Lífið

Listi yfir keppendur í Söngvakeppninni birtur

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Svo virðist sem listinn hafi verið birtur fyrir tímann.
Svo virðist sem listinn hafi verið birtur fyrir tímann. skjáskot

Svo virðist sem listi yfir væntanlega þátttakendur í Söngvakeppni sjónvarpsins hafi verið birtur á Spotify en opinberun listans er ekki á dagskrá RÚV fyrr en í kvöld. Vinsæla Eurovision aðdáenda- og fréttasíðan Wiwiblogs málar það þannig upp að listanum hafi verið lekið.

Samkvæmt dagskrá RÚV átti að birta listann í kvöld í sérstökum kynningarþætti en meðal þeirra sem eru á listanum eru Daði Freyr, DIMMA, Elísabet og Matti Matt.

Daði Freyr og hljómsveitin hans, Gagnamagnið, kepptu í íslensku undankeppninni árið 2017 og hafnaði í öðru sæti en lag hans í ár virðist bera titilinn Gagnamagnið í höfuðið á hljómsveitinni. Matti Matt hefur einnig keppt áður en hann var í sveitinni Vinir Sjonna sem keppti fyrir hönd Íslands árið 2011. 

Spilunarlistinn er ekki aðgengilegur hér á Íslandi og því ekki hægt að hlusta á lögin en hægt er að sjá hverjir flytja þau og hvað lögin heita. Svo virðist sem búið sé að undirbúa sex laganna á ensku en keppendur geta valið hvort þeir syngi lögin á ensku í Eurovision.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×