Eldri borgarar eiga að borða allt sem þeim finnst gott og nóg af próteini Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. janúar 2020 19:15 Berglind Soffía Ásbjörnsdóttir Blöndal, næringarfræðingur, sem býr í Hveragerði og kannar meðal annars í doktorsverkefni sínu næringarástand eldra fólks, sem útskrifast af Landsspítalanum. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Berglind Soffía Ásbjörnsdóttir Blöndal, næringarfræðingur í Hveragerði hefur komist að því að eldra fólk, sem útskrifast af Landspítalanum er oftar en ekki vannært og versni eftir að það kemur heim. Þá fari fólk í ruglástand sé það ekki duglegt að drekka.Doktorsverkefni Berglindar Soffíu Ásbjörnsdóttir Blöndal í Hveragerði gengur út á að kanna með næringarástands eldra fólks, sem hefur lengið inn á Landspítalanum og kanna næringarástand þess. Fólkið fær næringarmeðferð og sérstakan orku og próteinbættan mat, sem Berglind Soffía gefur þeim í sex mánuði og fer með heim til þeirra. Um er að ræða 135 þátttakendur.Berglind Soffía hefur komist að því að fólk er vannært.„Já í mastersverkefninu mínu skoðuðum við hver staðan væri á fólki sem lá inn á Landsspítalanum og færi svo heim. Við skoðuðum viku eftir útskrift og tveimur vikum eftir útskrift og þar voru sláandi niðurstöður. Það voru allir vannærðir og versnuðu eftir að þeir komust heim“, segir Berglind og bætir við. „Með auknum aldri þá hverfur eða minnkar matarlystinni og þorstatilfinning og bragðlaukarnir breytast“.Þá hafi sýnt sig að þegar fólk hefur misst maka sinn, er eitt eftir, þá hefur það ekki mikinn áhuga á að elda eða standa í matseld. Því sé mjög mikilvægt að hvetja fólk til að vera duglegt að borða og drekka og koma með alls konar hugmyndir um hollt og gott fæði. Berglind Soffía leggur mikla áherslu á að fólk, sérstaklega eldra fólk, sé duglegt að drekka.„Já, þar er allur vökvi þar með talinn, hafa alltaf vatnsglas við höndina eða djúsglas eða annað sem fólki þykir gott að drekka af því að maður getur farið í ruglástand ef maður verður þurr því þá koma ójafnvægi á sölt líkamans“. Berglind Soffía fer með mat heim til 135 eldri borgarar á höfuðborgarsvæðinu á hverjum degi, sem eru með henni í verkefninu og sér til þess að það fái hollan og næringaríkan mat í sex mánuði. Hún er í samstarfi við MS, SS og Grím kokk í verkefninu.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En hvernig á draumamatseðil eldra fólk að líta út að mati Berglindar Soffíu? „Bara allt sem manni finnst gott og nóg af próteini. Það er oft að fólk er ekki nægilega duglegt að borða prótein en það er í formi fisks, kjöts, kjúklings, egg og slíks, sem veitir mesta próteinið. Vera duglegt að borða það og hafa góða sósu með því, ekki að vera að einblína á kartöflur og grænmeti, það er bara svo lítil orka í því“, segir Berglind. Eldri borgarar Hveragerði Matur Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira
Berglind Soffía Ásbjörnsdóttir Blöndal, næringarfræðingur í Hveragerði hefur komist að því að eldra fólk, sem útskrifast af Landspítalanum er oftar en ekki vannært og versni eftir að það kemur heim. Þá fari fólk í ruglástand sé það ekki duglegt að drekka.Doktorsverkefni Berglindar Soffíu Ásbjörnsdóttir Blöndal í Hveragerði gengur út á að kanna með næringarástands eldra fólks, sem hefur lengið inn á Landspítalanum og kanna næringarástand þess. Fólkið fær næringarmeðferð og sérstakan orku og próteinbættan mat, sem Berglind Soffía gefur þeim í sex mánuði og fer með heim til þeirra. Um er að ræða 135 þátttakendur.Berglind Soffía hefur komist að því að fólk er vannært.„Já í mastersverkefninu mínu skoðuðum við hver staðan væri á fólki sem lá inn á Landsspítalanum og færi svo heim. Við skoðuðum viku eftir útskrift og tveimur vikum eftir útskrift og þar voru sláandi niðurstöður. Það voru allir vannærðir og versnuðu eftir að þeir komust heim“, segir Berglind og bætir við. „Með auknum aldri þá hverfur eða minnkar matarlystinni og þorstatilfinning og bragðlaukarnir breytast“.Þá hafi sýnt sig að þegar fólk hefur misst maka sinn, er eitt eftir, þá hefur það ekki mikinn áhuga á að elda eða standa í matseld. Því sé mjög mikilvægt að hvetja fólk til að vera duglegt að borða og drekka og koma með alls konar hugmyndir um hollt og gott fæði. Berglind Soffía leggur mikla áherslu á að fólk, sérstaklega eldra fólk, sé duglegt að drekka.„Já, þar er allur vökvi þar með talinn, hafa alltaf vatnsglas við höndina eða djúsglas eða annað sem fólki þykir gott að drekka af því að maður getur farið í ruglástand ef maður verður þurr því þá koma ójafnvægi á sölt líkamans“. Berglind Soffía fer með mat heim til 135 eldri borgarar á höfuðborgarsvæðinu á hverjum degi, sem eru með henni í verkefninu og sér til þess að það fái hollan og næringaríkan mat í sex mánuði. Hún er í samstarfi við MS, SS og Grím kokk í verkefninu.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En hvernig á draumamatseðil eldra fólk að líta út að mati Berglindar Soffíu? „Bara allt sem manni finnst gott og nóg af próteini. Það er oft að fólk er ekki nægilega duglegt að borða prótein en það er í formi fisks, kjöts, kjúklings, egg og slíks, sem veitir mesta próteinið. Vera duglegt að borða það og hafa góða sósu með því, ekki að vera að einblína á kartöflur og grænmeti, það er bara svo lítil orka í því“, segir Berglind.
Eldri borgarar Hveragerði Matur Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira