Söluskrá SVFR komin út Karl Lúðvíksson skrifar 6. janúar 2020 08:41 Söluskrá SVFR er komin út og þar kennir margra grasa og veiðimenn geta fundið veiðileyfi þar við allra hæfi. Mestur þungi umsókna hefur verið á ákveðin ársvæði eins og venjulega og það er hart barist um suma dagana. Þau svæði sem eru mikið sótt eru til dæmis Haukadalsá, Laxá í Mývantssveit og Laxárdalurinn en síðast nefnda svæðið nýtur sífellt meiri vinsælda á hverju ári enda hefur veiðin og stærðin á urriðanum þar tekið góðan kipp eftir að veitt og sleppt var innleitt á svæðinu. Að venju er mikið sótt í Langá á Mýrum, Straumfjarðará Leirvogsá kemur ný inn í söluskránna þetta árið en aftur til félagsins sem var með hana í mörg ár. Verðið á leyfunum í ánna hefur lækkað mikið frá því að Lax-Á var með ánna og er því greinilegt að annað hvort var samið um verðlækkun í ánni eða að álagning SVFR er umtalsvert lægri en var hjá Lax-Á. Gljúfurá er alltaf vinsæl enda góð veiði í henni og þar sjá veiðimenn um sig sjálfir en veiði sem býður upp á slíkan kost er alltaf vinsæl. Það er af meiru að taka og þeir sem hafa áhuga á að skoða það sem er í boði hjá félaginu geta skoðað söluskránna hér. Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Tveir 20 pundarar sama daginn í Eystri Rangá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði 805 laxar komnir í gegnum teljarann í Langá Veiði Urriðafoss með bestu veiði á stöng Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði 400 kíló af laxi í net sín á einum degi Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði Sjávarfossinn gaf yfir 200 laxa Veiði
Söluskrá SVFR er komin út og þar kennir margra grasa og veiðimenn geta fundið veiðileyfi þar við allra hæfi. Mestur þungi umsókna hefur verið á ákveðin ársvæði eins og venjulega og það er hart barist um suma dagana. Þau svæði sem eru mikið sótt eru til dæmis Haukadalsá, Laxá í Mývantssveit og Laxárdalurinn en síðast nefnda svæðið nýtur sífellt meiri vinsælda á hverju ári enda hefur veiðin og stærðin á urriðanum þar tekið góðan kipp eftir að veitt og sleppt var innleitt á svæðinu. Að venju er mikið sótt í Langá á Mýrum, Straumfjarðará Leirvogsá kemur ný inn í söluskránna þetta árið en aftur til félagsins sem var með hana í mörg ár. Verðið á leyfunum í ánna hefur lækkað mikið frá því að Lax-Á var með ánna og er því greinilegt að annað hvort var samið um verðlækkun í ánni eða að álagning SVFR er umtalsvert lægri en var hjá Lax-Á. Gljúfurá er alltaf vinsæl enda góð veiði í henni og þar sjá veiðimenn um sig sjálfir en veiði sem býður upp á slíkan kost er alltaf vinsæl. Það er af meiru að taka og þeir sem hafa áhuga á að skoða það sem er í boði hjá félaginu geta skoðað söluskránna hér.
Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Tveir 20 pundarar sama daginn í Eystri Rangá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði 805 laxar komnir í gegnum teljarann í Langá Veiði Urriðafoss með bestu veiði á stöng Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði 400 kíló af laxi í net sín á einum degi Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði Sjávarfossinn gaf yfir 200 laxa Veiði