Ísland spilar gegn Slóveníu í fyrsta leik sínum í millriðlakeppninni á EM í Svíþjóð snemma á föstudag. Slóvenía verður fyrsti andstæðingur Íslands og hefst leikur liðanna klukkan 15.00.
Strákarnir okkar spila einnig snemma á sunnudag, klukkan 13.00. Andstæðingur þeirra þá verður spútniklið Portúgals sem hóf mótið á því að leggja Frakka að velli.
Ísland lýkur svo milliriðlakeppninni á tveimur erfiðum leikjum gegn frændþjóðum okkar. Á þriðjudag klukkan 17.15 mætum við Norðmönnum, en lokaleikurinn verður kvöldleikur gegn gestgjöfum Svíþjóðar á miðvikudag.
Leiktímar Íslands:
Föstudagur 17. janúar klukkan 15.00: Slóvenía - Ísland
Sunnudagur 19. janúar klukkan 13.00: Portúgal - Ísland
Þriðjudagur 21. janúar klukkan 17.15: Noregur - Ísland
Miðvikudagur 22. janúar klukkan 19.30: Svíþjóð - Ísland
Ísland tapaði í dag fyrir Ungverjalandi í lokaleik sínum í riðlakeppninni, 18-24, og fer því án stiga í milliriðlakeppnina.
Tvö efstu liðin úr báðum milliriðlum komast í undanúrslit mótsins. Liðin sem hafna í þriðja sæti mætast í leik um fimmta sætið.
Staðan í milliriðli 2:
Noregur 2 stig
Ungverjaland 2
Slóvenía 2
Svíþjóð 0
Portúgal 0
Ísland 0
