Lögreglumönnum hafi ekki fækkað en fjöldi ómenntaðra aukist Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. janúar 2020 18:30 Í umfjöllun Kompáss í vikunni kom fram að lögreglumönnum hefur fækkað á meðan málum, íbúum og ferðamönnum fjölgar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að ekki hafi orðið fækkun hjá þeim sem sinna löggæslustörfum. „Hann hefur staðið í stað fjöldi lögreglumanna en við höfum líka verið að nýta krafta ómenntaðra lögreglumanna. Þannig að það er ekki hægt að segja að þeim hafi fækkað sem eru að sinna löggæslustörfum.“ Í Kompás var sérstaklega fjallað um mikla fækkun menntaðra lögreglumanna. Hins vegar er það rétt hjá ráðherra að ef fjöldi ómenntaðra lögreglumanna er tekinn með þá virðist fjöldinn standa í stað. Hlutfall ómenntaðra lögreglumanna og lögreglunema í afleysingum hefur hækkað mikið síðustu ár og var á síðasta ári tæp 16% af lögreglumönnum. Eins og sést hefur hlutfall ómenntaðra lögreglumanna af þeim sem starfa í lögreglunni aukist gífurlega síðustu ár.grafík/hafsteinn Fram kom í Kompás að harkan og álagið í starfi hafi aukist og lögregla búi ekki yfir nægilegum styrk. Fagmennska og þjálfun sé auðvitað lykilatriði. Þá sagði formaður Landssambands lögreglumanna átta ráðherra málaflokksins hafa verið upplýsta um stöðuna en talað fyrir daufum eyrum. „Ég hef ekki miklar áhyggjur af stöðunni en það þýðir ekki að við getum ekki gert betur. Ég held það séu mikil tækifæri til að efla lögregluna með ýmis konar hætti. Við höfum sett fjármuni í lögregluna sem er mörgum milljörðum meiri en bara fyrir nokkrum árum síðan,“ segir Áslaug Arna. Á morgun kemur nýtt lögregluráð saman og segir ráðherra að fjármál lögreglunnar muni meðal annars vera þar til umræðu. „Það er verið að skoða hér hvernig farið er með fjármunina og hvort við getum breytt einhverju í skipulaginu til að gera betur.“ Kompás Lögreglan Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eftirför sem endaði með ósköpum Kompás birtir sláandi myndband þar sem ölvuðum ökumanni var veitt eftirför. Sá hafði stofnað lífi fjölda annarra í hættu með hátterni sínu og óljóst hvernig hefði farið hefði lögregla ekki skorist í leikinn. Lögreglumenn eru sammála um að harka og ofbeldið í útköllum sé meira en áður. 27. janúar 2020 09:00 Færri lögreglumenn sinna erfiðari og hættulegri útköllum: „Álagið hefur aldrei verið meira“ Lögreglumenn á Íslandi eru á þriðja hundrað færri en ásættanlegt getur talist að mati greiningardeildar ríkislögreglustóra. Aukin harka, ofbeldi og erfiðari útköll einkenna störf þeirra í dag. Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað á fimmta tug frá árinu 2008. 26. janúar 2020 21:00 Kompás: „Glapræði“ hvernig ástandið er í lögreglunni "Við höfum bent á þessa undirmönnun sem er búin að vera viðvarandi í lögreglunni í fjölda mörg ár. Ekki færri en átta ráðherrar dómsmála hafa komið að þessu og fengið nákvæmlega sömu upplýsingar, en það stendur allt á sama stað og það gerist ekki neitt,“ segir formaður Landssamband lögreglumanna. 27. janúar 2020 18:45 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Í umfjöllun Kompáss í vikunni kom fram að lögreglumönnum hefur fækkað á meðan málum, íbúum og ferðamönnum fjölgar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að ekki hafi orðið fækkun hjá þeim sem sinna löggæslustörfum. „Hann hefur staðið í stað fjöldi lögreglumanna en við höfum líka verið að nýta krafta ómenntaðra lögreglumanna. Þannig að það er ekki hægt að segja að þeim hafi fækkað sem eru að sinna löggæslustörfum.“ Í Kompás var sérstaklega fjallað um mikla fækkun menntaðra lögreglumanna. Hins vegar er það rétt hjá ráðherra að ef fjöldi ómenntaðra lögreglumanna er tekinn með þá virðist fjöldinn standa í stað. Hlutfall ómenntaðra lögreglumanna og lögreglunema í afleysingum hefur hækkað mikið síðustu ár og var á síðasta ári tæp 16% af lögreglumönnum. Eins og sést hefur hlutfall ómenntaðra lögreglumanna af þeim sem starfa í lögreglunni aukist gífurlega síðustu ár.grafík/hafsteinn Fram kom í Kompás að harkan og álagið í starfi hafi aukist og lögregla búi ekki yfir nægilegum styrk. Fagmennska og þjálfun sé auðvitað lykilatriði. Þá sagði formaður Landssambands lögreglumanna átta ráðherra málaflokksins hafa verið upplýsta um stöðuna en talað fyrir daufum eyrum. „Ég hef ekki miklar áhyggjur af stöðunni en það þýðir ekki að við getum ekki gert betur. Ég held það séu mikil tækifæri til að efla lögregluna með ýmis konar hætti. Við höfum sett fjármuni í lögregluna sem er mörgum milljörðum meiri en bara fyrir nokkrum árum síðan,“ segir Áslaug Arna. Á morgun kemur nýtt lögregluráð saman og segir ráðherra að fjármál lögreglunnar muni meðal annars vera þar til umræðu. „Það er verið að skoða hér hvernig farið er með fjármunina og hvort við getum breytt einhverju í skipulaginu til að gera betur.“
Kompás Lögreglan Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eftirför sem endaði með ósköpum Kompás birtir sláandi myndband þar sem ölvuðum ökumanni var veitt eftirför. Sá hafði stofnað lífi fjölda annarra í hættu með hátterni sínu og óljóst hvernig hefði farið hefði lögregla ekki skorist í leikinn. Lögreglumenn eru sammála um að harka og ofbeldið í útköllum sé meira en áður. 27. janúar 2020 09:00 Færri lögreglumenn sinna erfiðari og hættulegri útköllum: „Álagið hefur aldrei verið meira“ Lögreglumenn á Íslandi eru á þriðja hundrað færri en ásættanlegt getur talist að mati greiningardeildar ríkislögreglustóra. Aukin harka, ofbeldi og erfiðari útköll einkenna störf þeirra í dag. Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað á fimmta tug frá árinu 2008. 26. janúar 2020 21:00 Kompás: „Glapræði“ hvernig ástandið er í lögreglunni "Við höfum bent á þessa undirmönnun sem er búin að vera viðvarandi í lögreglunni í fjölda mörg ár. Ekki færri en átta ráðherrar dómsmála hafa komið að þessu og fengið nákvæmlega sömu upplýsingar, en það stendur allt á sama stað og það gerist ekki neitt,“ segir formaður Landssamband lögreglumanna. 27. janúar 2020 18:45 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Eftirför sem endaði með ósköpum Kompás birtir sláandi myndband þar sem ölvuðum ökumanni var veitt eftirför. Sá hafði stofnað lífi fjölda annarra í hættu með hátterni sínu og óljóst hvernig hefði farið hefði lögregla ekki skorist í leikinn. Lögreglumenn eru sammála um að harka og ofbeldið í útköllum sé meira en áður. 27. janúar 2020 09:00
Færri lögreglumenn sinna erfiðari og hættulegri útköllum: „Álagið hefur aldrei verið meira“ Lögreglumenn á Íslandi eru á þriðja hundrað færri en ásættanlegt getur talist að mati greiningardeildar ríkislögreglustóra. Aukin harka, ofbeldi og erfiðari útköll einkenna störf þeirra í dag. Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað á fimmta tug frá árinu 2008. 26. janúar 2020 21:00
Kompás: „Glapræði“ hvernig ástandið er í lögreglunni "Við höfum bent á þessa undirmönnun sem er búin að vera viðvarandi í lögreglunni í fjölda mörg ár. Ekki færri en átta ráðherrar dómsmála hafa komið að þessu og fengið nákvæmlega sömu upplýsingar, en það stendur allt á sama stað og það gerist ekki neitt,“ segir formaður Landssamband lögreglumanna. 27. janúar 2020 18:45