Jose Mourinho, stjóri Tottenham, virðist ekki vera ýkja sáttur við notkun VAR á Englandi og vill sjá breytingu á nafninu.
VAR (Video assistant referee) hefur verið í gildi frá þessari leiktíð í ensku úrvalsdeildinni og mikið hefur verið rætt og ritað um útkomuna.
„Á þessum tímapunkti eru dómararnir ekki dómarar. Mér finnst að VAR ætti að breyta nafninu í því myndbandsaðstoðardómarar (Video assistant referee)? Það er ekki satt,“ sagði Mourinho og hélt áfram.
„Þetta ætti að vera VR (Video referee) því þeir eru dómararnir. Og það er skrýtið því það eru dómarar inni á vellinum og þeir eru ekki dómararnir.“
„Þeir eru aðstoðardómararnir og strákarnir á skrifstofunni eru þeir sem taka stóru ákvarðanirnar í leiknum.“
"VAR should be changed to VR because they are the referees."
— SPORF (@Sporf) January 5, 2020
"The referees on the pitch are not the refs."
Jose Mourinho has already had enough of VAR in the @PremierLeague. pic.twitter.com/MKzqkYYczc
Tottenham mætir Middlesbrough á útivelli í enska bikarnum í dag en flautað verður til leiks klukkan 14.00. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.