Seðlabankinn braut jafnréttislög við ráðningu upplýsingafulltrúa Eiður Þór Árnason skrifar 13. janúar 2020 22:07 Stefán Rafn var ráðinn upplýsingafulltrúi í júní síðastliðnum. Gunnhildur Arna kærði ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála. Vísir Seðlabankinn braut jafnréttislög þegar hann réð Stefán Rafn Sigurbjörnsson sem upplýsingafulltrúa bankans á síðasta ári. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, dagskrárgerðarmaður á Rás 2 og blaðamaður á Læknablaðinu, kærði ráðninguna en RÚV greindi fyrst frá. Þetta er í þriðja sinn sem Seðlabankinn hefur gerst sekur um að brjóta jafnréttislög frá árinu 2012. Stefán Rafn var ráðinn í stöðuna í júní síðastliðnum en hann starfaði þá sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. 51 sótti um starfið en fram kemur í úrskurði nefndarinnar að nægar líkur hafa verið leiddar að því að kæranda hafi verið mismunað á grundvelli kyns. „Telur nefndin að fyrir liggi að kærandi hafi staðið umræddum karli framar varðandi fyrstu tvær hæfniskröfurnar í ráðningarferlinu, þ.e. annars vegar menntun og hins vegar reynslu af kynningarstarfi og fjölmiðlun.“ Ekki tekist að sýna fram á að Stefán hafi staðið Gunnhildi framar Þá segir að Seðlabankanum hafi ekki tekist að sýna fram á að Stefán hafi staðið Gunnhildi framar varðandi næstu tvær hæfniskröfur „þ.e. varðandi tungumálakunnáttu og þekkingu á efnahags- og peningamálum og fjármálamörkuðum, en hvoru tveggja eru þættir sem unnt er að meta með fremur hlutlægum hætti.“ Telur nefndin að þau sjónarmið sem Seðlabankinn hafi dregið fram í málinu sýni ekki fram á að Stefán hafi staðið Gunnhildi framar við ráðninguna. „Að öllu framangreindu virtu hefur kærði ekki sýnt fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið til grundvallar ákvörðun um ráðningu í starf upplýsingafulltrúa.“ Segir kæruna tilefnislausa Fram kemur í úrskurðinum að Seðlabankinn telji kæruna tilefnislausa og að honum hafi verið frjálst að velja þann einstakling sem metinn hafi verið hæfastur á grundvelli viðmiða í auglýsingu. Bankinn segir jafnframt að heildstætt mat hafi verið gert á umsækjendum og mjög vandað ferli farið fram við ráðninguna. Úrskurðað var í málinu þann 17. desember síðastliðinn. Kærunefndin hafnaði kröfu Gunnhildar um að Seðlabankanum bæri að greiða málskostnað hennar í ljósi þess að ekki liggi fyrir hvort að hún hafi orðið fyrir kostnaði vegna málsins. Jafnréttismál Seðlabankinn Tengdar fréttir Þessi sóttu um starf upplýsingafulltrúa Seðlabankans Alls sótti 51 um stöðuna en tveir drógu umsókn sína til baka áður en ráðið var í starfið. 11. júní 2019 17:15 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Seðlabankinn braut jafnréttislög þegar hann réð Stefán Rafn Sigurbjörnsson sem upplýsingafulltrúa bankans á síðasta ári. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, dagskrárgerðarmaður á Rás 2 og blaðamaður á Læknablaðinu, kærði ráðninguna en RÚV greindi fyrst frá. Þetta er í þriðja sinn sem Seðlabankinn hefur gerst sekur um að brjóta jafnréttislög frá árinu 2012. Stefán Rafn var ráðinn í stöðuna í júní síðastliðnum en hann starfaði þá sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. 51 sótti um starfið en fram kemur í úrskurði nefndarinnar að nægar líkur hafa verið leiddar að því að kæranda hafi verið mismunað á grundvelli kyns. „Telur nefndin að fyrir liggi að kærandi hafi staðið umræddum karli framar varðandi fyrstu tvær hæfniskröfurnar í ráðningarferlinu, þ.e. annars vegar menntun og hins vegar reynslu af kynningarstarfi og fjölmiðlun.“ Ekki tekist að sýna fram á að Stefán hafi staðið Gunnhildi framar Þá segir að Seðlabankanum hafi ekki tekist að sýna fram á að Stefán hafi staðið Gunnhildi framar varðandi næstu tvær hæfniskröfur „þ.e. varðandi tungumálakunnáttu og þekkingu á efnahags- og peningamálum og fjármálamörkuðum, en hvoru tveggja eru þættir sem unnt er að meta með fremur hlutlægum hætti.“ Telur nefndin að þau sjónarmið sem Seðlabankinn hafi dregið fram í málinu sýni ekki fram á að Stefán hafi staðið Gunnhildi framar við ráðninguna. „Að öllu framangreindu virtu hefur kærði ekki sýnt fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið til grundvallar ákvörðun um ráðningu í starf upplýsingafulltrúa.“ Segir kæruna tilefnislausa Fram kemur í úrskurðinum að Seðlabankinn telji kæruna tilefnislausa og að honum hafi verið frjálst að velja þann einstakling sem metinn hafi verið hæfastur á grundvelli viðmiða í auglýsingu. Bankinn segir jafnframt að heildstætt mat hafi verið gert á umsækjendum og mjög vandað ferli farið fram við ráðninguna. Úrskurðað var í málinu þann 17. desember síðastliðinn. Kærunefndin hafnaði kröfu Gunnhildar um að Seðlabankanum bæri að greiða málskostnað hennar í ljósi þess að ekki liggi fyrir hvort að hún hafi orðið fyrir kostnaði vegna málsins.
Jafnréttismál Seðlabankinn Tengdar fréttir Þessi sóttu um starf upplýsingafulltrúa Seðlabankans Alls sótti 51 um stöðuna en tveir drógu umsókn sína til baka áður en ráðið var í starfið. 11. júní 2019 17:15 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Þessi sóttu um starf upplýsingafulltrúa Seðlabankans Alls sótti 51 um stöðuna en tveir drógu umsókn sína til baka áður en ráðið var í starfið. 11. júní 2019 17:15