Ruddi Öxnadalsheiði svo starfsmennirnir hans næðu flugi: „Ef þú hugsar vel um mennina þína þá hugsa þeir vel um þig“ Birgir Olgeirsson skrifar 11. janúar 2020 08:30 Akureyringurinn Finnur Aðalbjörnsson. Vísir/Baldur Akureyringur gerði sér lítið fyrir og ruddi veginn um Öxnadalsheiði í kolbrjáluðu veðri svo starfsmenn hans kæmust í kærkomið frí. Framtakið spurðist út sem varð til þess að nokkrir aðrir fengu að fljóta með, þar á meðal einn sem þurfti nauðsynlega að komast til læknis. Starfsmenn verktakafyrirtækis Finns Aðabjörnssonar á Akureyri höfðu beðið í tæpan sólarhring á miðvikudag eftir því að vegurinn um Öxnadalsheiði yrði opnaður. Þeir áttu bókað flug erlendis á fimmtudagsmorgun. Annars vegar ætlaði hluti þeirra til Birmingham og hins vegar til Svíþjóðar til að fylgjast með íslenska karlalandsliðinu keppa á Evrópumótinu í handbolta. Örvæntingafullir leituðu þeir til yfirmanns síns, Finns Aðalbjörnssonar eftir hjálp. „Þetta var nú bara smá grín fyrst. Þeir spurðu hvort ég gæti ekki bara farið og opnað fyrir þá. Við töluðum við Vegagerðina og spurðum hvort það væri ekki í lagi að stinga í gegn. Þeir sögðu það í lagi svo lengi sem við værum ekkert að gaspra um það,“ segir Finnur. Finnur segist sjaldan hafa séð svo mikla snjódýpt á heiðinni svo kílómetrum skipti.Aðsend Leyfið fékkst frá Vegagerðinni enda sér fyrirtæki Finns um snjómokstur á Akureyri og þeir vel búnir. Hann passaði sig að skemma ekkert fyrir þeim sem sjá um mokstur á heiðinni sem hann segir algjörar hetjur en hafi eðlilega þurft að hætta mokstri vegna veðurs. „Við vorum á okkar eigin ábyrgð þarna og passaði mig að valda ekki neinum óþægindum fyrir snjómoksturmennina sem moka heiðina. Þetta eru algjörir naglar sem hafa staðið sig svakalega vel. Þeir gáfust bara upp út af veðri, þeir gátu ekki opnað veginn út af brjáluðu veðri.“ Finnur segist sjaldan hafa séð aðra eins snjódýpt á heiðinni svo kílómetrum skipti. „Það var helvíti vont veður. Við vorum á móti vindinum alla leiðina. Það fauk allt á gluggann og maður sá ekkert út.“ Finnur segir strákana sem voru með honum hafa verið vel búna og stukku út með reglulegu millibili til að klifra upp á fjögur hundruð hestafla traktorinn, sem var búinn snjóblásara, til að berja af rúðunni. „Ég þurfti því aldrei að fara út.“ Heilt yfir tók það 9 tíma að ryðja veginn fram og til baka. Skyggnið var lítið sem ekkert að sögn Finns.Aðsend Ferðin spurðist þó fljótlega út. Þegar Finnur kom niður heiðina sá hann 23 bíla sem höfðu fylgt þeim og mikið þakklæti sem fylgdi. „Það fjölgaði alltaf í röðinni á eftir. Ég sá bara fremstu bílana sem voru á eftir mér. Þegar við komum niður í Skagafjörð voru 23 á eftir. Allir mjög þakklátir. Þar á meðal fullorðinn maður sem þurfti að komast til sænsk læknis sem var bara í Reykjavík einn dag til viðbótar. Það var ósköp gott að geta komið þessum manni suður.“ Sjö fylgdu síðan Finni til baka yfir heiðina. Þrátt fyrir níu tíma verk kom aldrei annað til greina en að aðstoða starfsmennina sína. „Ef þú hugsar vel um mennina þína þá hugsa þeir vel um þig.“ Starfsmennirnir rétt sluppu yfir Holtavörðuheiði áður en vegurinn var lokaður og komust í flug. Þegar fréttastofa hitti Finn var hann á leið til Boston með fjölskyldunni. Um er að ræða ferð sem börnin gáfu honum því þau höfðu séð hann lítið í desember vegna annríkis við snjómokstur fyrir norðan. „Það er búið að vera vont veður fyrir norðan lengi og mikill snjór. Þetta hefur verið nánast sleitulaust frá miðjum desember og þangað til í dag. Við fengum tvo daga í frí um jólin, það var allt of sumt. Menn eru orðnir pínu þreyttir.“ Akureyri Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Fleiri fréttir Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Sjá meira
Akureyringur gerði sér lítið fyrir og ruddi veginn um Öxnadalsheiði í kolbrjáluðu veðri svo starfsmenn hans kæmust í kærkomið frí. Framtakið spurðist út sem varð til þess að nokkrir aðrir fengu að fljóta með, þar á meðal einn sem þurfti nauðsynlega að komast til læknis. Starfsmenn verktakafyrirtækis Finns Aðabjörnssonar á Akureyri höfðu beðið í tæpan sólarhring á miðvikudag eftir því að vegurinn um Öxnadalsheiði yrði opnaður. Þeir áttu bókað flug erlendis á fimmtudagsmorgun. Annars vegar ætlaði hluti þeirra til Birmingham og hins vegar til Svíþjóðar til að fylgjast með íslenska karlalandsliðinu keppa á Evrópumótinu í handbolta. Örvæntingafullir leituðu þeir til yfirmanns síns, Finns Aðalbjörnssonar eftir hjálp. „Þetta var nú bara smá grín fyrst. Þeir spurðu hvort ég gæti ekki bara farið og opnað fyrir þá. Við töluðum við Vegagerðina og spurðum hvort það væri ekki í lagi að stinga í gegn. Þeir sögðu það í lagi svo lengi sem við værum ekkert að gaspra um það,“ segir Finnur. Finnur segist sjaldan hafa séð svo mikla snjódýpt á heiðinni svo kílómetrum skipti.Aðsend Leyfið fékkst frá Vegagerðinni enda sér fyrirtæki Finns um snjómokstur á Akureyri og þeir vel búnir. Hann passaði sig að skemma ekkert fyrir þeim sem sjá um mokstur á heiðinni sem hann segir algjörar hetjur en hafi eðlilega þurft að hætta mokstri vegna veðurs. „Við vorum á okkar eigin ábyrgð þarna og passaði mig að valda ekki neinum óþægindum fyrir snjómoksturmennina sem moka heiðina. Þetta eru algjörir naglar sem hafa staðið sig svakalega vel. Þeir gáfust bara upp út af veðri, þeir gátu ekki opnað veginn út af brjáluðu veðri.“ Finnur segist sjaldan hafa séð aðra eins snjódýpt á heiðinni svo kílómetrum skipti. „Það var helvíti vont veður. Við vorum á móti vindinum alla leiðina. Það fauk allt á gluggann og maður sá ekkert út.“ Finnur segir strákana sem voru með honum hafa verið vel búna og stukku út með reglulegu millibili til að klifra upp á fjögur hundruð hestafla traktorinn, sem var búinn snjóblásara, til að berja af rúðunni. „Ég þurfti því aldrei að fara út.“ Heilt yfir tók það 9 tíma að ryðja veginn fram og til baka. Skyggnið var lítið sem ekkert að sögn Finns.Aðsend Ferðin spurðist þó fljótlega út. Þegar Finnur kom niður heiðina sá hann 23 bíla sem höfðu fylgt þeim og mikið þakklæti sem fylgdi. „Það fjölgaði alltaf í röðinni á eftir. Ég sá bara fremstu bílana sem voru á eftir mér. Þegar við komum niður í Skagafjörð voru 23 á eftir. Allir mjög þakklátir. Þar á meðal fullorðinn maður sem þurfti að komast til sænsk læknis sem var bara í Reykjavík einn dag til viðbótar. Það var ósköp gott að geta komið þessum manni suður.“ Sjö fylgdu síðan Finni til baka yfir heiðina. Þrátt fyrir níu tíma verk kom aldrei annað til greina en að aðstoða starfsmennina sína. „Ef þú hugsar vel um mennina þína þá hugsa þeir vel um þig.“ Starfsmennirnir rétt sluppu yfir Holtavörðuheiði áður en vegurinn var lokaður og komust í flug. Þegar fréttastofa hitti Finn var hann á leið til Boston með fjölskyldunni. Um er að ræða ferð sem börnin gáfu honum því þau höfðu séð hann lítið í desember vegna annríkis við snjómokstur fyrir norðan. „Það er búið að vera vont veður fyrir norðan lengi og mikill snjór. Þetta hefur verið nánast sleitulaust frá miðjum desember og þangað til í dag. Við fengum tvo daga í frí um jólin, það var allt of sumt. Menn eru orðnir pínu þreyttir.“
Akureyri Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Fleiri fréttir Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Sjá meira