Þekktir kylfingar komust ekki í gegnum niðurskurðinn og mikil spenna á toppnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. ágúst 2020 23:31 Billy Horschel fór upp um tólf sæti milli daga á Wyndham Championship mótinu í golfi. Hann er jafn þremur öðrum í efsta sæti mótsins. getty/Chris Keane Fjórir kylfingar eru efstir og jafnir eftir fyrstu tvo hringina á Wyndham Championship mótinu sem er hluti af PGA-mótaröðinni í golfi. Þetta eru Bandaríkjamennirnir Tom Hoge, Talor Gooch og Billy Horschel og Si Woo Kim frá Suður-Kóreu. Þeir eru allir á tíu höggum undir pari. Horschel lék best þeirra í dag, á sex höggum undir pari, og fór upp um tólf sæti. For a share of the lead ... @BillyHo_Golf has reached 10-under.#QuickHits pic.twitter.com/LpYl6EfT1k— PGA TOUR (@PGATOUR) August 14, 2020 Hoge var einnig á toppnum eftir fyrsta hringinn, þá ásamt landa sínum, Harold Varner III, og Kanadamanninum Roger Sloan. Varner lék á einu höggi undir pari í dag og er í 5. sæti. Sloan lék hins vegar á pari og féll niður í 9. sætið. Írinn Shane Lowry lék sérlega vel í dag, á sjö höggum undir pari, og hoppaði upp um 37 sæti og í það fimmta. Nokkrir þekktir kylfingar komust ekki í gegnum niðurskurðinn. Má þar nefna Bandaríkjamennina Brooks Koepka og Jim Furyk og Englendingana Justin Thomas og Luke Donald. Þá komst J.T. Poston frá Bandaríkjunum, sem vann Wyndham mótið í fyrra, ekki í gegnum niðurskurðinn. Hann lék á pari en niðurskurðurinn miðaðist við þrjú högg undir pari. Sýnt verður beint frá öllum keppnisdögum á Wyndham mótinu á Stöð 2 Golf. Á morgun hefst útsending klukkan 17:00. Through round 2 of the @WyndhamChamp:1. @HogeGolf (-10)1. Si Woo Kim 1. @TalorGooch 1. @BillyHo_Golf 5. @Harris_English (-9)5. @andrewlgolf 5. @doc_redman 5. @ShaneLowryGolf 5. @HV3_Golf Full leaderboard: https://t.co/9onzT4avIM pic.twitter.com/lwLl7ZiYco— PGA TOUR (@PGATOUR) August 14, 2020 Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Fjórir kylfingar eru efstir og jafnir eftir fyrstu tvo hringina á Wyndham Championship mótinu sem er hluti af PGA-mótaröðinni í golfi. Þetta eru Bandaríkjamennirnir Tom Hoge, Talor Gooch og Billy Horschel og Si Woo Kim frá Suður-Kóreu. Þeir eru allir á tíu höggum undir pari. Horschel lék best þeirra í dag, á sex höggum undir pari, og fór upp um tólf sæti. For a share of the lead ... @BillyHo_Golf has reached 10-under.#QuickHits pic.twitter.com/LpYl6EfT1k— PGA TOUR (@PGATOUR) August 14, 2020 Hoge var einnig á toppnum eftir fyrsta hringinn, þá ásamt landa sínum, Harold Varner III, og Kanadamanninum Roger Sloan. Varner lék á einu höggi undir pari í dag og er í 5. sæti. Sloan lék hins vegar á pari og féll niður í 9. sætið. Írinn Shane Lowry lék sérlega vel í dag, á sjö höggum undir pari, og hoppaði upp um 37 sæti og í það fimmta. Nokkrir þekktir kylfingar komust ekki í gegnum niðurskurðinn. Má þar nefna Bandaríkjamennina Brooks Koepka og Jim Furyk og Englendingana Justin Thomas og Luke Donald. Þá komst J.T. Poston frá Bandaríkjunum, sem vann Wyndham mótið í fyrra, ekki í gegnum niðurskurðinn. Hann lék á pari en niðurskurðurinn miðaðist við þrjú högg undir pari. Sýnt verður beint frá öllum keppnisdögum á Wyndham mótinu á Stöð 2 Golf. Á morgun hefst útsending klukkan 17:00. Through round 2 of the @WyndhamChamp:1. @HogeGolf (-10)1. Si Woo Kim 1. @TalorGooch 1. @BillyHo_Golf 5. @Harris_English (-9)5. @andrewlgolf 5. @doc_redman 5. @ShaneLowryGolf 5. @HV3_Golf Full leaderboard: https://t.co/9onzT4avIM pic.twitter.com/lwLl7ZiYco— PGA TOUR (@PGATOUR) August 14, 2020
Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira