Greindi óvænt frá því að hún væri transkona Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. janúar 2020 19:51 Nikkie de Jager, betur þekkt sem NikkieTutorials, heldur úti gríðarvinsælli YouTube-rás þar sem hún birtir förðunarmyndbönd af ýmsum toga. Vísir/getty Nikkie de Jager, ein vinsælasta YouTube-stjarna heims, er transkona. De Jager greindi frá þessu í myndbandi sem hún birti á YouTube í gær og sagðist hafa ákveðið að taka málin í sinar hendur eftir að óprúttnir aðilar hefðu hótað því að afhjúpa hana. De Jager er þekkt undir nafninu NikkieTutorials og hefur haldið úti samnefndri YouTube-rás í rúman áratug. Hún er ein sú vinsælasta á sviði förðunar á miðlinum og státar af um þrettán milljón áskrifendum. Þá hefur hún birt myndbönd í samstarfi við Hollywood-stjörnur á borð við Lady Gaga og Jessie J. Þetta er í fyrsta sinn á löngum ferli sem De Jager greinir frá því að hún sé trans og fréttirnar komu því mörgum aðdáendum hennar í opna skjöldu. Myndbandið sem flutti netheimum tíðindin ber heitið „I‘m Coming Out“, eða „Ég kem út úr skápnum“ upp á íslensku og er í fyrsta sæti á vinsældarlista YouTube þessa stundina. De Jager rekur þar sögu sína og aðdraganda þess að hún ákvað loks að svipta hulunni af því sem hingað til hafði verið leyndarmál. „Þegar ég var yngri fæddist ég í röngum líkama, sem þýðir að ég er núna trans. […] Guð minn góður, þetta er svo frelsandi. Þið höfðuð ekki hugmynd um það þessi ellefu ár sem ég hef haldið rásinni úti, að ég bjó yfir þessu leyndarmáli og mig langaði alltaf að deila því með ykkur.“ Þá vandar hún óprúttnum aðilum, sem hún segir í raun hafa neytt sig til að leysa frá skjóðunni, ekki kveðjurnar. „Þessi er fyrir ykkur,“ segir De Jager og heldur uppi löngutöng á annarri hönd. Myndbandið má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. De Jager hefur notið mikils stuðnings meðal aðdáenda sinna, sem og meðlima hinseginsamfélagsins, eftir að hún greindi frá því að hún væri transkona. Hún kveðst afar þakklát fyrir viðtökurnar, þær hafi farið fram úr hennar björtustu vonum. Hinsegin Samfélagsmiðlar Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Sjá meira
Nikkie de Jager, ein vinsælasta YouTube-stjarna heims, er transkona. De Jager greindi frá þessu í myndbandi sem hún birti á YouTube í gær og sagðist hafa ákveðið að taka málin í sinar hendur eftir að óprúttnir aðilar hefðu hótað því að afhjúpa hana. De Jager er þekkt undir nafninu NikkieTutorials og hefur haldið úti samnefndri YouTube-rás í rúman áratug. Hún er ein sú vinsælasta á sviði förðunar á miðlinum og státar af um þrettán milljón áskrifendum. Þá hefur hún birt myndbönd í samstarfi við Hollywood-stjörnur á borð við Lady Gaga og Jessie J. Þetta er í fyrsta sinn á löngum ferli sem De Jager greinir frá því að hún sé trans og fréttirnar komu því mörgum aðdáendum hennar í opna skjöldu. Myndbandið sem flutti netheimum tíðindin ber heitið „I‘m Coming Out“, eða „Ég kem út úr skápnum“ upp á íslensku og er í fyrsta sæti á vinsældarlista YouTube þessa stundina. De Jager rekur þar sögu sína og aðdraganda þess að hún ákvað loks að svipta hulunni af því sem hingað til hafði verið leyndarmál. „Þegar ég var yngri fæddist ég í röngum líkama, sem þýðir að ég er núna trans. […] Guð minn góður, þetta er svo frelsandi. Þið höfðuð ekki hugmynd um það þessi ellefu ár sem ég hef haldið rásinni úti, að ég bjó yfir þessu leyndarmáli og mig langaði alltaf að deila því með ykkur.“ Þá vandar hún óprúttnum aðilum, sem hún segir í raun hafa neytt sig til að leysa frá skjóðunni, ekki kveðjurnar. „Þessi er fyrir ykkur,“ segir De Jager og heldur uppi löngutöng á annarri hönd. Myndbandið má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. De Jager hefur notið mikils stuðnings meðal aðdáenda sinna, sem og meðlima hinseginsamfélagsins, eftir að hún greindi frá því að hún væri transkona. Hún kveðst afar þakklát fyrir viðtökurnar, þær hafi farið fram úr hennar björtustu vonum.
Hinsegin Samfélagsmiðlar Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Sjá meira