Mögulegt eldgos „stóri óvissuþátturinn“ í næsta hlaupi Sylvía Hall skrifar 14. ágúst 2020 11:57 Vísindaráð Almannavarna fundaði í morgun vegna mögulegs hlaups úr Grímsvötnum. Vísir/Vilhelm Vísbendingarnar um mögulegt hlaup úr Grímsvötnum eru enn of litlar til þess að staðfesta að raunverulegt hlaup sé farið af stað. Margir óvissuþættir eru í myndinni og því verður fylgst frekar með þróuninni næstu klukkustundir til að skera úr um hvort hlaup sé hafið. Vísindaráð Almannavarna fundaði um stöðuna nú í morgun. Benedikt Ófegisson, jarðeðlisfræðingur, segir það taka sólarhring eða tvo til þess að skera úr um hvort hlaup sé hafið. Sé það farið af stað gæti eldgos fylgt í kjölfarið ef kvikuhóflið er fullt, en ekki er þó von á stóru gosi ef það verður. GPS-mælir sem settur var ofan á helluna í vor fór að síga upp úr hádegi í gær eftir að hafa hækkað með Grímsvatnahellunni í sumar vegna leysingavatns. Það að ekkert ris hafi orðið síðan í gær geti verið merki um að vatn sé að flæða úr Grímsvötnum. „Þetta er afskaplega lítið merki enn þá, þetta eru örfáir sentimetrar. Þetta er of lítið til að staðfesta að það sé raunverulega hlaup í gangi,“ segir Benedikt í samtali við fréttastofu. „Nú bíðum við bara átekta og athugum hvort allt sé í lagi. Það er hellings tími sem við höfum fyrir okkur áður en þetta kemst í fullan gang ef þetta er hlaup.“ Hlaupin sjálf „ekkert stórmál“ Líkt og áður sagði eru dæmi um að eldgos verði í Grímsvötnum ef vatn hleypur þaðan og segir Benedikt það vera „stóra óvissuþáttinn“ í næsta Grímsvatnahlaupi. Margt bendi til þess að eldstöðin sé tilbúin að gjósa og munu náttúruvársérfræðingar fylgjast vel með því ef hlaup fer af stað. „Hlaupin sjálf eru ekkert stórmál, þau koma reglulega og valda yfirleitt engum usla. Við teljum þó að Grímsvötn gætu verið tilbúin að gjósa og við höfum séð það að þegar hlaup verður í Grímsvötnum að þá kemur það stundum af stað gosi ef kvikuhólfið undir Grímsvötnum er fullt.“ Vísindaráðið mun funda aftur á morgun eða hinn og þá gæti legið fyrir hvort hlaup sé farið af stað. Verði eldgos í kjölfarið segir Benedikt fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af því. „Við sjáum aðdragandann að þessu og Grímsvatnagos eru ekkert endilega alvarleg, þau koma mjög oft. Við eigum ekkert von á sérstaklega stóru gosi.“ Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Funduðu um gos í Grímsvötnum sem gæti komið á næstu dögum, vikum eða mánuðum Vísindaráð almannavarna hittist á fundi í dag til að ræða stöðuna á virkni í Grímsvötnum en merki eru um að eldstöðin þar búi sig undir eldgos. 18. júní 2020 15:58 Merki um aukið útstreymi kvikugass úr Grímsvötnum Meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og ef það hlaupi úr þeim á næstu mánuðum verði menn að vera viðbúnir gosi í kjölfarið. 10. júní 2020 22:07 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Vísbendingarnar um mögulegt hlaup úr Grímsvötnum eru enn of litlar til þess að staðfesta að raunverulegt hlaup sé farið af stað. Margir óvissuþættir eru í myndinni og því verður fylgst frekar með þróuninni næstu klukkustundir til að skera úr um hvort hlaup sé hafið. Vísindaráð Almannavarna fundaði um stöðuna nú í morgun. Benedikt Ófegisson, jarðeðlisfræðingur, segir það taka sólarhring eða tvo til þess að skera úr um hvort hlaup sé hafið. Sé það farið af stað gæti eldgos fylgt í kjölfarið ef kvikuhóflið er fullt, en ekki er þó von á stóru gosi ef það verður. GPS-mælir sem settur var ofan á helluna í vor fór að síga upp úr hádegi í gær eftir að hafa hækkað með Grímsvatnahellunni í sumar vegna leysingavatns. Það að ekkert ris hafi orðið síðan í gær geti verið merki um að vatn sé að flæða úr Grímsvötnum. „Þetta er afskaplega lítið merki enn þá, þetta eru örfáir sentimetrar. Þetta er of lítið til að staðfesta að það sé raunverulega hlaup í gangi,“ segir Benedikt í samtali við fréttastofu. „Nú bíðum við bara átekta og athugum hvort allt sé í lagi. Það er hellings tími sem við höfum fyrir okkur áður en þetta kemst í fullan gang ef þetta er hlaup.“ Hlaupin sjálf „ekkert stórmál“ Líkt og áður sagði eru dæmi um að eldgos verði í Grímsvötnum ef vatn hleypur þaðan og segir Benedikt það vera „stóra óvissuþáttinn“ í næsta Grímsvatnahlaupi. Margt bendi til þess að eldstöðin sé tilbúin að gjósa og munu náttúruvársérfræðingar fylgjast vel með því ef hlaup fer af stað. „Hlaupin sjálf eru ekkert stórmál, þau koma reglulega og valda yfirleitt engum usla. Við teljum þó að Grímsvötn gætu verið tilbúin að gjósa og við höfum séð það að þegar hlaup verður í Grímsvötnum að þá kemur það stundum af stað gosi ef kvikuhólfið undir Grímsvötnum er fullt.“ Vísindaráðið mun funda aftur á morgun eða hinn og þá gæti legið fyrir hvort hlaup sé farið af stað. Verði eldgos í kjölfarið segir Benedikt fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af því. „Við sjáum aðdragandann að þessu og Grímsvatnagos eru ekkert endilega alvarleg, þau koma mjög oft. Við eigum ekkert von á sérstaklega stóru gosi.“
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Funduðu um gos í Grímsvötnum sem gæti komið á næstu dögum, vikum eða mánuðum Vísindaráð almannavarna hittist á fundi í dag til að ræða stöðuna á virkni í Grímsvötnum en merki eru um að eldstöðin þar búi sig undir eldgos. 18. júní 2020 15:58 Merki um aukið útstreymi kvikugass úr Grímsvötnum Meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og ef það hlaupi úr þeim á næstu mánuðum verði menn að vera viðbúnir gosi í kjölfarið. 10. júní 2020 22:07 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Funduðu um gos í Grímsvötnum sem gæti komið á næstu dögum, vikum eða mánuðum Vísindaráð almannavarna hittist á fundi í dag til að ræða stöðuna á virkni í Grímsvötnum en merki eru um að eldstöðin þar búi sig undir eldgos. 18. júní 2020 15:58
Merki um aukið útstreymi kvikugass úr Grímsvötnum Meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og ef það hlaupi úr þeim á næstu mánuðum verði menn að vera viðbúnir gosi í kjölfarið. 10. júní 2020 22:07