„Skulum ekki flýta okkur en vinnum hratt og örugglega“ Andri Eysteinsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 19. janúar 2020 18:18 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, Vísir/Einar „Það er eðlilegt að fólk velti þessu fyrir sér, ég segi að við skulum ekki flýta okkur að koma með einhverja patent-lausn eða ákvörðun, en við skulum vinna mjög hratt og örugglega í því að ná því samtali fram,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, spurður að því hvort fólk sem varð fyrir tjóni í Snjóflóðunum á Vestfjörðum, væri tilbúið til að ráðast í fjárfestingar þegar ekki er búið að tryggja varnir á atvinnusvæðum. Sigurður Ingi var á meðal gesta Elínar Margrétar Böðvarsdóttur í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Sigurður segir að samtalið þurfi að eiga sér stað til þess að fólk finni fyrir því að íslenskt samfélag standi að baki þeim ef ákvörðun um áframhaldandi starfsemi er tekin. Ráðherrann segir einnig að ríkið geti aðstoðað starfsemi með stuðningi. „Ákvörðunina um að halda áfram áhættusömum atvinnurekstri verður hver og einn að taka fyrir sig en við getum hjálpað til með því að styðja við. Nákvæmlega hver stuðningurinn verður þori ég ekki að fullyrða,“ sagði Sigurður. Varnargarðurinn við Flateyri sannað gildi sitt Spjótin hafa beinst að ríkisstjórninni þar sem setið hafi verið á fjármagni úr Ofanflóðasjóði í stað þess að verja honum í frekari varnir. Sigurður segir ljóst að varnargarðurinn við Flateyri hafi sannað gildi sitt, fyrst og fremst hafi tilgangur hans verið að verja fólk á heimilum sínum en ekki að verja atvinnusvæði eins og hafnarmannvirki. Eftir þessi snjóflóð ´95 þegar tekin er ákvörðun um að fara í þennan Ofanflóðasjóð. Þá sáu menn fyrir sér að það væri hugsanlega hægt að gera þetta, fara í hættumatið og byggja upp á fimmtán árum, og vera búin að því 2010. Síðan í kjölfarið kemur auðvitað efnahagshrun hér sem gerir það að verkum að fjármunir eru ekki til neinna fjárfestinga. Þá var tekin ákvörðun á árabilinu 2004-2007 að seinka þessu til 2020. Sigurður Ingi segir þurfa um 20-21 milljarð króna til þess að klára verkefnið. „Þörfin í dag er metin 20-21 milljarður til þess að klára verkefnið. Það eru einhverjir átta staðir sem eru eftir. Síðan þurfum við líka að horfast í augu við það að við þurfum að fara í endurmat á aðstæðum sem eru til staðar, eins og á Flateyri og á öðrum stöðum. Það getur þýtt það að verkefnið stækki. Það getur vel verið að þær forsendur sem við vorum með þá, að það sé eingöngu íbúðarhúsnæði og slíkt sem að við séum að verja, að við þurfum að víkka það út og þá yfir til atvinnusvæðisins, hafnarmannvirkjanna eins og á Flateyri,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Víglínan Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
„Það er eðlilegt að fólk velti þessu fyrir sér, ég segi að við skulum ekki flýta okkur að koma með einhverja patent-lausn eða ákvörðun, en við skulum vinna mjög hratt og örugglega í því að ná því samtali fram,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, spurður að því hvort fólk sem varð fyrir tjóni í Snjóflóðunum á Vestfjörðum, væri tilbúið til að ráðast í fjárfestingar þegar ekki er búið að tryggja varnir á atvinnusvæðum. Sigurður Ingi var á meðal gesta Elínar Margrétar Böðvarsdóttur í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Sigurður segir að samtalið þurfi að eiga sér stað til þess að fólk finni fyrir því að íslenskt samfélag standi að baki þeim ef ákvörðun um áframhaldandi starfsemi er tekin. Ráðherrann segir einnig að ríkið geti aðstoðað starfsemi með stuðningi. „Ákvörðunina um að halda áfram áhættusömum atvinnurekstri verður hver og einn að taka fyrir sig en við getum hjálpað til með því að styðja við. Nákvæmlega hver stuðningurinn verður þori ég ekki að fullyrða,“ sagði Sigurður. Varnargarðurinn við Flateyri sannað gildi sitt Spjótin hafa beinst að ríkisstjórninni þar sem setið hafi verið á fjármagni úr Ofanflóðasjóði í stað þess að verja honum í frekari varnir. Sigurður segir ljóst að varnargarðurinn við Flateyri hafi sannað gildi sitt, fyrst og fremst hafi tilgangur hans verið að verja fólk á heimilum sínum en ekki að verja atvinnusvæði eins og hafnarmannvirki. Eftir þessi snjóflóð ´95 þegar tekin er ákvörðun um að fara í þennan Ofanflóðasjóð. Þá sáu menn fyrir sér að það væri hugsanlega hægt að gera þetta, fara í hættumatið og byggja upp á fimmtán árum, og vera búin að því 2010. Síðan í kjölfarið kemur auðvitað efnahagshrun hér sem gerir það að verkum að fjármunir eru ekki til neinna fjárfestinga. Þá var tekin ákvörðun á árabilinu 2004-2007 að seinka þessu til 2020. Sigurður Ingi segir þurfa um 20-21 milljarð króna til þess að klára verkefnið. „Þörfin í dag er metin 20-21 milljarður til þess að klára verkefnið. Það eru einhverjir átta staðir sem eru eftir. Síðan þurfum við líka að horfast í augu við það að við þurfum að fara í endurmat á aðstæðum sem eru til staðar, eins og á Flateyri og á öðrum stöðum. Það getur þýtt það að verkefnið stækki. Það getur vel verið að þær forsendur sem við vorum með þá, að það sé eingöngu íbúðarhúsnæði og slíkt sem að við séum að verja, að við þurfum að víkka það út og þá yfir til atvinnusvæðisins, hafnarmannvirkjanna eins og á Flateyri,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Víglínan Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira