Þingvallanefnd hittist til að fara yfir samninginn við Ólínu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. janúar 2020 13:00 Ari Trausti Guðmundsson formaður Þingvallanefndar blés til fundar í nefndinni í dag vegna samningsins við Ólínu Þorvarðardóttur Vísir/Egill Þingvallanefnd hittist eftir hádegi til að fara yfir samning ríkislögmanns og Ólínu Þorvarðardóttur sem fékk 20 milljón króna bótagreiðslu frá ríkinu eftir að nefndin braut jafnréttislög í ráðningaferli um þjóðgarðsvörð árið 2018. Nefndin vísaði málinu til ríkislögmanns í október sem náði sáttum við Ólínu rétt fyrir jól. Fram hefur komið að nefndin fyrirhugaði að hittast ekki fyrr en 22. janúar vegna málsins en honum var flýtt. Fundurinn hófst núna klukkan 13. Ari Trausti Guðmundsson formaður nefndarinnar segir að eftir fundinn verði send yfirlýsing, ef að nefndarmenn eru sammála. Yfirlýsingin verði sambærileg og sú sem send var í tengslum við úrskurð kærunefndar jafnréttismála í vor þar sem kom m.a. fram að: ,,Þingvallanefnd harmar að ekki hafi tekist betur til við undirbúning ákvörðunar um ráðningu í starf þjóðgarðsvarðar umrætt sinn en vill í því sambandi taka fram að fenginn var sérfræðingur í ráðningarmálum frá Capacent til að vera nefndinni til ráðgjafar í ráðningarferlinu. Þingvallanefnd taldi sig hafa undirbúið ákvörðun sína með fullnægjandi hætti og í samræmi við ákvæði laga. Nefndin tekur hins vegar fulla ábyrgð á þeim annmörkum sem bent hefur verið á af hálfu kærunefndar jafnréttismála og telur rétt að una niðurstöðunni. Þingvallanefnd mun framvegis taka mið af þeim athugasemdum kærunefndarinnar sem koma fram í forsendum fyrir niðurstöðu hennar í málinu.“ Í gær sagði varaformaður Þingvallanefndar, Vilhjálmur Árnason, að mistök hafi valdið því að nefndin skráði ekki niður huglægt mat um umsækjendur í ráðningaferli um stöðu þjóðgarðsvarðar. Það hafi ráðið því að jafnréttisnefnd úrskurðaði að Þingvallanefnd hefði brotið jafnréttislög og kærandi fær tuttugu milljóna króna bótagreiðslu. Öll nefndin beri ábyrgð í málinu. Bláskógabyggð Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Páll telur ríkissjóð líklega eiga kröfu á hendur Capacent vegna Ólínu-málsins Páll Magnússon er sannfærður um að sá hæfari varð fyrir valinu. 6. janúar 2020 13:24 Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30 Vilhjálmur viðurkennir mistök sem leiddu til bótagreiðslu til Ólínu Varaformaður Þingvallanefndar segir að mistök hafi valdið því að nefndin skráði ekki niður huglægt mat um umsækjendur í ráðningaferli um stöðu þjóðgarðasvarðar. 6. janúar 2020 11:56 Ólína segir að afsökunarbeiðni hefði lækkað reikninginn Eftir skatta fær Ólína Þorvarðardóttir 13 milljónir í sinn hlut. 6. janúar 2020 10:06 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Þingvallanefnd hittist eftir hádegi til að fara yfir samning ríkislögmanns og Ólínu Þorvarðardóttur sem fékk 20 milljón króna bótagreiðslu frá ríkinu eftir að nefndin braut jafnréttislög í ráðningaferli um þjóðgarðsvörð árið 2018. Nefndin vísaði málinu til ríkislögmanns í október sem náði sáttum við Ólínu rétt fyrir jól. Fram hefur komið að nefndin fyrirhugaði að hittast ekki fyrr en 22. janúar vegna málsins en honum var flýtt. Fundurinn hófst núna klukkan 13. Ari Trausti Guðmundsson formaður nefndarinnar segir að eftir fundinn verði send yfirlýsing, ef að nefndarmenn eru sammála. Yfirlýsingin verði sambærileg og sú sem send var í tengslum við úrskurð kærunefndar jafnréttismála í vor þar sem kom m.a. fram að: ,,Þingvallanefnd harmar að ekki hafi tekist betur til við undirbúning ákvörðunar um ráðningu í starf þjóðgarðsvarðar umrætt sinn en vill í því sambandi taka fram að fenginn var sérfræðingur í ráðningarmálum frá Capacent til að vera nefndinni til ráðgjafar í ráðningarferlinu. Þingvallanefnd taldi sig hafa undirbúið ákvörðun sína með fullnægjandi hætti og í samræmi við ákvæði laga. Nefndin tekur hins vegar fulla ábyrgð á þeim annmörkum sem bent hefur verið á af hálfu kærunefndar jafnréttismála og telur rétt að una niðurstöðunni. Þingvallanefnd mun framvegis taka mið af þeim athugasemdum kærunefndarinnar sem koma fram í forsendum fyrir niðurstöðu hennar í málinu.“ Í gær sagði varaformaður Þingvallanefndar, Vilhjálmur Árnason, að mistök hafi valdið því að nefndin skráði ekki niður huglægt mat um umsækjendur í ráðningaferli um stöðu þjóðgarðsvarðar. Það hafi ráðið því að jafnréttisnefnd úrskurðaði að Þingvallanefnd hefði brotið jafnréttislög og kærandi fær tuttugu milljóna króna bótagreiðslu. Öll nefndin beri ábyrgð í málinu.
Bláskógabyggð Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Páll telur ríkissjóð líklega eiga kröfu á hendur Capacent vegna Ólínu-málsins Páll Magnússon er sannfærður um að sá hæfari varð fyrir valinu. 6. janúar 2020 13:24 Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30 Vilhjálmur viðurkennir mistök sem leiddu til bótagreiðslu til Ólínu Varaformaður Þingvallanefndar segir að mistök hafi valdið því að nefndin skráði ekki niður huglægt mat um umsækjendur í ráðningaferli um stöðu þjóðgarðasvarðar. 6. janúar 2020 11:56 Ólína segir að afsökunarbeiðni hefði lækkað reikninginn Eftir skatta fær Ólína Þorvarðardóttir 13 milljónir í sinn hlut. 6. janúar 2020 10:06 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Páll telur ríkissjóð líklega eiga kröfu á hendur Capacent vegna Ólínu-málsins Páll Magnússon er sannfærður um að sá hæfari varð fyrir valinu. 6. janúar 2020 13:24
Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30
Vilhjálmur viðurkennir mistök sem leiddu til bótagreiðslu til Ólínu Varaformaður Þingvallanefndar segir að mistök hafi valdið því að nefndin skráði ekki niður huglægt mat um umsækjendur í ráðningaferli um stöðu þjóðgarðasvarðar. 6. janúar 2020 11:56
Ólína segir að afsökunarbeiðni hefði lækkað reikninginn Eftir skatta fær Ólína Þorvarðardóttir 13 milljónir í sinn hlut. 6. janúar 2020 10:06