ráðherrarnir nú að seinka yfir 40 málum,“ sagði Ágúst Ólafur um leið og hann hvatti þingforseta til að „góðlátlega sparka í rassinn á þessum ráðherralufsum í þessari skrýtnu ríkisstjórn.“ Að mati Ágústs virðist ríkisstjórnin halda að þingið sé „einhver tilgangslítill stimpilpúði fyrir málin sín sem koma fram bæði seint og illa,“ eins og hann orðaði það. Þegar hann hafði lokið máli sínu sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, Ágústi Ólafi að gæta orða sinna. „Forseti hvetur þingmenn til að gæta hófs í orðavali,“ sagði Steingrímur.
Alþingi Samfylkingin Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira