Hvergerðingur fann systur sína í Orlando eftir 73 ár Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. janúar 2020 19:15 Það urðu heldur betur fagnaðarfundir í Orlondo um jólin þegar maður úr Hveragerði hitti í fyrsta skipti hálfsystur sína. Hann er 73 ára og hún 79 ára. Vilhjálmur Auðunn Albertsson og fjölskylda hans áttu sín bestu jól í Orlando í Bandaríkjunum um jólin. Börn Vilhjálms og konu hans höfðu fengið þau með sér út til að njóta lífsins þar með stórfjölskyldunni en ekki hafði Vilhjálmi grunað að í ferðinni ætti hann eftir að hitta systur sína, sem býr nálægt Orlando, 79 ára og heitir Nancy. Börn Vilhjálms höfðu undirbúið að þau myndu hittast. Vilhjálmur var ættleiddur sem ungbarn en fann íslenska blóðmóður sína þegar hann var um tvítugt. Faðir hans hafði verið hermaður á Íslandi 1946 en hann lést 1984. Viilhjálmur og Nancy, systir hans. Eins og sjá má þá er mikill svipur með þeim.Einkasafn Kolbrún, dóttir Vilhjálms var allt í öllu við skipulagningu hittingsins, hún lýsir hér deginum þegar systkinin hittust í fyrsta skipti á ævinni. „Ég var alveg að missa mig úr spenningi, reyna að láta á engu bera. Síðan renna tveir bílar í hlaðið. Annar með systur hans pabba og dóttur hennar og hinn með frænkunni. Ég labba út til að taka á móti þeim og pabbi kemur bara rétt á eftir mér. Svo sé ég bara, það renna bara tárin, þetta var svo magnað, þau tengdust bara strax, þau eru svo ótrúlega lík, þau hafa sama húmor. Þó að pabbi skilji varla ensku þá gat hann samt verið að fíflast í henni. Þetta var bara dásamlegt“, segir Kolbrún. Kolbrún var allt í öllu með systkinum sínum að plotta hittinginn hjá pabba þeirra og systur hans í Orlando.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En hvernig tilfinning var að hitta systur sína eftir öll þessi ár? „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því með orðum, þetta var svo stórkostlegt, maður var bara orðlaus“, segir Vilhjálmur og bætir því við að hann eigi eina hálfsystur í viðbót erlendis en hann viti lítið sem ekkert meira um hana. Bandaríkin Hveragerði Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Sjá meira
Það urðu heldur betur fagnaðarfundir í Orlondo um jólin þegar maður úr Hveragerði hitti í fyrsta skipti hálfsystur sína. Hann er 73 ára og hún 79 ára. Vilhjálmur Auðunn Albertsson og fjölskylda hans áttu sín bestu jól í Orlando í Bandaríkjunum um jólin. Börn Vilhjálms og konu hans höfðu fengið þau með sér út til að njóta lífsins þar með stórfjölskyldunni en ekki hafði Vilhjálmi grunað að í ferðinni ætti hann eftir að hitta systur sína, sem býr nálægt Orlando, 79 ára og heitir Nancy. Börn Vilhjálms höfðu undirbúið að þau myndu hittast. Vilhjálmur var ættleiddur sem ungbarn en fann íslenska blóðmóður sína þegar hann var um tvítugt. Faðir hans hafði verið hermaður á Íslandi 1946 en hann lést 1984. Viilhjálmur og Nancy, systir hans. Eins og sjá má þá er mikill svipur með þeim.Einkasafn Kolbrún, dóttir Vilhjálms var allt í öllu við skipulagningu hittingsins, hún lýsir hér deginum þegar systkinin hittust í fyrsta skipti á ævinni. „Ég var alveg að missa mig úr spenningi, reyna að láta á engu bera. Síðan renna tveir bílar í hlaðið. Annar með systur hans pabba og dóttur hennar og hinn með frænkunni. Ég labba út til að taka á móti þeim og pabbi kemur bara rétt á eftir mér. Svo sé ég bara, það renna bara tárin, þetta var svo magnað, þau tengdust bara strax, þau eru svo ótrúlega lík, þau hafa sama húmor. Þó að pabbi skilji varla ensku þá gat hann samt verið að fíflast í henni. Þetta var bara dásamlegt“, segir Kolbrún. Kolbrún var allt í öllu með systkinum sínum að plotta hittinginn hjá pabba þeirra og systur hans í Orlando.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En hvernig tilfinning var að hitta systur sína eftir öll þessi ár? „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því með orðum, þetta var svo stórkostlegt, maður var bara orðlaus“, segir Vilhjálmur og bætir því við að hann eigi eina hálfsystur í viðbót erlendis en hann viti lítið sem ekkert meira um hana.
Bandaríkin Hveragerði Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Sjá meira