Dæmdur hryðjuverkamaður kynnir heimildarmynd hér á landi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. janúar 2020 20:30 Vegan aðgerðarsinni segir mikla vanlíðan hafa fylgt því að vera dæmdur fyrir hryðjuverkabrot í Bandaríkjunum. Hann segir mörkin óljós á milli þess hvað sé leyfilegur aktívismi og hvenær háttsemin varðar við hryðjuverkalög. Jake Conroy er vegan aðgerðarsinni sem sat í fjögur ár í alríkisfangelsi fyrir brot gegn hryðjuverkalögum. Hann er staddur hér á landi til að kynna heimildarmyndina The Animal People sem fjallar um sögu hans. Jake og félagar hans hófu herferð með það að markmiði að stöðva stórfyrirtæki sem sérhæfir sig í að prófa vörur fyrirtækja á dýrum. Herferðin snéri að bönkum, fjárfestum og öðrum sem stóðu á bakvið fjármögnun fyrirtækisins. „Þetta vakti mikla athygli stjórnvalda sökum velgengni okkar og af því að þetta hafði áhrif á starfrækslu fyrirtækja,“ sagði Jake Conroy, aðgerðarsinni. Hryðjuverkalög í Bandaríkjunum ná meðal annars yfir hópa sem beina aðgerðum sínum að fyrirtækjum sem starfa í tengslum við dýr. Samkvæmt lögunum má ekki valda fyrirtækjunum skaða sem nemur yfir 10 þúsund dali. Aðgerðarhópurinn var handtekinn og var svo ákært í málinu á grundvelli hryðjuverkalaga. Málið fór fyrir dómstóla og þurftu allir í hópnum að afplána fangelsisvist. Jake sat í alríkisfangelsi í fjögur ár. „Það opnaði augu mín að sitja inni og sjá hvernig kerfið virkar, hversu hræðilegt það er og hvernig það fer með fólk auk spillingarinnar. Það varpar fólki aftur inn í samfélagiðí verra ástandi en það kom inn,“ sagði Jake. Jake segir þunna línu á milli þess hvað sé leyfilegur aktívismi og hvenær aðgerðin er farin að brjóta í bága við hryðjuverkalög. „Þeir sögðu okkur hafa farið yfir ríkjamörk því við notuðum netið til skipulagningar með vefsíðum okkar. Einnig af því að við hefðum valdið yfir 10 þúsund dala fjárhagstjóni. Þeir töldu það vera sama hlutinn. Okkar sjónarmið er að þetta séu ekki hryðjuverk heldur virkur aktívismi. Aðgerðarsinnar vilja einmitt þrýsta á um breytingar fyrirtækja og stundum veldur það fjárhagstjóni,“ sagði Jake. Bandaríkin Vegan Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Vegan aðgerðarsinni segir mikla vanlíðan hafa fylgt því að vera dæmdur fyrir hryðjuverkabrot í Bandaríkjunum. Hann segir mörkin óljós á milli þess hvað sé leyfilegur aktívismi og hvenær háttsemin varðar við hryðjuverkalög. Jake Conroy er vegan aðgerðarsinni sem sat í fjögur ár í alríkisfangelsi fyrir brot gegn hryðjuverkalögum. Hann er staddur hér á landi til að kynna heimildarmyndina The Animal People sem fjallar um sögu hans. Jake og félagar hans hófu herferð með það að markmiði að stöðva stórfyrirtæki sem sérhæfir sig í að prófa vörur fyrirtækja á dýrum. Herferðin snéri að bönkum, fjárfestum og öðrum sem stóðu á bakvið fjármögnun fyrirtækisins. „Þetta vakti mikla athygli stjórnvalda sökum velgengni okkar og af því að þetta hafði áhrif á starfrækslu fyrirtækja,“ sagði Jake Conroy, aðgerðarsinni. Hryðjuverkalög í Bandaríkjunum ná meðal annars yfir hópa sem beina aðgerðum sínum að fyrirtækjum sem starfa í tengslum við dýr. Samkvæmt lögunum má ekki valda fyrirtækjunum skaða sem nemur yfir 10 þúsund dali. Aðgerðarhópurinn var handtekinn og var svo ákært í málinu á grundvelli hryðjuverkalaga. Málið fór fyrir dómstóla og þurftu allir í hópnum að afplána fangelsisvist. Jake sat í alríkisfangelsi í fjögur ár. „Það opnaði augu mín að sitja inni og sjá hvernig kerfið virkar, hversu hræðilegt það er og hvernig það fer með fólk auk spillingarinnar. Það varpar fólki aftur inn í samfélagiðí verra ástandi en það kom inn,“ sagði Jake. Jake segir þunna línu á milli þess hvað sé leyfilegur aktívismi og hvenær aðgerðin er farin að brjóta í bága við hryðjuverkalög. „Þeir sögðu okkur hafa farið yfir ríkjamörk því við notuðum netið til skipulagningar með vefsíðum okkar. Einnig af því að við hefðum valdið yfir 10 þúsund dala fjárhagstjóni. Þeir töldu það vera sama hlutinn. Okkar sjónarmið er að þetta séu ekki hryðjuverk heldur virkur aktívismi. Aðgerðarsinnar vilja einmitt þrýsta á um breytingar fyrirtækja og stundum veldur það fjárhagstjóni,“ sagði Jake.
Bandaríkin Vegan Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira