Tæplega 190 milljónir í boði fyrir félagasamtök Heimsljós kynnir 10. janúar 2020 14:45 Utanríkisráðuneytið hyggst úthluta 186,5 milljónum króna til félagasamtaka á þessu ári vegna verkefna á sviði þróunarsamvinnu og mannúðarmála. Af þessari fjárhæð á að ráðstafa 121 milljón króna til mannúðarverkefna og 62,5 milljónum til þróunarsamvinnuverkefna. Opið er fyrir umsóknir allt árið til mannúðarverkefna, með fyrirvara um að fjárheimildir kunni að vera fullnýttar áður en árið er liðið, en umsóknarfrestur um styrki til þróunarsamvinnuverkefna er til mánudagsins 16. mars. Stór hluti framlaga til mannúðarverkefna er eyrnamerktur verkefnum vegna neyðarinnar í Sýrlandi, eða 76,5 milljónir. Slík verkefni þurfa að vera í samræmi við neyðaráætlun Samræmingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) eða viðbragðsáætlun Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Styrkupphæðir geta numið allt að 95% af heildarkostnaði mannúðarverkefna og ráðuneytið mun leitast við að svara umsóknum innan þriggja vikna frá móttöku. Framlög til þróunarsamvinnuverkefna nema 62,5 milljónum að þessu sinni. Heimilt er að veita styrk til sama verkefnis til allt að fjögurra ára, með fyrirvara um fjárheimildir fjárlaga hvers árs. Styrkupphæð þróunarsamvinnuverkefna getur numið allt að 80% af heildarkostnaði við verkefnið. Umsóknir til framlaga til þróunarsamvinnuverkefna þurfa að berast fyrir miðnætti mánudagsins 16. mars. Áætlað er að niðurstöður ráðherra um þessa styrki liggi fyrir í maí. Athygli er vakin á því að félagasamtök þurfa að vera skráð í almannaheillafélagaskrá til þess að vera styrkhæf. Leiðbeiningar og nánari upplýsingar varðandi umsóknir er að finna á vef stjórnarráðsins.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent
Utanríkisráðuneytið hyggst úthluta 186,5 milljónum króna til félagasamtaka á þessu ári vegna verkefna á sviði þróunarsamvinnu og mannúðarmála. Af þessari fjárhæð á að ráðstafa 121 milljón króna til mannúðarverkefna og 62,5 milljónum til þróunarsamvinnuverkefna. Opið er fyrir umsóknir allt árið til mannúðarverkefna, með fyrirvara um að fjárheimildir kunni að vera fullnýttar áður en árið er liðið, en umsóknarfrestur um styrki til þróunarsamvinnuverkefna er til mánudagsins 16. mars. Stór hluti framlaga til mannúðarverkefna er eyrnamerktur verkefnum vegna neyðarinnar í Sýrlandi, eða 76,5 milljónir. Slík verkefni þurfa að vera í samræmi við neyðaráætlun Samræmingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) eða viðbragðsáætlun Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Styrkupphæðir geta numið allt að 95% af heildarkostnaði mannúðarverkefna og ráðuneytið mun leitast við að svara umsóknum innan þriggja vikna frá móttöku. Framlög til þróunarsamvinnuverkefna nema 62,5 milljónum að þessu sinni. Heimilt er að veita styrk til sama verkefnis til allt að fjögurra ára, með fyrirvara um fjárheimildir fjárlaga hvers árs. Styrkupphæð þróunarsamvinnuverkefna getur numið allt að 80% af heildarkostnaði við verkefnið. Umsóknir til framlaga til þróunarsamvinnuverkefna þurfa að berast fyrir miðnætti mánudagsins 16. mars. Áætlað er að niðurstöður ráðherra um þessa styrki liggi fyrir í maí. Athygli er vakin á því að félagasamtök þurfa að vera skráð í almannaheillafélagaskrá til þess að vera styrkhæf. Leiðbeiningar og nánari upplýsingar varðandi umsóknir er að finna á vef stjórnarráðsins.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent