Einn leikur er á dagskrá Stöðvar 2 Sport í kvöld en það er enginn smá leikur.
Klukkan 20.00 verður flautað til leiks í Manchester þar sem grannarnir í Manchester United og Manchester City mætast.
Leikurinn er fyrri leikur liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins en síðari leikurinn fer fram í næstu viku.
Ole is aiming for a repeat of our derby day showing in December #MUFC#CarabaoCup
— Manchester United (@ManUtd) January 6, 2020
Leikurinn í kvöld fer fram á Old Trafford og hefst útsending klukkan 19.55 en síðari leikurinn verður að sjálfsögðu einnig í beinni á Stöð 2 Sport.
Nóg er um að vera næstu daga á sportrásunum og má sjá allar útsendingarnar hér.
Beinar útsendingar dagsins:
19.55 Manchester United - Manchester City (Stöð 2 Sport)
It's an occupational hazard right? @sterling7
— Manchester City (@ManCity) January 6, 2020
#ManCitypic.twitter.com/PqO1g6Z0Vo