Samverkamaður Giuliani bendlar Trump beint við Úkraínubraskið Kjartan Kjartansson skrifar 16. janúar 2020 10:30 Parnas með eiginkonu sinni þegar hann kom fyrir dómara í New York í desember. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseta var fullkunnugt um þrýstingsherferð Rudys Giuliani, persónulegs lögmanns hans, og samverkamanna hans til að fá Úkraínu til að rannsaka pólitískan andstæðing Trump. Þetta fullyrðir Lev Parnas, samverkamaður Giuliani, sem tók þátt í þrýstingsherferðinni en hefur snúið baki við Trump og Giuliani. Parnas er bandarískur ríkisborgari fæddur í fyrrum Sovétríkjunum. Hann er kaupsýslumaður frá Flórída sem hefur gefið hundruð þúsundir dollara til pólitískra aðgerðanefnda sem styðja Trump forseta og Repúblikanaflokkinn. Hann var handtekinn ásamt félaga sínum Igor Fruman í október og ákærður fyrir brot á lögum um fjármál stjórnmálaflokka. Lögmaður Parnas, sem neitar sök í málinu, segir hann reiðubúinn til að vinna með saksóknurum sem rannsaka Giuliani í New York. Skjöl sem Parnas hefur afhent yfirvöldum sýna að hann lék stórt hlutverk í að þrýsta á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, og son hans Hunter sem sat í stjórn úkraínska gasfyrirtækisins Burisma. Trump var kærður fyrir embættisbrot í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir að misnota vald sitt með þrýstingsherferðinni gegn Úkraínu. Parnas ræddi meðal annars ítrekað við Júrí Lútsenkó þegar sá síðarnefndi var ríkissaksóknari Úkraínu. Lútsenkó hélt því fram að hann hefði upplýsingar um Biden-feðga sem kæmu fyrrverandi varaforsetanum illa. Biden er á meðal frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins og gæti orðið keppinautur Trump í forsetakosningum í haust. Í staðinn vildi Lútsenkó að Marie Yovanovitch, sendiherra Bandaríkjanna í Kænugarði, yrði rutt úr vegi. Trump rak hana sem sendiherra í lok apríl í fyrra. Samskipti sem Parnas stóð í við frambjóðanda Repúblikanaflokksins í Connecticut virðast benda til þess að þeir hafi látið njósna um Yovanovitch í Úkraínu. Lögmaður hennar hefur krafist rannsóknar á því. Iðrast að hafa treyst Trump og Giuliani Í viðtali við New York Times staðhæfir Parnas að Trump forseti hafði fulla vitneskju um tilraunir Giuliani til að grafa upp skaðlegar upplýsingar um pólitíska andstæðinga hans í Úkraínu. Parnas hitti forsetann nokkrum sinnum en ræddi málið ekki beint við hann. Hann segir að Giuliani hafi fullvissað sig um að Trump væri með á nótunum um hvað þeir hefðust að í Úkraínu. „Ég veðja lífi mínu á að Trump vissi nákvæmlega allt sem gekk á sem Rudy Giuliani var að gera í Úkraínu,“ segir Parnas við blaðið. Þá sýna gögn sem Parnas lagði fram að hann var í reglulegum samskiptum við tvo af helstu fjáröflurum Repúblikanaflokksins um hvernig honum miðaði í þrýstingsherferðinni. Parnas segist fullur iðrunar að hafa tekið þátt í þrýstingsherferðinni en þó mest að hafa treyst Trump og Giuliani of mikið. „Ég hélt að ég væri föðurlandsvinur að hjálpa forsetanum,“ segir hann. Hann hafi talið að ef hann hlustaði á forsetann og persónulegan lögmann hans gæti hann ekki mögulega lent í vandræðum eða gert nokkuð rangt. Í öðru viðtali við MSNBC hélt Parnas því jafnframt fram að William Barr, dómsmálaráðherra, hafi einnig vitað um tilraunirnar til að fá Úkraínumennina til að rannsaka keppinauta Trump. „Barr dómsmálaráðherra var í reynd í liðinu,“ sagði Parnas. Talskona dómsmálaráðuneytisins segir þá fullyrðingu Parnas „100% ranga“. Giuliani er sjálfur til rannsóknar hjá saksóknurum í New York vegna athafna hans í Úkraínu. Trump forseti fól honum að reka skuggautanríkisstefnu gagnvart Úkraínu sem miðaði að því að knýja pólitískan greiða út úr þarlendum stjórnvöldum.AP/Andrew Harnik Segir Trump-hatara notfæra sér Parnas Giuliani vísar fullyrðingum Parnas á bug og segir hann hafa áður „sannað sig sem lygari“. Hann teldi dapurlegt að sjá „Trump-hatursmenn“ notfæra sér Parnas. Samvinna Parnas við saksóknara með því að leggja fram gögn væri ósk um „athygli“. Búist er við því að öldungadeild Bandaríkjaþings hefji réttarhöld yfir Trump í næstu viku eftir að fulltrúadeildin sendi áfram kæru í tveimur liðum vegna embættisbrots í gær. Trump er kærður fyrir að misbeita valdi sínu í þrýstingsherferðinni gegn Úkraínu og fyrir að hindra rannsókn þingsins á því. Vitnisburður nokkurra núverandi og fyrrverandi embættismanna ríkisstjórnar Trump og gögn sem voru lögð fram við rannsókn fulltrúadeildarinnar benda til þess að Trump og Giuliani hafi notað hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við Úkraínu og fund í Hvíta húsinu sem úkraínsk stjórnvöld sóttust eftir til þess að knýja þau til að gera Trump pólitískan greiða með því að hefja rannsóknir á Biden og Burisma. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Úkraína Tengdar fréttir Bauð upplýsingar um Biden í skiptum fyrir brottrekstur sendiherra Ný gögn varpa frekara ljósi á tilraunir bandamanna Trump Bandaríkjaforseta til að grafa upp skaðlegar upplýsingar um pólitískan andstæðing hans í Úkraínu. 15. janúar 2020 11:00 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseta var fullkunnugt um þrýstingsherferð Rudys Giuliani, persónulegs lögmanns hans, og samverkamanna hans til að fá Úkraínu til að rannsaka pólitískan andstæðing Trump. Þetta fullyrðir Lev Parnas, samverkamaður Giuliani, sem tók þátt í þrýstingsherferðinni en hefur snúið baki við Trump og Giuliani. Parnas er bandarískur ríkisborgari fæddur í fyrrum Sovétríkjunum. Hann er kaupsýslumaður frá Flórída sem hefur gefið hundruð þúsundir dollara til pólitískra aðgerðanefnda sem styðja Trump forseta og Repúblikanaflokkinn. Hann var handtekinn ásamt félaga sínum Igor Fruman í október og ákærður fyrir brot á lögum um fjármál stjórnmálaflokka. Lögmaður Parnas, sem neitar sök í málinu, segir hann reiðubúinn til að vinna með saksóknurum sem rannsaka Giuliani í New York. Skjöl sem Parnas hefur afhent yfirvöldum sýna að hann lék stórt hlutverk í að þrýsta á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, og son hans Hunter sem sat í stjórn úkraínska gasfyrirtækisins Burisma. Trump var kærður fyrir embættisbrot í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir að misnota vald sitt með þrýstingsherferðinni gegn Úkraínu. Parnas ræddi meðal annars ítrekað við Júrí Lútsenkó þegar sá síðarnefndi var ríkissaksóknari Úkraínu. Lútsenkó hélt því fram að hann hefði upplýsingar um Biden-feðga sem kæmu fyrrverandi varaforsetanum illa. Biden er á meðal frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins og gæti orðið keppinautur Trump í forsetakosningum í haust. Í staðinn vildi Lútsenkó að Marie Yovanovitch, sendiherra Bandaríkjanna í Kænugarði, yrði rutt úr vegi. Trump rak hana sem sendiherra í lok apríl í fyrra. Samskipti sem Parnas stóð í við frambjóðanda Repúblikanaflokksins í Connecticut virðast benda til þess að þeir hafi látið njósna um Yovanovitch í Úkraínu. Lögmaður hennar hefur krafist rannsóknar á því. Iðrast að hafa treyst Trump og Giuliani Í viðtali við New York Times staðhæfir Parnas að Trump forseti hafði fulla vitneskju um tilraunir Giuliani til að grafa upp skaðlegar upplýsingar um pólitíska andstæðinga hans í Úkraínu. Parnas hitti forsetann nokkrum sinnum en ræddi málið ekki beint við hann. Hann segir að Giuliani hafi fullvissað sig um að Trump væri með á nótunum um hvað þeir hefðust að í Úkraínu. „Ég veðja lífi mínu á að Trump vissi nákvæmlega allt sem gekk á sem Rudy Giuliani var að gera í Úkraínu,“ segir Parnas við blaðið. Þá sýna gögn sem Parnas lagði fram að hann var í reglulegum samskiptum við tvo af helstu fjáröflurum Repúblikanaflokksins um hvernig honum miðaði í þrýstingsherferðinni. Parnas segist fullur iðrunar að hafa tekið þátt í þrýstingsherferðinni en þó mest að hafa treyst Trump og Giuliani of mikið. „Ég hélt að ég væri föðurlandsvinur að hjálpa forsetanum,“ segir hann. Hann hafi talið að ef hann hlustaði á forsetann og persónulegan lögmann hans gæti hann ekki mögulega lent í vandræðum eða gert nokkuð rangt. Í öðru viðtali við MSNBC hélt Parnas því jafnframt fram að William Barr, dómsmálaráðherra, hafi einnig vitað um tilraunirnar til að fá Úkraínumennina til að rannsaka keppinauta Trump. „Barr dómsmálaráðherra var í reynd í liðinu,“ sagði Parnas. Talskona dómsmálaráðuneytisins segir þá fullyrðingu Parnas „100% ranga“. Giuliani er sjálfur til rannsóknar hjá saksóknurum í New York vegna athafna hans í Úkraínu. Trump forseti fól honum að reka skuggautanríkisstefnu gagnvart Úkraínu sem miðaði að því að knýja pólitískan greiða út úr þarlendum stjórnvöldum.AP/Andrew Harnik Segir Trump-hatara notfæra sér Parnas Giuliani vísar fullyrðingum Parnas á bug og segir hann hafa áður „sannað sig sem lygari“. Hann teldi dapurlegt að sjá „Trump-hatursmenn“ notfæra sér Parnas. Samvinna Parnas við saksóknara með því að leggja fram gögn væri ósk um „athygli“. Búist er við því að öldungadeild Bandaríkjaþings hefji réttarhöld yfir Trump í næstu viku eftir að fulltrúadeildin sendi áfram kæru í tveimur liðum vegna embættisbrots í gær. Trump er kærður fyrir að misbeita valdi sínu í þrýstingsherferðinni gegn Úkraínu og fyrir að hindra rannsókn þingsins á því. Vitnisburður nokkurra núverandi og fyrrverandi embættismanna ríkisstjórnar Trump og gögn sem voru lögð fram við rannsókn fulltrúadeildarinnar benda til þess að Trump og Giuliani hafi notað hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við Úkraínu og fund í Hvíta húsinu sem úkraínsk stjórnvöld sóttust eftir til þess að knýja þau til að gera Trump pólitískan greiða með því að hefja rannsóknir á Biden og Burisma.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Úkraína Tengdar fréttir Bauð upplýsingar um Biden í skiptum fyrir brottrekstur sendiherra Ný gögn varpa frekara ljósi á tilraunir bandamanna Trump Bandaríkjaforseta til að grafa upp skaðlegar upplýsingar um pólitískan andstæðing hans í Úkraínu. 15. janúar 2020 11:00 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Bauð upplýsingar um Biden í skiptum fyrir brottrekstur sendiherra Ný gögn varpa frekara ljósi á tilraunir bandamanna Trump Bandaríkjaforseta til að grafa upp skaðlegar upplýsingar um pólitískan andstæðing hans í Úkraínu. 15. janúar 2020 11:00
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“