Manchester United átti ekki skot á mark Wolves í gær er liðin gerðu markalaust jafntefli í þriðju umferð enska bikarsins.
Þetta er í fyrsta skipti í fimm ár sem United á ekki skot á markið í leik en það gerðist síðast einnig gegn Wolves er liðin mættust í enska bikarnum í janúarmánuði 2015.
Man Utd's goalless draw with Wolves meant they failed to have a shot on target in a domestic game for the first time in five years.
— BBC Sport (@BBCSport) January 5, 2020
https://t.co/l8qg1c2bJbpic.twitter.com/jhiXlVv0OD
Liðin þurfa því að mætast á nýjan leik í miðri viku síðar í mánuðinum og verður því nóg um að vera hjá United í mánuðinum.
Þeir spila tvo leiki gegn Manchester City í undanúrslitum enska deildarbikarsins og maraþontímabil Wolves heldur áfram en þeir hafa nú þegar spilað 36 leiki á tímabilinu.
Leikurinn í gær var ekki upp á marga fiska en Sergio Romero stóð vaktina vel í marki United.