Fótbolti

Tapaði einungis ellefu prósent af leikjunum sem hann stýrði en var samt rekinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Valverde áhyggjufullur. Nú er búið að reka hann.
Valverde áhyggjufullur. Nú er búið að reka hann. vísir/getty

Ernesto Valverde var í gær rekinn sem þjálfari Barcelona en þetta hafði legið í loftinu síðustu daga.

Barcelona tapaði 3-2 fyrir Atletico Madrid í undanúrslitum spænska Ofurbikarsins í síðustu viku og þar var kornið sem fyllti mælinn.

Gífurleg pressa hefur verið á Valverde síðan liðið kastaði frá sér 3-0 forystu gegn í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð.

Liðið er einnig ekki sagt spila nægilega flottan fótbolta og saknaði fólk að sjá „Barca-fótboltann“.

Þegar litið er á tölfræðina hjá Valverde má segja að hún sé nokkuð góð. Hann stýrði liðinu í 145 leikjum og tapaði einungis 16, eða ellefu prósent af leikjunum.





„Starfið hjá Barcelona er erfitt,“ segir Twitter-síðan B/R Football og það má taka undir það.

Við starfi hans tekur Quique Setién. Hann skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við Barcelona.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×