Hvassviðri eða stormur austast síðdegis Atli Ísleifsson skrifar 17. janúar 2020 07:10 Reikna má með 15 til 23 metrum á sekúndu þar sem hvassast verður suðaustantil. vísir/vilhelm Veðurstofan spáir vaxandi norðvestanátt og snjókomu með köflum á austanverðu landinu í dag, þar sem búast má við hvassviðri eða stormi. Reikna má með 15 til 23 metrum á sekúndu þar sem hvassast verður suðaustantil. Hægara verður vestantil, með dálitlum éljum. Vægt frost verður inn til landsins en víða frostlaust við ströndina. Gular viðvaranir Gular veðurviðvaranir taka gildi síðdegis á Austurlandi að Glettingi, á Austfjörðum og á Suðausturlandi í dag þar sem spáð er norðvestanstormi eða hvassviðri. Á Austurlandi að Glettingi er einnig gert ráð fyrir snjókomu og þar má búast við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Flestir helstu vegir eru færir og var Flateyrarvegur mokaður í gær. Honum var þó lokað klukkan tíu í gærkvöldi af öryggisástæðum en gera má ráð fyrir að hann opni aftur nú í morgunsárið. Yfirlit: Það er hálka í öllum landshlutum en annars þokkaleg færð. Veðurstofan spáir vaxandi NV-átt og snjókomu með köflum á A-verðu landinu, 15-23 m/s síðdegis, hvassast SA-til en hægari og dálítil él V-lands. Frost 0 til 5 stig, en víða frostlaust við sjóinn. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 17, 2020 Ísing á vegum Vegfarandi á leið um Borgarfjörðinn í grennd við Hreðavatnsskála hafði síðan samband við fréttastofu og varaði við gríðarlegri hálku á veginum auk þess sem gangi á með koldimmum snjóéljum. Mikil ísing virðist vera undir snjónum sem hrannast upp á veginum og því afar varhugavert fyrir fólk á vanbúnum bílum að fara þar um. Á aðfararnótt sunnudags er síðan gert ráð fyrir gulri viðvörun um allt land þar sem spáð er sunnan stormi eða roki norðan- og austanlands. Þar hlýnar ört en verður úrkomulítið. Sunnan- og vestanlands er hins vegar gert ráð fyrir sunnan hvassviðri eða stormi með mikilli rigningu og ört hækkandi hitastigi. Búast má við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikil hálka getur myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Vestan 10-15 á A-landi í fyrstu, annars hægari vindur. Bjart með köflum, en stöku él S-lands og við N-ströndina. Frost 0 til 8 stig. Snýst í vaxandi sunnanátt um kvöldið. Á sunnudag: Sunnan 15-25 m/s og rigning um morguninn, talsverð úrkoma S- og V-lands. Hvöss suvestanátt með skúrum eða slydduéljum síðdegis, en þurrt á A-landi. Hiti 2 til 10 stig. Á mánudag: Hvöss suðvestanátt og él, en bjartviðri A-lands. Hiti um eða undir frostmarki. Á þriðjudag: Suðvestanátt og dálítil él, en þurrt A-til á landinu. Hiti um frostmark, en frostlaust við S- og V-ströndina. Á miðvikudag: Suðvestanátt og rigning, en úrkomulítið NA-lands. Milt veður. Á fimmtudag: Útlit fyrir suðvestanátt með éljum og kólnandi veðri. Veður Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Veðurstofan spáir vaxandi norðvestanátt og snjókomu með köflum á austanverðu landinu í dag, þar sem búast má við hvassviðri eða stormi. Reikna má með 15 til 23 metrum á sekúndu þar sem hvassast verður suðaustantil. Hægara verður vestantil, með dálitlum éljum. Vægt frost verður inn til landsins en víða frostlaust við ströndina. Gular viðvaranir Gular veðurviðvaranir taka gildi síðdegis á Austurlandi að Glettingi, á Austfjörðum og á Suðausturlandi í dag þar sem spáð er norðvestanstormi eða hvassviðri. Á Austurlandi að Glettingi er einnig gert ráð fyrir snjókomu og þar má búast við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Flestir helstu vegir eru færir og var Flateyrarvegur mokaður í gær. Honum var þó lokað klukkan tíu í gærkvöldi af öryggisástæðum en gera má ráð fyrir að hann opni aftur nú í morgunsárið. Yfirlit: Það er hálka í öllum landshlutum en annars þokkaleg færð. Veðurstofan spáir vaxandi NV-átt og snjókomu með köflum á A-verðu landinu, 15-23 m/s síðdegis, hvassast SA-til en hægari og dálítil él V-lands. Frost 0 til 5 stig, en víða frostlaust við sjóinn. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 17, 2020 Ísing á vegum Vegfarandi á leið um Borgarfjörðinn í grennd við Hreðavatnsskála hafði síðan samband við fréttastofu og varaði við gríðarlegri hálku á veginum auk þess sem gangi á með koldimmum snjóéljum. Mikil ísing virðist vera undir snjónum sem hrannast upp á veginum og því afar varhugavert fyrir fólk á vanbúnum bílum að fara þar um. Á aðfararnótt sunnudags er síðan gert ráð fyrir gulri viðvörun um allt land þar sem spáð er sunnan stormi eða roki norðan- og austanlands. Þar hlýnar ört en verður úrkomulítið. Sunnan- og vestanlands er hins vegar gert ráð fyrir sunnan hvassviðri eða stormi með mikilli rigningu og ört hækkandi hitastigi. Búast má við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikil hálka getur myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Vestan 10-15 á A-landi í fyrstu, annars hægari vindur. Bjart með köflum, en stöku él S-lands og við N-ströndina. Frost 0 til 8 stig. Snýst í vaxandi sunnanátt um kvöldið. Á sunnudag: Sunnan 15-25 m/s og rigning um morguninn, talsverð úrkoma S- og V-lands. Hvöss suvestanátt með skúrum eða slydduéljum síðdegis, en þurrt á A-landi. Hiti 2 til 10 stig. Á mánudag: Hvöss suðvestanátt og él, en bjartviðri A-lands. Hiti um eða undir frostmarki. Á þriðjudag: Suðvestanátt og dálítil él, en þurrt A-til á landinu. Hiti um frostmark, en frostlaust við S- og V-ströndina. Á miðvikudag: Suðvestanátt og rigning, en úrkomulítið NA-lands. Milt veður. Á fimmtudag: Útlit fyrir suðvestanátt með éljum og kólnandi veðri.
Veður Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira