„Í dag erum við öll Vestfirðingar“ Sunna Sæmundsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 15. janúar 2020 10:25 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíðinni í morgun. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sat fund í samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð í morgun með viðbragðsaðilum vegna snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og Suðureyri í gærkvöldi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sat einnig fundinn. Fréttastofa ræddi við Katrínu eftir fundinn sem sagði ljóst að þarna hefðu orðið miklar hamfarir og að tryggja yrði áfallahjálp fyrir alla íbúa á svæðunum. Hún sagði að á fundinum hefði verið farið stöðuna frá miðnætti. Það hefði legið fyrir að búið var að spá slæmu veðri. Mikilvægt var að búið var að senda varðskipið Þór vestur þannig að það gat brugðist við og ferjað björgunarsveitarmenn inn á Flateyri. „Allir viðbragðsaðilar hafa verið á fullu og það er verið að setja upp fjöldahjálparstöð eins og hefur komið fram. Það er ljóst auðvitað og ég held að ég tali fyrir hönd okkar allra að atburðirnir 1995 rifjast auðvitað upp fyrir okkur öllum og ég held að það sé ljóst að við verðum að tryggja áfallahjálp fyrir alla íbúa á svæðunum því þetta er auðvitað stórflóð, miklar hamfarir sem þarna hafa orðið, þótt það sé um leið mikil blessun að ekkert manntjón hafi orðið,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu laust fyrir klukkan 10 í morgun. 25 ár eru síðan tuttugu manns fórust í snjóflóði sem féll á Flateyri þann 26. október 1995. Þá sagði hún að enn yrði að hafa varann á því enn væri mjög vont veður. Áfram væri fylgst með stöðunni. „Það er erfitt að meta stöðuna í fjöllunum fyrr en það birtir þannig að þó að, eins og ég segi, ekkert manntjón hafi orðið þá er ekki tímabært að slaka á. Við þurfum að vera á vaktinni áfram. Síðan er alveg ljóst, og það mun auðvitað koma til kasta til réttra aðila, að það hefur orðið mikið eignatjón. Það verður auðvitað farið yfir það á réttum vettvangi í kjölfarið og ekki hægt að meta í raun og veru hvert það tjón er enn þá,“ sagði Katrín. Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sat fund í samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð í morgun með viðbragðsaðilum vegna snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og Suðureyri í gærkvöldi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sat einnig fundinn. Fréttastofa ræddi við Katrínu eftir fundinn sem sagði ljóst að þarna hefðu orðið miklar hamfarir og að tryggja yrði áfallahjálp fyrir alla íbúa á svæðunum. Hún sagði að á fundinum hefði verið farið stöðuna frá miðnætti. Það hefði legið fyrir að búið var að spá slæmu veðri. Mikilvægt var að búið var að senda varðskipið Þór vestur þannig að það gat brugðist við og ferjað björgunarsveitarmenn inn á Flateyri. „Allir viðbragðsaðilar hafa verið á fullu og það er verið að setja upp fjöldahjálparstöð eins og hefur komið fram. Það er ljóst auðvitað og ég held að ég tali fyrir hönd okkar allra að atburðirnir 1995 rifjast auðvitað upp fyrir okkur öllum og ég held að það sé ljóst að við verðum að tryggja áfallahjálp fyrir alla íbúa á svæðunum því þetta er auðvitað stórflóð, miklar hamfarir sem þarna hafa orðið, þótt það sé um leið mikil blessun að ekkert manntjón hafi orðið,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu laust fyrir klukkan 10 í morgun. 25 ár eru síðan tuttugu manns fórust í snjóflóði sem féll á Flateyri þann 26. október 1995. Þá sagði hún að enn yrði að hafa varann á því enn væri mjög vont veður. Áfram væri fylgst með stöðunni. „Það er erfitt að meta stöðuna í fjöllunum fyrr en það birtir þannig að þó að, eins og ég segi, ekkert manntjón hafi orðið þá er ekki tímabært að slaka á. Við þurfum að vera á vaktinni áfram. Síðan er alveg ljóst, og það mun auðvitað koma til kasta til réttra aðila, að það hefur orðið mikið eignatjón. Það verður auðvitað farið yfir það á réttum vettvangi í kjölfarið og ekki hægt að meta í raun og veru hvert það tjón er enn þá,“ sagði Katrín.
Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira