Börsungar mæta Bayern fullir sjálfstrausts í kvöld: Skil svartsýnina en við erum besta lið í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2020 14:00 Lionel Messi í leik með Barcelona á móti Bayern München í Meistaradeildinni fyrir nokkrum árum síðan. Getty/Vladimir Rys Bayern München og Barcelona mætast í kvöld í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en augum margra eru þetta tvö af sigurstranglegustu liðunum í keppninni í ár. Bayern München hefur verið á miklu skriði á leiktíðinni en Barcelona hefur verið í basli. Lið sem er með galdramanninn Lionel Messi innanborðs verður aftur á móti seint afskrifað. Tímabilið hefur samt verið vonbrigði fyrir Barcelona sem varð í 2. sæti í deildinni, datt út í átta liða úrslitum í bikarnum og missti af úrslitaleiknum í Súperbikarnum á Spáni. Titlalaust tímabil til þessa og síðasti möguleikinn á titili liggur í Meistaradeildinni. Allt aðra sögu er að segja af liði Bayern München sem vann þýsku deildin með þrettán stiga mun og 4-2 sigur á Bayer Leverkusen í úrslitaleik bikarsins. Bayern München hefur ekki unnið Meistaradeildina síðan 2013 en getur endurtekið leikinn og unnið þrennuna núna eins og þá. watch on YouTube Lewandowski með Messi-Ronaldo tölur Það þarf ekki að koma mikið á óvart að sumir stilla þessum leik upp sem einvígi á milli Robert Lewandowski og Lionel Messi, stærstu stjarna liðanna. Messi hefur verið í sínum eigin heimi í öll þessi ár og þarf ekki að sanna sig en með frammistöðu Lewandowski á leiktíðinni hefur pólski framherjinn verið að banka á dyrnar á efstu hæðinni hjá Messi og Cristiano Ronaldo. Robert Lewandowski er búinn að skora þrettán mörk í Meistaradeildinni á leiktíðinni og vantar fjögur mörk til að jafna met Cristiano Ronaldo. Lewandowski er alls kominn með 53 mörk í 44 leikjum í öllum keppnum á leiktíðinni og það eru sannkallaðar Messi og Ronaldo tölur. Lionel Messi hefur látið sér nægja að skora 31 mörk í 43 leikjum í öllum keppnum en hann er einnig með 26 stoðsendingar og setti nýtt stoðsendingamet í spænsku deildinni í vetur þar sem hann var bæði með yfir tuttugu mörk (25) og tuttugu stoðsendingar (21) í 33 deildarleikjum. „Ég skil alveg svartsýnina en við erum besta liðið í heimi. Vandamálið er að við sýnum það ekki alltaf,“ sagði Barcelona leikmaðurinn Arturo Vidal. watch on YouTube Ekki hægt að bera hann saman við Messi „Bayern mætir fullt af sjálfstrausti í leikinn en þeir verða átta sig á því að þeir eru ekki að fara spila við eitthvað lið úr Bundesligunni. Þeir eru að fara að spila við Barca. Við erum með Leo [Messi], við erum með bestu leikmennina og við viljum sanna okkur,“ sagði Vidal. Arturo Vidal var auðvitað spurður út í Robert Lewandowski og samanburð á honum og Lionel Messi. „Lewandowski er sérstakur, mjög hættulegur og óseðjandi markaskorari. Það verður erfitt fyrir okkur að stoppa hann en það er ekki mögulegt að bera hann saman við Messi sem er frá annarri plánetu. Það er aftur á móti hægt að segja að sé besti framherji í heimi ásamt Luis Suarez,“ sagði Vidal. „Við berum mikla virðingu fyrir þeim af því að Barcelona hefur verið í marga áratugi meðal bestu liða Evrópu,“ sagði Hansi Flick, knattspyrnustjóri Bayern München. Hefur verið besti leikmaður í mörg ár „Messi hefur verið besti leikmaðurinn í heimi í mörg ár og hann er afburðarleikmaður. Þetta er samt ekki bara Messi á móti Bayern. Þetta er Bayern á móti Barelona. Messi er heimsklassa leikmaður og við höfðum auðvitað velt því fyrir okkur hvað við ætlum að gera á móti honum,“ sagði Flick. „Við þurfum að gera þetta saman sem lið. Það er mikilvægt að spila skynsamlega á móti honum. Að átta sig á svæðunum hans, setja pressu á hann í einn á móti einum og vinna þá baráttu,“ sagði Hansi Flick. watch on YouTube Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjá meira
Bayern München og Barcelona mætast í kvöld í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en augum margra eru þetta tvö af sigurstranglegustu liðunum í keppninni í ár. Bayern München hefur verið á miklu skriði á leiktíðinni en Barcelona hefur verið í basli. Lið sem er með galdramanninn Lionel Messi innanborðs verður aftur á móti seint afskrifað. Tímabilið hefur samt verið vonbrigði fyrir Barcelona sem varð í 2. sæti í deildinni, datt út í átta liða úrslitum í bikarnum og missti af úrslitaleiknum í Súperbikarnum á Spáni. Titlalaust tímabil til þessa og síðasti möguleikinn á titili liggur í Meistaradeildinni. Allt aðra sögu er að segja af liði Bayern München sem vann þýsku deildin með þrettán stiga mun og 4-2 sigur á Bayer Leverkusen í úrslitaleik bikarsins. Bayern München hefur ekki unnið Meistaradeildina síðan 2013 en getur endurtekið leikinn og unnið þrennuna núna eins og þá. watch on YouTube Lewandowski með Messi-Ronaldo tölur Það þarf ekki að koma mikið á óvart að sumir stilla þessum leik upp sem einvígi á milli Robert Lewandowski og Lionel Messi, stærstu stjarna liðanna. Messi hefur verið í sínum eigin heimi í öll þessi ár og þarf ekki að sanna sig en með frammistöðu Lewandowski á leiktíðinni hefur pólski framherjinn verið að banka á dyrnar á efstu hæðinni hjá Messi og Cristiano Ronaldo. Robert Lewandowski er búinn að skora þrettán mörk í Meistaradeildinni á leiktíðinni og vantar fjögur mörk til að jafna met Cristiano Ronaldo. Lewandowski er alls kominn með 53 mörk í 44 leikjum í öllum keppnum á leiktíðinni og það eru sannkallaðar Messi og Ronaldo tölur. Lionel Messi hefur látið sér nægja að skora 31 mörk í 43 leikjum í öllum keppnum en hann er einnig með 26 stoðsendingar og setti nýtt stoðsendingamet í spænsku deildinni í vetur þar sem hann var bæði með yfir tuttugu mörk (25) og tuttugu stoðsendingar (21) í 33 deildarleikjum. „Ég skil alveg svartsýnina en við erum besta liðið í heimi. Vandamálið er að við sýnum það ekki alltaf,“ sagði Barcelona leikmaðurinn Arturo Vidal. watch on YouTube Ekki hægt að bera hann saman við Messi „Bayern mætir fullt af sjálfstrausti í leikinn en þeir verða átta sig á því að þeir eru ekki að fara spila við eitthvað lið úr Bundesligunni. Þeir eru að fara að spila við Barca. Við erum með Leo [Messi], við erum með bestu leikmennina og við viljum sanna okkur,“ sagði Vidal. Arturo Vidal var auðvitað spurður út í Robert Lewandowski og samanburð á honum og Lionel Messi. „Lewandowski er sérstakur, mjög hættulegur og óseðjandi markaskorari. Það verður erfitt fyrir okkur að stoppa hann en það er ekki mögulegt að bera hann saman við Messi sem er frá annarri plánetu. Það er aftur á móti hægt að segja að sé besti framherji í heimi ásamt Luis Suarez,“ sagði Vidal. „Við berum mikla virðingu fyrir þeim af því að Barcelona hefur verið í marga áratugi meðal bestu liða Evrópu,“ sagði Hansi Flick, knattspyrnustjóri Bayern München. Hefur verið besti leikmaður í mörg ár „Messi hefur verið besti leikmaðurinn í heimi í mörg ár og hann er afburðarleikmaður. Þetta er samt ekki bara Messi á móti Bayern. Þetta er Bayern á móti Barelona. Messi er heimsklassa leikmaður og við höfðum auðvitað velt því fyrir okkur hvað við ætlum að gera á móti honum,“ sagði Flick. „Við þurfum að gera þetta saman sem lið. Það er mikilvægt að spila skynsamlega á móti honum. Að átta sig á svæðunum hans, setja pressu á hann í einn á móti einum og vinna þá baráttu,“ sagði Hansi Flick. watch on YouTube
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjá meira