Gera athugasemdir við öryggisáætlun Mountaineers of Iceland Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. janúar 2020 10:45 Frá aðstæðum við Langjökul þann 7. janúar síðastliðinn. Landsbjörg Ferðamálastofa gerir athugasemdir við einstaka þætti öryggisáætlunar ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland þótt áætlunin uppfylli formskilyrði 11. greinar laga um Ferðamálastofu nr. 96/2018. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Ferðamálastofu. Í kjölfar hrakninga sem fyrirtækið lenti í þegar það var í vélsleðaferð á Langjökli með 39 ferðamenn fyrir tíu dögum óskaði stofnunin eftir gildandi öryggisáætlun fyrirtækisins og skýringum á tilurð atviksins. „Hver sá sem framkvæmir skipulagðar ferðir innan íslensks yfirráðasvæðis ber ábyrgð á því að útbúa skriflega öryggisáætlun. Hlutverk Ferðamálastofu er að hafa eftirlit með því að öryggisáætlanir séu til staðar og séu uppfærðar eins og þörf er á skv. 11. gr. laga um Ferðamálastofu nr. 96/2018. Öryggisáætlun skal gerð fyrir hverja tegund ferðar og skal innihalda áhættumat, verklagsreglur, viðbragðsáætlun og atvikaskýrslu,“ segir í tilkynningu Ferðamálastofu. Eftirlit og skoðun Ferðamálastofu beindist fyrst og fremst að öryggisáætlun vélsleðaferðarinnar á jökulinn. „Ferðamálastofu barst öryggisáætlun fyrirtækisins og innihélt hún þá þætti sem gerður er áskilnaður um í lögum. Það er því mat Ferðamálastofu að öryggisáætlun Mountaineers uppfylli formskilyrði 11. gr. laga um Ferðamálastofu nr. 96/2018. Ferðamálastofa skoðaði einnig atriði sem varða öryggisáætlanir almennt og gerði athugasemdir við að einstaka þættir öryggisáætlunarinnar mættu vera ítarlegri og skýrari m.a. varðandi veðurfar og -skilyrði, kynningu á öryggisreglum og -þáttum til farþega og starfsmanna, leiðarval og ytri aðstæður,“ segir í tilkynningu. Mountaineers of Iceland hafa verið kynntar athugasemdir Ferðamálastofu og hefur því verið veittur mánaðarfrestur til úrbóta. 39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vill vita hvort Mountaineers of Iceland fór eftir eigin öryggisáætlun Ráðherra vill fá svar við því hvort Mountaineers of Iceland hafi fylgt sinni öryggisáætlun áður en skoðað verður hvort gera þurfi ríkari kröfur á öryggismál ferðaþjónustufyrirtækja. 9. janúar 2020 18:32 Vilja meira en milljón í bætur vegna vélsleðaferðar Mountaineers of Iceland Tveir ferðamenn sem fóru í vélsleðaferð með Mountaineers of Iceland á þriðjudag munu leggja fram bótakröfu sem áætlað er að muni nema yfir einni milljón króna á mann. 10. janúar 2020 19:57 Tíu ár síðan móðir með ellefu ára son óttaðist um líf sitt á Langjökli Þau urðu viðskila við hóp sinn í blindbyl á Langjökli. Þau grófu sig í fönn og leituðu skjóls bak við vélsleðann í átta klukkustundir. Ferðaþjónustufyrirtækið fór í ferðina þrátt fyrir slæma veðurspá. Ellefu ára barn fékk kalsár. 17. janúar 2020 06:15 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Ferðamálastofa gerir athugasemdir við einstaka þætti öryggisáætlunar ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland þótt áætlunin uppfylli formskilyrði 11. greinar laga um Ferðamálastofu nr. 96/2018. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Ferðamálastofu. Í kjölfar hrakninga sem fyrirtækið lenti í þegar það var í vélsleðaferð á Langjökli með 39 ferðamenn fyrir tíu dögum óskaði stofnunin eftir gildandi öryggisáætlun fyrirtækisins og skýringum á tilurð atviksins. „Hver sá sem framkvæmir skipulagðar ferðir innan íslensks yfirráðasvæðis ber ábyrgð á því að útbúa skriflega öryggisáætlun. Hlutverk Ferðamálastofu er að hafa eftirlit með því að öryggisáætlanir séu til staðar og séu uppfærðar eins og þörf er á skv. 11. gr. laga um Ferðamálastofu nr. 96/2018. Öryggisáætlun skal gerð fyrir hverja tegund ferðar og skal innihalda áhættumat, verklagsreglur, viðbragðsáætlun og atvikaskýrslu,“ segir í tilkynningu Ferðamálastofu. Eftirlit og skoðun Ferðamálastofu beindist fyrst og fremst að öryggisáætlun vélsleðaferðarinnar á jökulinn. „Ferðamálastofu barst öryggisáætlun fyrirtækisins og innihélt hún þá þætti sem gerður er áskilnaður um í lögum. Það er því mat Ferðamálastofu að öryggisáætlun Mountaineers uppfylli formskilyrði 11. gr. laga um Ferðamálastofu nr. 96/2018. Ferðamálastofa skoðaði einnig atriði sem varða öryggisáætlanir almennt og gerði athugasemdir við að einstaka þættir öryggisáætlunarinnar mættu vera ítarlegri og skýrari m.a. varðandi veðurfar og -skilyrði, kynningu á öryggisreglum og -þáttum til farþega og starfsmanna, leiðarval og ytri aðstæður,“ segir í tilkynningu. Mountaineers of Iceland hafa verið kynntar athugasemdir Ferðamálastofu og hefur því verið veittur mánaðarfrestur til úrbóta.
39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vill vita hvort Mountaineers of Iceland fór eftir eigin öryggisáætlun Ráðherra vill fá svar við því hvort Mountaineers of Iceland hafi fylgt sinni öryggisáætlun áður en skoðað verður hvort gera þurfi ríkari kröfur á öryggismál ferðaþjónustufyrirtækja. 9. janúar 2020 18:32 Vilja meira en milljón í bætur vegna vélsleðaferðar Mountaineers of Iceland Tveir ferðamenn sem fóru í vélsleðaferð með Mountaineers of Iceland á þriðjudag munu leggja fram bótakröfu sem áætlað er að muni nema yfir einni milljón króna á mann. 10. janúar 2020 19:57 Tíu ár síðan móðir með ellefu ára son óttaðist um líf sitt á Langjökli Þau urðu viðskila við hóp sinn í blindbyl á Langjökli. Þau grófu sig í fönn og leituðu skjóls bak við vélsleðann í átta klukkustundir. Ferðaþjónustufyrirtækið fór í ferðina þrátt fyrir slæma veðurspá. Ellefu ára barn fékk kalsár. 17. janúar 2020 06:15 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Vill vita hvort Mountaineers of Iceland fór eftir eigin öryggisáætlun Ráðherra vill fá svar við því hvort Mountaineers of Iceland hafi fylgt sinni öryggisáætlun áður en skoðað verður hvort gera þurfi ríkari kröfur á öryggismál ferðaþjónustufyrirtækja. 9. janúar 2020 18:32
Vilja meira en milljón í bætur vegna vélsleðaferðar Mountaineers of Iceland Tveir ferðamenn sem fóru í vélsleðaferð með Mountaineers of Iceland á þriðjudag munu leggja fram bótakröfu sem áætlað er að muni nema yfir einni milljón króna á mann. 10. janúar 2020 19:57
Tíu ár síðan móðir með ellefu ára son óttaðist um líf sitt á Langjökli Þau urðu viðskila við hóp sinn í blindbyl á Langjökli. Þau grófu sig í fönn og leituðu skjóls bak við vélsleðann í átta klukkustundir. Ferðaþjónustufyrirtækið fór í ferðina þrátt fyrir slæma veðurspá. Ellefu ára barn fékk kalsár. 17. janúar 2020 06:15