Repúblikanar tilbúnir að hefja réttarhöld yfir Trump án samkomulags Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2020 10:40 McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, segir að engin ákvörðun um vitnaleiðslur verði tekin fyrr en eftir að réttarhöldin hefjast. Vísir/EPA Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins sem fer með meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings, segist tilbúinn að hefja réttarhöld yfir Donald Trump forseta þrátt fyrir að ekkert samkomulag liggi fyrir á milli flokkanna um hvernig þeim verði háttað. Kæra fulltrúadeildarinnar á hendur Trump fyrir embættisbrot hefur enn ekki verið send öldungadeildinni. Deilur hafa staðið yfir á milli demókrata og repúblikana um hvernig réttarhöldum öldungadeildarinnar yfir Trump verður háttað eftir að fulltrúadeildin samþykkti að kæra Trump fyrir embættisbrot í desember. Demókratar vilja að vitni verði kölluð til og ný sönnunargögn lögð fram en repúblikanar eru andsnúnir því. Þeir vilja hröð réttarhöld til að sýkna Trump sem fyrst. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, segir að hún muni ekki senda kærurnar til öldungadeildarinnar fyrr en ljóst verði hvernig réttarhöldunum verður háttað. Nú segir McConnell að hann sé reiðubúinn að láta réttarhöldin hefjast án samkomulags á milli flokkanna um hvort vitni verði kölluð til. Hann segist hafa stuðning nægilega margra þingmanna sinna til þess. Samkvæmt áformum hans verður ákvörðun um vitnaleiðslur ekki tekin fyrr en eftir fyrsta hluta réttarhaldanna, að sögn Washington Post. Trump var kærður fyrir embættisbrot í tveimur liðum í fulltrúadeildinni þar sem demókratar fara með meirihluta: annars vegar fyrir að misbeita valdi sínu í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld og hins vegar fyrir að hindra rannsókn þingsins með því að koma í veg fyrir að það fengi aðgang að vitnum og gögnum. Enginn þingmaður repúblikana greiddi atkvæði með kærunum. Öldungadeildin réttar um kærur fyrir embættisbrot. Aukinn meirihluti þingmanna þarf að sakfella forsetann til að hann verði fundinn sekur og honum vikið úr embætti. Repúblikanar eru með 53 sæti í öldungadeildinni og tuttugu þeirra þyrftu að hlaupast undan merkjum til að Trump yrði sakfelldur. Afar ólíklegt þykir að það gerist. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins sem fer með meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings, segist tilbúinn að hefja réttarhöld yfir Donald Trump forseta þrátt fyrir að ekkert samkomulag liggi fyrir á milli flokkanna um hvernig þeim verði háttað. Kæra fulltrúadeildarinnar á hendur Trump fyrir embættisbrot hefur enn ekki verið send öldungadeildinni. Deilur hafa staðið yfir á milli demókrata og repúblikana um hvernig réttarhöldum öldungadeildarinnar yfir Trump verður háttað eftir að fulltrúadeildin samþykkti að kæra Trump fyrir embættisbrot í desember. Demókratar vilja að vitni verði kölluð til og ný sönnunargögn lögð fram en repúblikanar eru andsnúnir því. Þeir vilja hröð réttarhöld til að sýkna Trump sem fyrst. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, segir að hún muni ekki senda kærurnar til öldungadeildarinnar fyrr en ljóst verði hvernig réttarhöldunum verður háttað. Nú segir McConnell að hann sé reiðubúinn að láta réttarhöldin hefjast án samkomulags á milli flokkanna um hvort vitni verði kölluð til. Hann segist hafa stuðning nægilega margra þingmanna sinna til þess. Samkvæmt áformum hans verður ákvörðun um vitnaleiðslur ekki tekin fyrr en eftir fyrsta hluta réttarhaldanna, að sögn Washington Post. Trump var kærður fyrir embættisbrot í tveimur liðum í fulltrúadeildinni þar sem demókratar fara með meirihluta: annars vegar fyrir að misbeita valdi sínu í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld og hins vegar fyrir að hindra rannsókn þingsins með því að koma í veg fyrir að það fengi aðgang að vitnum og gögnum. Enginn þingmaður repúblikana greiddi atkvæði með kærunum. Öldungadeildin réttar um kærur fyrir embættisbrot. Aukinn meirihluti þingmanna þarf að sakfella forsetann til að hann verði fundinn sekur og honum vikið úr embætti. Repúblikanar eru með 53 sæti í öldungadeildinni og tuttugu þeirra þyrftu að hlaupast undan merkjum til að Trump yrði sakfelldur. Afar ólíklegt þykir að það gerist.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira