Sportpakkinn: Espanyol freistar þess að vinna granna sína í fyrsta sinn síðan 2009 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. janúar 2020 16:30 Barcelona hefur ekki tapað fyrir Espanyol í 30 leikjum í röð. vísir/ap Keppni í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta hefst í kvöld eftir jólafrí. Arnar Björnsson tók saman frétt um leiki helgarinnar. Sevilla er í 3. sæti og getur náð Real Madrid að stigum með sigri á Athletic Bilbao. Sevilla vann 2-0 þegar liðin mættust í Andalúsíu í lok síðustu leiktíðar en Bilbao vann Sevilla tvisvar á síðustu leiktíð, 2-0 í deildinni og 1-0 í bikarkeppninni á Ramón Sánchez Pizjuán, heimavelli Sevilla. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Stórleikur 19. umferðarinnar verður grannaslagurinn í Katalóníu þegar Espanyol fær Barcelona í heimsókn. Það er óhætt að segja að himin og haf skilji liðin að; Espanyol er í neðsta sæti með tíu stig en Barcelona er í 1. sæti með 39. Espanyol hefur aðeins unnið tvo leiki, þann seinni í lok október 1-0 gegn Levante. Sex tapleikir og tvö jafntefli er uppskeran síðan þá og liðið hefur aðeins skorað tólf mörk í 18 leikjum. Barcelona er ósigrað í sjö síðustu leikjum og hefur unnið fimm þeirra. Barcelona vann 4-0 á heimavelli Espanyol á síðustu leiktíð. Lionel Messi skoraði tvö markanna og þeir Luis Suárez og Ousmane Dembélé hin mörkin. Barcelona vann á Nývangi, 2-0, með tveimur mörkum frá Messi. Síðasti sigur Espanyol á Barcelona kom í nóvember 2009; 2-1 urðu úrslitin. Barcelona hefur ekki tapað í 30 síðustu leikjum gegn grönnum sínum, skorað 52 mörk og aðeins fengið á sig fimm. Gamli varnarmaðurinn hjá Barcelona, Abelardo Fernández, tók við Espanyol í lok desember. Hann er þriðji knattspyrnustjóri liðsins á leiktíðinni. David Gallego var rekinn 7. október og Pablo Machín 22. desember. Leikurinn er annað kvöld klukkan 20:00, beint á Stöð 2 Sport 2. Þegar sá leikur byrjar gæti Real Madrid verið komið á toppinn. Real fer í stutta ferð til Getafe. Real hefur oft farið illa með granna sína en liðin gerðu markalaust jafntefli á síðustu leiktíð. Getafe hefur spjarað sig vel í deildinni á leiktíðinni, er í 6. sæti, sjö stigum á eftir Real Madríd. Þeir töpuðu ekki í sjö leikjum í röð þar til í síðustu umferð þegar Villarreal vann 1-0. Leikur Getafe og Real Madríd hefst klukkan 15:00 á laugardag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Jafnteflin hjá Atlético Madrid gætu reynst afdrifarík í lok leiktíðar. Í 18 leikjum í deildinni eru jafnteflin átta. Sem fyrr er varnarleikurinn traustur. Liðið hefur aðeins fengið á sig ellefu mörk, fæst allra liða í deildinni. Það gengur verr að skora. Liðið hefur aðeins skorað 20 mörk en til samanburðar hefur Barcelona skorað 47 mörk í deildinni í vetur. Atletico mætir Levante klukkan 17:30 á morgun á Stöð 2 Sport 4. Á þarsíðustu leiktíð vann Atletico Madríd 5-0 á útivelli og 3-0 á heimavelli en á síðustu leiktíð gerðu liðin 2-2 jafntefli á heimavelli Levante en Madrídarliðið marði sigur á heimavelli 1-0, þá skoraði Antoine Grizeman úr vítaspyrnu. Fréttina má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Borgarslagur í Barselóna Sportpakkinn Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Sjá meira
Keppni í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta hefst í kvöld eftir jólafrí. Arnar Björnsson tók saman frétt um leiki helgarinnar. Sevilla er í 3. sæti og getur náð Real Madrid að stigum með sigri á Athletic Bilbao. Sevilla vann 2-0 þegar liðin mættust í Andalúsíu í lok síðustu leiktíðar en Bilbao vann Sevilla tvisvar á síðustu leiktíð, 2-0 í deildinni og 1-0 í bikarkeppninni á Ramón Sánchez Pizjuán, heimavelli Sevilla. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Stórleikur 19. umferðarinnar verður grannaslagurinn í Katalóníu þegar Espanyol fær Barcelona í heimsókn. Það er óhætt að segja að himin og haf skilji liðin að; Espanyol er í neðsta sæti með tíu stig en Barcelona er í 1. sæti með 39. Espanyol hefur aðeins unnið tvo leiki, þann seinni í lok október 1-0 gegn Levante. Sex tapleikir og tvö jafntefli er uppskeran síðan þá og liðið hefur aðeins skorað tólf mörk í 18 leikjum. Barcelona er ósigrað í sjö síðustu leikjum og hefur unnið fimm þeirra. Barcelona vann 4-0 á heimavelli Espanyol á síðustu leiktíð. Lionel Messi skoraði tvö markanna og þeir Luis Suárez og Ousmane Dembélé hin mörkin. Barcelona vann á Nývangi, 2-0, með tveimur mörkum frá Messi. Síðasti sigur Espanyol á Barcelona kom í nóvember 2009; 2-1 urðu úrslitin. Barcelona hefur ekki tapað í 30 síðustu leikjum gegn grönnum sínum, skorað 52 mörk og aðeins fengið á sig fimm. Gamli varnarmaðurinn hjá Barcelona, Abelardo Fernández, tók við Espanyol í lok desember. Hann er þriðji knattspyrnustjóri liðsins á leiktíðinni. David Gallego var rekinn 7. október og Pablo Machín 22. desember. Leikurinn er annað kvöld klukkan 20:00, beint á Stöð 2 Sport 2. Þegar sá leikur byrjar gæti Real Madrid verið komið á toppinn. Real fer í stutta ferð til Getafe. Real hefur oft farið illa með granna sína en liðin gerðu markalaust jafntefli á síðustu leiktíð. Getafe hefur spjarað sig vel í deildinni á leiktíðinni, er í 6. sæti, sjö stigum á eftir Real Madríd. Þeir töpuðu ekki í sjö leikjum í röð þar til í síðustu umferð þegar Villarreal vann 1-0. Leikur Getafe og Real Madríd hefst klukkan 15:00 á laugardag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Jafnteflin hjá Atlético Madrid gætu reynst afdrifarík í lok leiktíðar. Í 18 leikjum í deildinni eru jafnteflin átta. Sem fyrr er varnarleikurinn traustur. Liðið hefur aðeins fengið á sig ellefu mörk, fæst allra liða í deildinni. Það gengur verr að skora. Liðið hefur aðeins skorað 20 mörk en til samanburðar hefur Barcelona skorað 47 mörk í deildinni í vetur. Atletico mætir Levante klukkan 17:30 á morgun á Stöð 2 Sport 4. Á þarsíðustu leiktíð vann Atletico Madríd 5-0 á útivelli og 3-0 á heimavelli en á síðustu leiktíð gerðu liðin 2-2 jafntefli á heimavelli Levante en Madrídarliðið marði sigur á heimavelli 1-0, þá skoraði Antoine Grizeman úr vítaspyrnu. Fréttina má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Borgarslagur í Barselóna
Sportpakkinn Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Sjá meira