Nýnasistar handteknir í tengslum við skotvopnasamkomu og morðtilræði Kjartan Kjartansson skrifar 18. janúar 2020 10:05 Ríkisþinghúsið í Richmond var girt af eftir að ríkisstjórinn lýsti yfir neyðarástandi vegna samkomu vopnaáhugamanna sem hægriöfgamenn virtust ætla að hleypa upp. Skotvopn hafa verið bönnuð tímabundið í höfuðstaðnum. AP/Dean Hoffmeyer/Richmond Times-Dispatch Sex félagar í ofbeldisfullum nýnasistasamtökum hafa verið handteknir í Bandaríkjunum undanfarna daga. Þrír voru handteknir í vikunni og voru taldir ætla að taka þátt í skotvopnasamkomu í Virginíu. Þrír til viðbótar voru handteknir í Georgíu en þeir eru grunaður um að leggja á ráðin um að drepa liðsmenn úr hópi andfasista. Allir tilheyra mennirnir samtökum sem kalla sig Undirstaðan (e. The Base). Það eru róttæk öfgasamtök nýnasista sem eru sögð þjálfa liðsmenn sína og undirbúa fyrir kynþáttastríð. Bandaríska alríkislögreglan FBI segir að samtökin hafi lýst yfir stríði gegn minnihlutahópum í Bandaríkjunum og erlendis. Þrír nýnasistar voru handteknir í Maryland og Delaware á fimmtudag. AP-fréttastofan segir að í ákæru yfir þeim komi frama að þeir hafi keypt þúsundir skotfæra og skotheld vesti. Sumir þeirra hafi smíðað hríðskotariffil. Talið er að þeir hafi ætla að vera viðstaddir skotvopnasamkomu í Richmond í Virginíuríki á mánudag. Óttast er að samkoman á mánudag gæti leyst upp í ofbeldi. Hún hefur verið haldin árlega án mikils tilstands til þessa en svo virðist sem að nýnasistarnir hafi ætlað sér að taka hana yfir og gera úr henni svipaða uppákomu og samkoma hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í Virginíu í ágúst árið 2017. Þá kom til átaka á milli öfgamannanna og mótmælenda þeirra. Nýnasisti ók meðal annars bíl sínum inn í hóp mótmælenda og olli dauða konu á fertugsaldri og stórslasaði fjölda annarra. Yfirvöld í Virginíu hafa brugðist hart við. Ralph Northam, ríkisstjóri, gaf út tilskipun um að banna skotvopn við ríkisþinghúsið í Richmond fyrir samkomu skotvopnaáhugamannanna. Skotvopnaeigendur kærðu tilskipunina en hæstiréttur Virginíu staðfesti banni á föstudag. Donald Trump forseti skipti sér af málum í Virginíu í tísti í gær og sakaði demókrata um að ætla að svipta fólk rétti til skotvopnaeignar. „Þetta er það sem gerist þegar þið kjósið demókrata, þeir taka byssurnar ykkar í burtu,“ tísti Trump. Mennirnir þrír sem voru handteknir í Georgíu, grunaðir um ráðabrugg um morð.AP/Lögreglan í Floyd-sýslu Lögreglumaður laumaði sér inn í hópinn Þremenningarnir sem voru handteknir í Georgíu eru ákærðir fyrir að leggja á ráðin um morð og að eiga aðild að glæpagengi. Þeir eru sagðir hafa ætlað að myrða hjón sem hafa verið virk í andfasistahreyfingu sem hefur verið nefnd antifa. Nýnasistar hafi talið að það myndi senda óvinum Undirstöðunnar skilaboð. FBI-fulltrúi er sagður hafa laumað sér inn í samtökin og tekið þátt í skotæfingum í fjöllum Georgíu. Þær æfingar hafi átt að vera undirbúningur samtakanna fyrir hrun Bandaríkjanna og kynþáttastríð. Alríkislögreglumaðurinn er einnig sagður hafa fylgt tveimur mannanna sem voru síðar handteknir að heimili hjónanna sem þeir hugðust myrða. Þar hafi þeir tekið út aðstæður og lagt drög að því hvernig þær ætluðu að brjótast inn og myrða þau. Hugðust mennirnir brjóta hurðina upp með sleggju, skjóta fólkið með skammbyssu og kveikja svo í húsinu. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Sjá meira
Sex félagar í ofbeldisfullum nýnasistasamtökum hafa verið handteknir í Bandaríkjunum undanfarna daga. Þrír voru handteknir í vikunni og voru taldir ætla að taka þátt í skotvopnasamkomu í Virginíu. Þrír til viðbótar voru handteknir í Georgíu en þeir eru grunaður um að leggja á ráðin um að drepa liðsmenn úr hópi andfasista. Allir tilheyra mennirnir samtökum sem kalla sig Undirstaðan (e. The Base). Það eru róttæk öfgasamtök nýnasista sem eru sögð þjálfa liðsmenn sína og undirbúa fyrir kynþáttastríð. Bandaríska alríkislögreglan FBI segir að samtökin hafi lýst yfir stríði gegn minnihlutahópum í Bandaríkjunum og erlendis. Þrír nýnasistar voru handteknir í Maryland og Delaware á fimmtudag. AP-fréttastofan segir að í ákæru yfir þeim komi frama að þeir hafi keypt þúsundir skotfæra og skotheld vesti. Sumir þeirra hafi smíðað hríðskotariffil. Talið er að þeir hafi ætla að vera viðstaddir skotvopnasamkomu í Richmond í Virginíuríki á mánudag. Óttast er að samkoman á mánudag gæti leyst upp í ofbeldi. Hún hefur verið haldin árlega án mikils tilstands til þessa en svo virðist sem að nýnasistarnir hafi ætlað sér að taka hana yfir og gera úr henni svipaða uppákomu og samkoma hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í Virginíu í ágúst árið 2017. Þá kom til átaka á milli öfgamannanna og mótmælenda þeirra. Nýnasisti ók meðal annars bíl sínum inn í hóp mótmælenda og olli dauða konu á fertugsaldri og stórslasaði fjölda annarra. Yfirvöld í Virginíu hafa brugðist hart við. Ralph Northam, ríkisstjóri, gaf út tilskipun um að banna skotvopn við ríkisþinghúsið í Richmond fyrir samkomu skotvopnaáhugamannanna. Skotvopnaeigendur kærðu tilskipunina en hæstiréttur Virginíu staðfesti banni á föstudag. Donald Trump forseti skipti sér af málum í Virginíu í tísti í gær og sakaði demókrata um að ætla að svipta fólk rétti til skotvopnaeignar. „Þetta er það sem gerist þegar þið kjósið demókrata, þeir taka byssurnar ykkar í burtu,“ tísti Trump. Mennirnir þrír sem voru handteknir í Georgíu, grunaðir um ráðabrugg um morð.AP/Lögreglan í Floyd-sýslu Lögreglumaður laumaði sér inn í hópinn Þremenningarnir sem voru handteknir í Georgíu eru ákærðir fyrir að leggja á ráðin um morð og að eiga aðild að glæpagengi. Þeir eru sagðir hafa ætlað að myrða hjón sem hafa verið virk í andfasistahreyfingu sem hefur verið nefnd antifa. Nýnasistar hafi talið að það myndi senda óvinum Undirstöðunnar skilaboð. FBI-fulltrúi er sagður hafa laumað sér inn í samtökin og tekið þátt í skotæfingum í fjöllum Georgíu. Þær æfingar hafi átt að vera undirbúningur samtakanna fyrir hrun Bandaríkjanna og kynþáttastríð. Alríkislögreglumaðurinn er einnig sagður hafa fylgt tveimur mannanna sem voru síðar handteknir að heimili hjónanna sem þeir hugðust myrða. Þar hafi þeir tekið út aðstæður og lagt drög að því hvernig þær ætluðu að brjótast inn og myrða þau. Hugðust mennirnir brjóta hurðina upp með sleggju, skjóta fólkið með skammbyssu og kveikja svo í húsinu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Sjá meira